Að þjálfa þrek á fjöllum

Daginn er farið að lengja og innan tíðar munu sólargeislarnir losa landið úr klakaböndum. Í takt við þann gang náttúrunnar fer hugur minn og fleiri í ríkari mæli að leita til fjalla. Síðustu tvær helgar var sérlega gott veður. Fyrir tveimur vikum gengum við nokkur upp með Varmá, fjallalindinni sem rennur í gegnum Mosfellsbæ, en misvitrar gjörðir draga úr heilbrigðu flæði hennar í gegnum byggðina. Síðustu helgi var farið á Esjuna í einstakri blíðu og þá var mikill fjöldi þar á göngu. Farið var aftur í dag en þá var veðrið ekki eins gott. Snjóhraglandi í efsta hlutanum.

Hópur sem að er að undirbúa göngu á Hvannadalshnjúk um mánaðamótin Apríl/Maí mun ganga á fell og fjöll næstu vikurnar. Allir eru velkomnir að slást í för með ef tími og aðstæður henta. Næsta sunnudag eftir viku verður gengið á Móskarðshnjúka. Göngufólk hittist klukkan 11 á planinu fyrir framan Krónuna í Mosfellsbæ.

GBO og MMG

Feðgar við Varmá ofan byggðar fyrir tveimur vikum.

Esja

Fólk á göngu í Esjunni um síðustu helgi

Guðmundur Þórhallsson

Guðmundur Þórhallsson samkennari í snjóhraglanda í Esjunni í dag

Móskarðshnjúkar2

Móskarðshnjúkar eru verkefni sunnudags eftir viku. Þeir liggja austur úr Esjunni í átt að Skálafelli. Á myndinni sést ofan í Mosfellsdal á vinstri hönd. Þessa mynd er að finna hér og vonandi er það eiganda að meinalausu að nýta hana til kynningar á næstu göngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sætir strákar á ferð þarna við Varmá Gleðilega páska!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk Hrönn. Var bent á það af Laugvetnskum systrum að þú værir ein af þeim sem að væru til alls líklegar þegar stefnt er á fell, fjöll og hnjúka. Gleðilega páska!

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.3.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Gleðilega páska!

Góð mynd af Móskarðshnjúkum.

Það væri gaman að skella sér með næsta sunnudag ef veður verður skaplegt.

Sigurpáll Ingibergsson, 23.3.2008 kl. 09:13

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Sigurpáll, ég var einmitt búin að hugsa til þín að láta þig vita. Mbk.

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.3.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband