Núsi púsi

KókkarlinnLitli Magnús er að verða stór manneskja á fimmta ári með sín persónueinkenni. Smábarnið víkur fyrir einstaklingi sem getur dansað, sungið, föndrað og lesið smávegis. Strákur sem er skapandi. Nýtir vilja sinn og ásetning til að leysa sífellt flóknari verkefni.

Nýlega fór hann allt i einu að bauka við kókflösku. Einbeittur að vöðla saman pappír og troða ofan í hana. Rúlla upp papír og stinga ofan í stútinn. Losa límmiðann af miðjunni og festa hann langs á flöskuhálsinn. Allt í einu segirPrinsessa hann; "Sjáðu karlinn". Útskýrði svo sköpunarverkið, þennan flotta karl sem hafði hendur, höfuð og að sjálfsögðu skykkju.

Tveimur dögum síðar var hann komin með skæri og byrjaður að klippa út ræmur og miða. Spurði um límband til að líma bútana saman, en það var ekki til. Hann var svo einbeittur í því hvað hann vildi að hann notaði bara kennaratyggjó til að setja þetta saman og sagðist vera búin að búa til prinsessu.

Risa drekiFyrir nokkru hafði hann tekið öll spjöldin úr símanúmeraskránni og lagt þau á gólfið og raðað í langa röð og sagði að þetta væri risa dreki. Stórt og smátt í fari barnanna beinir athyglinni að hinu eina sanna ríkidæmi og allt krepputal verður svo víðs fjarri í huganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flottur strákur  gleðilega páska!

baun (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

flottastur

Hólmdís Hjartardóttir, 24.3.2008 kl. 02:59

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kennaratyggjó er til margra hluta nytsamlegt, frábær strákur og hugmyndaauðugur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2008 kl. 03:01

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þegar ég lít til baka þá er þetta besta blogg páskahelgarinnar. Svona orku þarf að virkja. Ég sé ekki þennan strák fyrir mér í framtíðinni vinnandi í álveri. Gott innlegg inn í gleði páskana.

Sigurður Þorsteinsson, 24.3.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk og góðar kveðjur til baka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.3.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband