Eru Laugvetningar Framsóknarmenn?

Á Laugarvatni horfir Jónas frá Hriflu yfir staðinn. Í ML man ég samt ekki eftir að nokkur maður gengist við því að vera Framsóknarmaður, enda töldu menn sig á leið inn í framtíðina. Bjarni Harðar fór síðan og tók sagnfræði og þjóðfræði. Komst að því að fortíðin væri framtíðin og gerðist Framsóknarmaður. Samúel Örn var íslandsmeistari í blaki og ekki tengdi maður þennan kvennaljóma við flokk neftóbaksklútanna. Nú virðast mál vera að skipast þannig að ML-ingar eru hver á eftir öðrum að koma út úr skápnum og birtast á þingi sem framarar.

En er það áhugavert hlutskipti okkar sveitapilta og stúlkna sem fórum á Laugarvatn að halda lífinu í Framsóknarflokknum. Samfylkingin er búin að fylla stöðuna sem frjálslyndur félagshyggjuflokkur og fátt sem bendir til að Framsóknarflokkurinn eigi sóknarfæri í þéttbýlinu við Faxaflóa. Einnig er stór hluti íbúa á landsbyggðinni ósáttur við flokkinn. Kenna honum um kvótakerfin til sjós og lands sem séu meginafl hinnar miklu byggðaröskunar og skerðingar á athafnafrelsi. Því eru atkvæðin sem voru í fastri áskrift á landsbyggðinni líka horfin.

Ég óska fulltrúum Laugvetninga í framvarðasveit þjóðar alls hins besta, á sama tíma og ég er sannfærður um að framtíð flokks þeirra er langt frá því að vera björt. Flokkurinn færðist í gegnum áratugina frá því að hafa trausta samfélagslega skírskotun í það hlutverk að vera atvinnumiðlun, en núna þegar þeir hafa ekki lengur fingur á valdataumum þá er leitin að erindinu fálmkennd og örvæntingarfull.


mbl.is Nýtur hverrar mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Langar til að benda þér á eftirfarandi sannleikskorn frá Silfur-Agli:

Vinnumiðlun

Reyndar er þessi vinnumiðlunarsmjörklípa á Framsóknarflokkinn úr algjöru margaríni og stenst ekki.

Skora á þig að koma með lista Framsóknarmanna sem hafa fengið störf og stöður vegna þess að hafa verið í þeim annars ágæta flokki - og lofa þér því að ég skal tvöfalda þá tölu með nöfnum úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu/Alþýðuflokki!

Hallur Magnússon, 11.4.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Innan Framsóknar er hópur af efnilegu fólki sem tekur þátt í pólitík vegna hugsjóna sinna. Fólk sem finnur sig vel á miðjunni, einmitt á þeim stað sem Samfylking og aðrir flokkar hafa verið að sækja æ meira inn á síðustu ár. Það er deginum ljósara að þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins á langa og góða framtíð fyrir sér með góðu fólki. Sammi er einn þeirra. Þetta sífellda baknag um vinnumiðlun og fleira er að verða ansi þreytt og hljómar eins og rispuð plata enda eins og Hallur Magnússon segir þá er hægt að finna ýmislegt í öllum flokkunum ef fólk velur sér að eyða orkunni í það í stað þess að horfa fram á veginn á það sem jákvætt er.

Kristbjörg Þórisdóttir, 11.4.2008 kl. 18:41

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Finnur Ingólfsson var erfðaprinsinn sem hætti þegar hann var búin að nýta flokkstengslin til að tryggja sér betur launaða vinnu og fékk Búnaðarbankann á silfurfati.

Gunnlaugur Sigmundsson var á þingi þegar unnið var að breytingum á skipan ratstjármála og var fyrirtæki hans færð sú starfsemi á silfurfati. Þannig hætti hann þingmennsku eftir að búið var að tryggja launamál hans betur með öðrum hætti.

Ekki man ég eftir þingmanni eða forystumanni Samfylkingar þar sem slíkt samhengi birtist með jafn skírum hætti. Þegar afi minn tók þátt í stofnun KASK og var stjórnarmaður í rúma hálfa öld og langafi minn var einn af helstu stofnendum KHB þá var píramítinn byggður upp af fólki og grasrót.

Flokkurinn hafði samfélgslega skírskotun, en hún tapaðist. Líkt og alþýðan í Rússlandi trúði á byltinguna, þar til það kom í ljós að valdamennirnir unnu meira fyrir sjálfa sig heldur en fólkið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.4.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Kristbjörg, einhverra hluta vegna dastu út sem blogvinur. Við þurfum að endurnýja það :)  

Skoðaði það sem Hallur er að vísa til og það er að Guðmundur Steingrímsson hefur tímabundið verið ráðinn upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytis. Persónulega finnst mér að það sé eðlilegt að ráða samflokksmenn til forystu í ýmsum ráðum og stofnunum sem ætlað er það hlutverk að fylgja eftir stefnu stjórnvalda.

Þannig er það þekkt að miklar mannabreytingar verða í Hvíta húsinu við forsetaskipti og þykir ekkert óeðlilegt. Það getur verið óheppilegt ef að embættismenn eru í öðru liði og vinna gegn stjórnarstefnu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.4.2008 kl. 18:55

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sæll Gunnlaugur,

já það var vegna þess að ég læsti blogginu mínu www.kidda.blog.is það er hugsað fyrir vini og vandamenn sem eru að fylgjast með mér hér úti.

Þetta blogg er hins vegar nýtt og er opið.

Bestu kveðjur.

Kristbjörg Þórisdóttir, 11.4.2008 kl. 19:03

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Manni sýnist vera sama framsóknarrassgatið undir báðum þessum rótgrónu bitlingamaskínum.

Þórbergur Torfason, 11.4.2008 kl. 22:28

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þórbergur, Steinþór á Hala afi þinn og Sigurður á Stafafelli afi minn voru stofnendur og áratugum saman í stjórn KASK. Man að amma mín Ragnhildur fór með mér í bíl um 1980 og talaði hún vel um afa þinn og ömmu og vildi helst stoppa á Hala. En ég vildi fara hratt yfir.

Þau öll lifðu í blómlegri bændamenningu sem að Framsóknarflokkurinn var besti málsvarinn fyrir. En þetta var á síðustu öld. En skilst að VG sé nú víða orðið "rassinn" undir bændur til sveita, þar sem sumir telja ævistarf sitt píslargöngu. En því miður kann Steingrímur ekki að kenna þeim að ganga á vatni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.4.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: HP Foss

Ég má til að gera smá athugasemd, ég þekki ekki þá bændur sem álíta ævistarf sitt "píslargöngu". Bændur eru í eðli sínu dugnaðarmenn,  lifa í sátt og samlyndi við náttúruna. En varla keppa þeir við evrópskar vörur þar sem aðstæður allar eru með öðru móti en hér.  Þar munu þeir fara halloka.

Ég hef áður sagt það, að þó asni fari inn í hesthús, verður hann ekki hestur. Það eru ekki allir Framsóknarmenn þó þeir gangi í flokkinn.  Finnur er ekki framsóknamaður, ekki Halldór heldur.

HP Foss, 12.4.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband