Blóm vikunnar Skógarflétta

Fléttur eru sambýli þörungs og svepps. Mikið er af sjaldgæfum fléttutegundum í Austurskógum, Stafafelli í Lóni og nefnt hefur verið að ástæða sé til að friðlýsa þá af þeirri ástæðu. Tegundir sem vaxa á birki eru nokkuð algengar á Suð-Austurlandi. Þar eru nefndar flathyrna, skógarþemba, flatþemba, pípuþemba, gljádumba, kvistaskegg og birkiskegg. Flestar flétturnar á trjánum eru gráleitar, ýmist flatar eða pípulaga. En þó rakst ég þar á fléttuna á myndinni hér að ofan fyrir nokkrum árum. Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur var búin að finna út nafnið fyrir mig og verð ég að grafa það upp. Ekki er mynd af þessari fléttu í plöntuhandbókum eða á vefnum www.floraislands.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég þekki engar fléttur með nafni....en tilheyra fjallagrös og hreindýramosi ekki fléttum?  Flott mynd.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 01:03

2 identicon

hallo ég vinn í Vínbúð og er búin að smakka yfir 300 teg. Verð að segja að Chile og Ástralía séu í uppáhaldi hjá mér. Ég skora á þig að smakka Montes (fjöllin)og  Molina frá Chile og Benchmark frá Ástralíu, bæði Chile og Ástralía eru heit lönd og því eru vínin oft mýkri þaðan minni tannín. Kveðja Ingibjörg

Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband