Á skóli fyrst og fremst ađ vera skemmtilegur?

Unglingarnir okkar, sem hafa athyglina í tónhlöđunni, tölvuleikjum, kvikmyndum, tónleikum, böllum, gera ţađ skilyrđi ađ allt sem ţau taka sér fyrir hendur uppfylli öll helstu viđmiđ um skemmtilegheit. Ţau eru iđulega ofdekruđ eđa á ađ segja spillt, af eltingarleik okkar eftir veraldlegum gćđum og tímaleysi foreldrana til ađ virkja ţau inn í  metnađarfull verkefni. Ţessi kynslóđ hefur ţó fleiri tćkifćrum úr ađ mođa en nokkur önnur, sem Ísland hefur aliđ.

Rótleysi samfélagsins skapar hinsvegar ţörfina fyrir endalausar flugeldasýningar tilfinningalífsins. Nemandinn mćtir međ ţćr vćntingar ađ skólinn sé međ skemmtiefni daginn út og inn. Ţađ ađ nemendur nái aukinni fćrni eđa skilningi á eđli og fyrirbćrum náttúrunnar verđur aukaatriđi. Á endanum gefum viđ öll eftir í kröfum og skólinn fer ađ verđa eins og dagvistun. Ţannig bendir margt til ţess ađ hlutur raungreina innan fjölbrautakerfisins sé ađ verđa óviđunandi undirbúningur ađ háskólanámi.

Nú er otađ ađ stórum hluta ungmenna tćkifćrum sem ţau nýta sér ekki. Allur útbúnađur í húsnćđi og tćkni til kennslu er til fyrirmyndar. Á háskólastigi eru fjöldi greina í raunvísindum, verkfrćđi, heilbrigđisvísindum og íţróttafrćđum ţar sem fćrni og ţekking í raungreinum kemur ađ góđum notum. Nemar hafa aftur á móti tilhneigingu til ađ safnast fyrir í félagsgreinum af ţví ađ ţćr eru sagđar léttar og skemmtilegar. En á sama tíma eru ţau búin ađ fćkka tćkifćrum til háskólanáms.

Sveitungar mínir Kvískerjabrćđur náđu einstakri fćrni í tungumálum og náttúruvísindum í mikilli einangrun međ útvarp og bćkur sem einu kennslutćkin. Í kyrrđ og ţögn sveitabúskaps var ţađ umbun allri annarri ćđri ađ ná betri tökum á lćrdómi af ýmsum sviđum. Ţađ var nćgjanleg skemmtun ein og sér ađ skilja ferđir farfugla eđa framgang jökla. Ţeir bjuggu sér til tćkifćri úr engu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

...ágćtar pćlingar. Ćtlađi annars bara ađ kasta á ţig kveđju og hlakka til ađ ţramma um landiđ undir ţinni leiđsögn í sumar:)

Elín G. (IP-tala skráđ) 18.4.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Jón Ađalsteinn Jónsson

Svo eru lika til greinar sem eru öllum gleymdar en skap ţó ekki síđur grunninn undir lífsafkomu okkar ţađ eru greinar sem kallađar eru iđngreinar ekki satt

Jón Ađalsteinn Jónsson, 19.4.2008 kl. 13:21

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Margt get ég sagt ţér.

Bóklegur lćrdómur í grunnskólum fer hćkkandi, og gćti á nćstu árum tekiđ yfirvöldin af öllu verklegu efni.
Athyglina fá verklegu fögin, ţar sem viđ unglingarnir verđum ađ fá ađ gera eitthvađ skapandi inn á milli.
Félagslíf skiptir líka máli, á međan manni líđur vel er mikiđ meiri möguleiki á ţví ađ mađur lćri vel og muni ţađ sem mađur á ađ lćra.
Skólaböll hafa alla sína tíđ átt sér einhvern stađ, ţú hefur eflaust einhverntíma veriđ á skólaböllum ţegar ţú varst á efsta stigi í grunnskóla og ţegar ţú varst í framhaldsskóla. Ţessir lifir setja skólalífinu lit, ţar sem unga fólkiđ hefur eitthvađ til ađ hlakka til, og gera sem best í ađ finna skemmtiatriđi og annađ slíkt.
Ég skemmti mér yfirleitt í skólanum, en ég er búin ađ setja mér mín markmiđ fyrir lífiđ, mig langar til ađ lćra margt og margt í skólanum tengist engan vegin ţví sem ég ćtla ađ verđa.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Elín Ţađ vćri ekki síđur ánćgja fyrir mig ađ arka međ ykkur Bjarna yfir hóla og hćđir, um gil og gljúfur í góđra manna hópi.

Jón Mikiđ rétt. Ef til vill er stađa iđngreina og minnkandi vćgi á raungreinar hluti af sama vandanum. Ţetta á allt ađ vera svo huggulegt og ţćgilegt tebođ og hátt hlutfall nema í fjölbrautakerfi framhaldsskóla leitar í félagsgreinar bóknáms.

Róslín Alma Ţađ á ađ vera gaman í skólanum. Ekki spurning. Öflugt félagslíf. En ég held ađ ţađ megi ekki slá af dýpt, inntaki og kröfum í skólastarfi vegna ţess ađ skólinn eigi ađ vera skemmtilegur. Menningin hefur síđustu áratugi breyst og gengur út á upplifun augnabliksins, međ miklu sjónrćnu og tilfinningalegu áreiti. Held ađ unglingar líkt og ađrir ţurfi ađ ţjálfa kyrrđ og íhugun, einbeitingu og athygli.  - Gangi ţér vel í ađ vinna ađ ţínu -        

                                                  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.4.2008 kl. 23:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband