Yfir Esjuna

Lífið er að lifna úr vetrardvala og mannlíf að eflast í borginni við sundin. Fór í miðbæjarreisu í gærkvöldi til móts við nema úr Borgó sem voru með dimmision fagnað á Sólon. Rölti svo aðeins um miðbæinn og það var áberandi mikið af útlendingum. Tók meðal annars stutt spjall við Norðmenn og Bandaríkjamenn.

Þetta útstáelsi sem var vel fram yfir miðnætti var ekki að öllu leyti skynsamlegt. Planlögð var 22 km ganga upp á Þverfellshorn, á Hábungu, eftir hryggnum, niður Laufaskörð og Móskarðshnjúka. Fór til móts við göngufólk að bílastæðinu við Esju kl. 9. Ákveðið var að endurmeta gönguplön í ljósi þess að trúlega væri mikill snjór í Laufaskörðum og vandræði að þurfa að snúa til baka eftir langa göngu.

Um næstu hlegi á laugardegi verður gengið á Hvannadalshnjúk. Hópurinn er nú orðinn 15 manns. Sjö af þeim fóru á Esjuna, en einn fór aðeins upp að steininum og til baka. Aðrir héldu áfram og upp úr klettabeltinu og upp á háhrygginn þannig að útsýni opnst til norðurs og vesturs.

Ákveðið var að fara ekki til hægri um Hábungu til Laufaskarða og Móskarðshnjúka, heldur til vinstri og fara norðan Kerhólakambs niður á Kjalarnesið og koma niður af fjallinu um kílómeter norðan við Grundarhverfi.

Gangan gekk vel þó að enn væri töluverður snjór í yfir 600 m hæð og þar neðar tækju við aurbleytur á köflum. Farið var í um 850 metra hæð, gengið um 14 km á sex tímum. Göngufólk var sannfært um að allir væru tilbúnir fyrir hæsta fjall landsins.

Veðurspá Sigga storms um mikla sólartíð föstudag og laugardag gekk ekki alveg eftir þó veðrið væri mjög gott. Mikið var af fólki á göngu í Esjunni. Meðal annars rákumst við á fleiri að þjálfa sig fyrir hnjúkinn. En eftir að við vorum komin upp á Þverfellshornið mættum við engum og sáum ekki nokkurn mann.

Esjuganga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei sko - þarna þekki ég fleiri en þig.......

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vissulega - einhverja frá Selfossiii ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.4.2008 kl. 12:35

3 identicon

Ótrúlega föngulegur hópur. Takk fyrir síðast og nú er það bara lokaáfanginn í undirbúningnum.

Eydís Katla (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:28

4 identicon

Takk fyrir mig. Meiriháttað að fá að vera með  svona frábæru fólki á fjöllum.Taka lagið á efstu toppum og upplifa vorkomuna í góðum félagsskap.Hlakka til næstu endurfunda  er við glímum við Hvannadalshjnúkinn.

Kveðja

Soffia R Gestsd

Soffia R Gestsd. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband