Þröng og lokuð Heimssýn

Hjörtur J. Guðmundsson er einn af þessum ofurfrjálsu ungu mönnum sem að er skemmtilega vel lesinn. En öll hans þekking nýtist ekki betur en Hannesar Hólmsteins. Hið mikla upplýsingaflæði rennur út frá svo þröngu sjónarhorni að maður skynjar að flest það sem sagt er einkennist af áróðri og blindri flokkshollystu. Hann er ótrúlega eljusamur bloggari, sem ég ber virðingu fyrir og hef haft ánægju af að fá til umræðna um pólitík. Það er gaman að sjá og taka þátt í orðræðu andstæðra sjónarmiða og jafnvel skipta um skoðun eða endurskoða eigin sýn á málefni.

Hjortur JEvrópuandstæðingar eru mjög trekktir á taugum þessa dagana. Virðast pirraðir yfir því að það þrengist ætíð vígstaðan. Orustuhóllinn verður sífellt minni. Stríðsmönnunum fækkar og þeir skynja að þörf er á öflugri vopnum. Nefndur Hjörtur hefur legið í flensu að eigin sögn og lent í tölvuhremmingum. Á sama tíma hefur Evrópuumræðan aldrei verið meira áberandi. Ferð forsætisráðherra og sú athygli sem þessi málaflokkur fékk, útgáfa fræðirits um ávinninginn af aðild, ásamt kröfu fólks og fyrirtækja um tengsl við öflugri gjaldmiðil og efnahagsheild.

Í fyrradag ætlaði ég að senda Hirti óskir um góðan bata og von um lausn á tölvuvanda. En þá kom; "Þér er ekki heimilt að skrá athugasemdir". Það hefur verið eitthvað sem fór fyrir brjóstið á kappanum, en ég nota bara tækifærið hér til að óska honum alls hins besta. Það sem meira er að Hjörtur virðist vera eini virki aðilinn sem skrifar á "Heimssýnarbloggið". Þau eru sögð "þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins".

Ungfrú ESBNýjasti pistill á Heimssýn er um Iðnþing og ESB, þar sem varað er við því að "embættismönnum þess yrði eftirleiðis falið að móta framtíð íslensku þjóðarinnar". Ég setti inn athugasemd að íslensku þjóðinni stæði meiri ógn af Seðlabankanum og stefnu Davíðs Oddssonar varðandi stýrivextina heldur en evrópskum embættismönnum. Enda kom það fram í máli forsætisráðherra að samskipti við Evrópusambandið væru öll sérlega ánægjuleg. Þessi athugasemd hefur ekki fengist birt.

Ítreka  góðar óskir til Hjartar og reyndar Evrópu og heimsins alls. Set hér með mynd af bloggvini mínum sem virðist búinn að setja mig á ís. Læt fylgja með mynd af Ungfrú ESB til að ná úr honum mesta embættismanna hrollinum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband