Evrópa, Evrópa, Evrópa

Evrópa 

Fátt er rætt meira en tengsl Íslands og  Evrópu. Meðal forystumanna Sjálfstæðisflokks er málið óformlega komið á dagskrá. Mest fylgi við að hefja aðildarviðræður er innan Sjálfstæðisflokksins, en almennir flokksmenn bíða eftir forystumanni sem endurspeglar vilja þeirra. Þetta skynja þingmenn og vita að hefðbundnir frasar og þjóðhátíðarstellingar duga ekki lengur.

Það virðist ekki vera að Einar K. Guðfinnsson tali sem fulltrúi flokksmanna með væntingar í Evrópumálum í nýlegri grein þar sem hann segir að það sé offramboð á Evrópuumræðu og virðist ekki ánægður með þetta "sífur". Björn Bjarnason er þó með raunsærri nálgun og talar um nauðsyn þess að sameinast um vegvísir, ef meiningin sé að fara út í aðildarumsókn.

Slíkt framkvæmdaplan þróar síðan sjálfstæðismaðurinn Guðmundur Magnússon og nú virðast þeir vera farnir að mana hvern annan upp í þeirri sjálfsmynd að þeir séu athafnamenn í Evrópumálum. Ef það dugar til þess að þeir geti stoltir farið að vinna að hagsmunum Íslands í þessum málaflokki þá er það hið besta mál.

Guðfinna Bjarnadóttir er fram til þessa sá þingmaður Sjálfstæðisflokks sem skeleggast hefur gengið fram og lýst því yfir að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Í framhaldi fékk hún skeyti frá helsta talsmanni flokksins í Evrópumálum að hún ætti enga samleið með flokknum en trúlega mun þessi yfirlýsing styrkja kjörþokka hennar meðal flokksmanna.

Andstaða vinstri grænna er að nokkru sérstök því að víðast hvar um Evrópu er stuðningur við ESB mikill meðal vinstri flokka. Mikilvægt er í framhaldi af hinni miklu umræðu sem hefur verið um þennan málaflokk síðustu vikur að fá fram hvort meirihluti er á Alþingi fyrir því að taka upp viðræður við ESB um aðild.

Nú þarf fólk úr öllum flokkum sem er fylgjandi frekari samvinnu Evrópuþjóða og að Ísland sé virkur og mótandi aðili í því alþjóðastarfi að halda uppi þrýstingi um næstu skref. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir ESB mega ekki þvælast fyrir lýðræðislegum vilja þjóðarinnar um aðildarviðræður. Þjóðremban má ekki standa okkur fyrir þrifum. 

Á eftir UMRÆÐUM koma ATHAFNIR og þar fer eftirspurnin vaxandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt hvað þið evrópusinna eruð blind á þetta samband. Hvað meira þurfum við en góðan fríverslunarsaming við EU? Af hverju að afsala okkur valdi til að gera saminga við önnur ríki? Af hverju að breyta réttarkerfi okkar og taka upp þúsundir reglugerða frá evrópu?

Evrópusambandið er ekki lausn á neinu máli fyrir Íslendinga, þetta er fyrir þá sem er ant um lýðræði, mjög svo ólýðræðislegt. Ákvörðunartaka er langt frá einstaklingum og í höndum embættismanna. Fiskveiðistjórnunarkerfið okkar sem er frábært færi í vaskinn og meðalmennska jafnaðarstefnunar yrði eins og staðan er í dag ofan á. Það má líka benda á að 300 þús. manna þjóð er ekki fara hafa nein áhrif innan EU, ef menn halda að annað eru þeir veruleikafyrtir.

Það má líka benda þér á að meirihlutaræði sem þú vitnar í, minnkar til muna ef við gönum inn. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Ef ykkur Evrópu sinnum mislikar svo að vera með í ESB þá er engin leið út. Kostirnir við aframhaldandi sjalfstæði er miklu fleiri en að vera með í ESB. Þótt krónan hafi sigið aðeins eins og við mátti búast þá er engin skammtíma lausn að hlaupa inn í ESB. Íslendingar munu ekkert hafa það betra í ESB en utan.

Elías Theódórsson, 24.3.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Johnny Bravo

ESB er tollamúrabandalag gert til að versla ekki við önnur lönd.

3 heimurinn brennur fyrir utan og getur ekki björg sér veitt.

40% af tekjum þessa tollabandalags fara í offramleiðslu á landbúnaðarvörum með ólífrænum og mengandi hætta, ásamt útfluttningsstyrkjum svo hægt sé að flytja þeirra matvæli til fátækra landa og eyðileggja möguleika þeirra á því að mynda efnahag í kringum landbúnað.

Hver vill vera samsekur svona vinnu aðferðum? 

Johnny Bravo, 24.3.2008 kl. 14:34

4 identicon

Sama hvaða skoðun menn hafa á aðild Íslands að Evrópusambandinu þá er betra að menn hafi staðreyndir á hreinu. Evrópusambandið greiðir 40% af útgjöldum Sameinuðu þjóðanna, 56% af allir þróunaraðstoð í heiminum kemur úr sjóðum ESB, ESB er með fríverslunarsamninga við fleiri lönd og landssvæði en nokkurt annað land eða samtök til dæmis EFTA. Í langflestum tilfellum hefur EFTA komið í kjölfarið á ESB og gert fríverslunarsamnina við lönd í Asíu, Afríku eða S-Ameríku.

Íslensk fyrirtæki geta ekki keypt fisk frá Rússlandi nema viðkomandi rússneski útflytjandi hafi uppfyllt heilbrigðisreglur og fengið úttekt hjá starfsmönnum ESB. Íslensk fyrirtæki geta ekki keypt tómatssósu frá Bandaríkjunum nema þær uppfylli reglur ESB og innri markaðarins. Ísland tekur upp allar reglur ESB varðandi innri markaðinn án þess að hafa þar nokkur áhrif. Samkeppnislöggjöf ESB var tekin upp hér landi án afskipta Alþingis. Ef að menn hafa einhvern áhuga á því að verja ,,fullveldi" Íslands ættu þeir aðilar að berjast fyrir því að við segðum upp EES samningnum. En sem betur fer dettur fáum í hug að slíkur gjörningur myndi vera Íslendingum til hagsbóta.

Evrópusinninn (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samvinna byggir á því að taka tillit. Ef menn vilja vera algjörlega sjálfstæðir þá ber okkur að standa utan NATÓ, Sameinuðu þjóðanna, EES og Schengen. Svo virðist sem að við höfum bara haft sjálfstæði í tvö ár ef að þetta er túlkað með þessum hætti. Árin 1944 til 1946 frá yfirlýsingunni um sjálfstæði frá Dönum þar til við gengum í Sameinuðu þjóðirnar.

Allir vita að mannréttindanefnd þeirra virðist vera erlent vald sem hefur rétt til íhlutunar um tilhögun fiskveiðilöggjafar okkar. Hin óæskilega sérhagsmunagæsla sem réði lagasetningu íslenskra stjórnvalda, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók frelsi og réttindi af fjölda fólks. Þetta sjálfstæði og frelsi einstklinga getum við nú endurheimt vegna afskipta SÞ. Slíku öryggi getum við fagnað.

Réttindi og tækifæri fólks og fyrirtækja aukast við aðild en sjálfstæðið minnkar að því leyti sem að gerist í sérhverju samstarfi. Það þarf að taka tillit til annarra. Ávinningurinn verður stöðugleiki og meiri völd um þróun heimsmála en við höfum núna. Við höldum sjálfstæði okkar eins og aðrar þjóðir sem eru í bandalaginu.

Mikilvægustu völd einstaklings er að geta haft áhrif á sitt nánasta umhverfi og sveitarstjórn. Síðan þurfum við að móta okkur stefnu sem Íslendingar, taka þátt í alþjóðlegu samstarfi sem Norðurlandabúar, Evrópubúar og heimsborgarar. Þó við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi tapast ekki völd á heimavelli.

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.3.2008 kl. 18:23

6 identicon

SÞ og Nato hafa ekkert með löggjöf okkar að gera og þeir samingar sem við viljum gerast aðilar að innan SÞ eru samingar sem tekin er ákvörðun um á vettvangi Alþingis. EU spyr ekki okkur um álit frekar en aðra og reglugerðiri og tilskipanir koma sjálfkrafa inn í löggjöfina.

Mannréttindanefnd SÞ hefur ekkert vald yfir fiskveiðistjórnunarkerfi okkar. Við þurfum ekki einu sinni að virða álit hennar frekar en við viljum. Það að auki er álitið vel gallað og ljóst að ekki er á nokkurn hátt hægt að byggja rétt á því. Það frelsi sem þú telur að hafi verið tekið af fólki mun og hefur ekkert með álit mannréttindanefndar SÞ að gera. Auk þess var verið að takmarka veiðar í almenning og búa koma lögmálum eignaréttar inn í kerið sem hefur breytt því til hins betra.

Réttindi fólks og fyrirtækja munu ekki aukast. Það leiða til þess allar líkur að sameigin skattalöggjöf verið sett í EU og þá þurfum við líklega að hækka skatta á fólk og fyrirtæki, slíkt leiðir auðvitað til minni framleiðni og versnandi kjara almennings. Hvaða völd helur þú svo að við séum að fá við inngöngu?

 Evrópusinni: Stærstur hluti kostnaðar SÞ er greiddur af USA, eigum við þá ekki bara að gerast fylki hjá þeim? Þróunaraðstoð EU er gagnlaus á meðan sambandið vill ekki versla við þessi ríki.  Fríverslunarsaminga sem EU gerir getum við vissulega gengið inn í sem er gott og auk þess getum við sjálf gert okkar eigin saminga sem er frábært.

Vissulega er slæmt að þurfa að taka upp ýmsar reglugerðir frá EU og tilskipanir og við tökum upp í dag um 6% en þyrftum að taka upp miklu meir ef við göngum inn. Stöndum fyrir utan og gerum frekar fríverslunarsaminga við þjóðir í heiminum.

Já og Gunnlaugur völd einstaklinga eiga vera bundin við grunndvallaréttindi þeirra. Þetta blæti fyrir meirihlutaræði er orðið ansi þreytt.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vilhjálmur kallast það blæti innan Sjálfstæðisflokksins að taka tillit til meirihluta sem vill sækja um aðild að ESB?

Góð umræða http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/482768/#comments

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.3.2008 kl. 23:06

8 identicon

Nei alls ekki en þeir sem vilja þarna inn eru gjarnan menn sem eru ánetjaðir þeirri hugmynd að meirihlutaræði sé rosalega gott. Mér er nokkuð sama hvað meirihlutanum finnst. Innganga er slæm fyrir land og þjóð og mun án efa draga úr grundvallaréttindum einstaklinga. Regluverk evrópu er geysilega mikið og hefur dregið úr framleiðni töluvert. Auðvitað vijla margir vinstrimenn komast þarna inn enda fyrirmyndaríki fyrir marga jafnaðarmenn, háir skattar (þjófnaður á vinnu fólks), mikið atvinnuleysi og markmiðið að allir haf það jafn skítt m.ö.o. allir eru jafnir. Í evrópu hafa skapast færri ný störf á síðastliðnum tíu árum en á öllu síðast og þar síðasta ári í USA. ESB leggur meiri áherslu að vernda óhagstæð störf sem eru til fyrir, hver hagnast á því? Það er auk þess auðveldara að stofna fyrirtæki í Kína en í ESB og tekur styttri tíma. Já svei mér þetta hlýtur að vera drauma ríki ykkar vinstrimanna.

Fiskveiðistjórnunarkerfi okkar sem hefur snúið atvinnugreininni við, til hins betra. Verður ekki liðið innan EU og er Króatía besta dæmið um það. Króatar voru neyddir af EU til að opna fiskimið sín til annarra þjóða innan EU. Ég mæli líka með að menn kynni sér hrun Breskara útvegsfyrirtækja við inngöngu EU.

Ég bara skil ekki þessa afstöðu að vilja fórna sjálfstæði sínu fyrir meðalmensku evrópusambandsins? Hvað græðum við á inngöngu? Hver á að borga fyrir okkur þáttökugjaldið sem Noregur borgar fyrir okkur í dag? Átta menn sig ekki á því að kostnaður við inngöngu getur numið allt að 50 milljörðum á ári? Á endalaust að ganga á launin mín nú eða þín til að greiða fyrir blæti annarra? 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband