Hálfspillt eða alspillt

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar er gagnrýnt í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir "óheppileg" tengsl manna báðum megin borðs, seljenda og kaupenda við ráðstöfun eigna. Ekki verður fram hjá því litið að flokksskírteini virðast hafa verið í meira vægi en margt annað í þessu ferli.

Komist er að þeirri niðurstöðu að félaginu hafi verið heimilt að selja eignir enda stofnað til þess. Einnig er því haldið fram að hagsmuna ríkisins hafi verið gætt. Eftir stendur sú áleitna spurning að þó að ekki hafi verið nauðsynlegt að selja í gegnum Ríkiskaup að þá sé fylgt meginviðmiðum um opin útboð og þannig gera slík kaup öllum aðgengileg.

Styð félaga Bjarna Harðarson heilshugar að vekja athygli á þessu máli og held að hans nef fyrir réttlæti sé næmt í þessum efnum. Hann bendir á að það sé spurning hvort að Ríkisendurskoðun sé rétti aðilinn til slíkrar úttektar. Ef til vill hefði Umboðsmaður Alþingis getað metið siðferðileg álitaefni, eins og það að allri þessari framkvæmd er haldið innan lokaðrar klíku.


mbl.is Ekki skylda að bjóða eignir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband