Heiðarhorn

Þriðja fjall í undirbúningi fyrir Hvannadalshnjúk afgreitt. Hvílíkur dagur! Sólskin, stillt veður og frábært útsýni til allra átta. Heiðarhorn sem er hæsta fjallið (1.054 m) í Skarðsheiði. Bílum var lagt skammt frá Efra-Skarði í Svínadal. Gengið var upp dal með Skarðsá og Skarðshyrnu á vinstri hönd. Áfram upp á brún Skarðsheiðar í 600-700 m hæð og þá opnaðist sýn á Heiðarhornið.

Framundan var síðasti og erfiðasti kaflinn á sjálft hornið. Samfelld snjóbreiða og harðfenni í hlíðinni. Þar kom sér vel ísöxin sem ég kippti með frá Árna veðurfræðingi, fjallamanni og nágranna á Reykjaveginum. Í tuttugu mínútur gekk ég fyrstur og slóst við harðfennið með hæl og öxi. Loks náðum við út á öxlina, þar sem varð grýttara og minni hliðarhalli.    

Þarna opnaðist stórkostlegt útsýni til vesturs og norðurs. Áður höfðum við séð langt til suðurs og austurs. Meðal annars yfir Hvalfjörð og til Skjaldbreiðar. En nú opnaðist sýn yfir Hafnarfjall til Snæfellsjökuls og norður til Eiríksjökuls. Útsýnið af Heiðarhorni var ótrúlegt og það var ágæt tilfinning að afgreiða þetta fjall sem að er sléttur helmingur af hæð Hvannadalshnjúks.

Þakka skapara alls auðmjúklega fyrir fagran dag - Þúsund þakkir.

Topplið á HeiðarhorniHeiðarhornHafnarfjall SnæfellsjökullMagnús Óttar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir!

Knús á þig sæti

Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Haraldur Halldór

Flottar myndir og þið hafið fengið bjartara veður en ég fékk helgina á undan .

Hefðum fengið bjartviðri á toppnum ef mikilmennskubrjálæðið hefði ekki farið með mig því ég fór með hópinn minn upp vesturhlíðar Skarðshyrnu ,erfiðari leið , lengri og skemmtilegri en ekki fær þessa dagana nema með brodda á fótunum ......fórum svo niður Skarðsdalinn :)

Hvenær á svo að fara á hnúkinn ?? 

Haraldur Halldór, 14.4.2008 kl. 01:52

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hvannadalshnjúkur 26. apríl. Næsta sunnudag þvert eftir Esjunni frá Þverfellshorni yfir  og niður Móskarðshnjúka. Mbk,  G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband