Fjallmyndarlegar

Canon myndavélÍ menntaskóla og líffrćđinámi hafđi ég ekki mikinn áhuga á plöntum. Fannst ţađ hálfgerđ forheimskun ađ lćra utanbókar heiti á mismunandi tegundum og ćttkvíslum. Síđan hef ég í mörg ár fariđ međ gönguhópa um ćskuslóđir ađ Stafafelli í Lóni. Á ţessum ferđum og međ aldrinum hef ég fengiđ meiri áhuga á plöntunum. Ţađ er uppörvandi ađ sjá útsprungiđ blóm á leiđ um mela og móa. Ţá vaknar áhugi ađ vita meira um slíka vini og gleđigjafa.

PlönturTil ađ ţekkja plönturnar og líka til ađ nýta í líffrćđikennslu hef ég veriđ ađ leika mér ađ ţví ađ taka af ţeim myndir. Vélin sem ég hef mest tekiđ á var stafrćn Canon 2.1 sem ađ fór vel í vasa, en er ekki međ mikla upplausn. Í gćr ákvađ ég ađ kaupa mér stafrćna Canon 400 SLR vél. Ţá er komin góđ upplausn og möguleikar ađ skipta um linsur. Einnig er handgrip međ aukabatteríi. Slíkt eykur tíma sem hćgt er ađ vera međ myndavélina fjarri hleđslu.

Ég er lukkulegur ađ vera komin međ tćki til ađ taka fleiri plöntumyndir svo ég geti haldiđ áfram ađ setja nýjar tegundir á haus síđunnar í hverri viku. Vonandi ykkur og mér til fróđleiks og yndisauka.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Til lukku međ vélina. Bíđ spennt eftir myndum

Hrönn Sigurđardóttir, 9.4.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hlakka til ađ sjá afraksturinn.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 20:11

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hrönn og Hólmdís, ţiđ eruđ nú ađalblómarósirnar! Duglegar ađ sýna ánćgju og áhuga á blómaskreytingum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.4.2008 kl. 20:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband