28.3.2008 | 21:33
Helgarlagiđ Shall We Dance?
Bíómyndin Shall We Dance međ Richard Gere og Jennifer Lopez í ađalhlutverkum var sýnd í Sjónvarpinu á mánudag. Í lok myndar kom fram í texta ađ hún var tekin ađ stórum hluta í Winnipeg, Manitoba. Á ţessum Íslendingaslóđum tók ég háskólapróf fyrir nok löngu. Ţá sveif nú ekki suđur-amerísk dansstemming yfir vötnum. Einhverjir útnefndu hana borg ţungarokksins í Ameríku, enda slíkur frumkraftur meira viđ hćfi í frosthörkum miđhluta Kanada heldur en sólarsamba eđa ástríđufullur tangó.
Í myndinni laumast lögfrćđingurinn sem Richard Gere leikur á námskeiđ í suđrćnum dönsum. Á međfylgjandi myndbandi er hann búin ađ láta undan ţrýstingi og ćfir sig fyrir ţátttöku í danssýningu skólans. Danskennarinn Jennifer Lopez nćr ađ kynda upp kröftuga sveiflu í gamla silfurrefnum undir lagi međ Gotan Project. Ég hef haft ţađ mér til dundurs og ánćgju ađ safna ađ mér suđrćnni tónlist síđustu ár og Gotan er í sérstöku uppáhaldi. Ţeir spila flotta og nútímalega tangótónlist, órćđ og afgerandi í senn.
Athugasemdir
Sćll. Ţetta er verulega flott tangótónlist. Ţakka ţér fyrir ađ nefna nafniđ á hljómsveitinni. Held ég kaupi disk međ ţeim. Sigrún
Sigrún (IP-tala skráđ) 30.3.2008 kl. 15:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.