Ofbeldi elur af sér ofbeldi

Í landinu hafa hinar og þessar mælistikur efnahagslífs þróast á verri veg á síðustu vikum. Aðalvandinn fyrir heimilin er vaxtaokur. Flutningabílstjórar hafa því miður gengið of langt. Þeir hafa af einhverjum ástæðum ofmetnast af þeim stuðningi sem að mótmæli þeirra fengu í byrjun. Kröfur þeirra eru óljósar og illskiljanlegt að beina aðgerðum sínum gegn almenningi í umferðinni eða að lítilsvirða heimsókn leiðtoga úr stríðshrjáðu landi.

Mótmælin hafa nú staðið um nokkurt skeið og ekki hefur verið gripið inn í þessar aðgerðir. Sjónvarpið sýndi lögreglumenn í þessu tilfelli biðja bílstjóra að fjarlægja bílana og opna þessa mikilvægu samgönguæð eftir allnokkurn biðtíma. Það gekk ekki eftir. Þá var tilkynnt með fyrirvara að gripið yrði til aðgerða af hálfu lögreglu til að opna veginn. Tekið fram að piparúða yrði beitt. Þá sáust bílstjórarnir fara í bíla sína og sækja allskyns vökva, WD40 og fleira. Svona fíflagangur gefur Birni Bjarnasyni réttlætingu fyrir því að breyta samfélagi okkar í lögregluríki.


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála

ssk (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvorki Lögregla né almenningur hefur rétt til að beita ofbeldi. Aðilar úr báðum liðum fóru yfir strikið í dag.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 00:55

3 identicon

Í lögreglunni er saman safn af ungum mönnum sem hafa vinnu af því að æfa sig í slagsmálum, skotfimi, og öðrum ofbeldisverkum. Ekki aðeins vikum og mánuðum saman heldur jafnvel árum saman. Og hvað er meira spennandi en að komast í alvöru aksjón.Þeim langar svo til að slást og berjast í alvörunni. Það er svo gaman. Og Björn nokkur Bjarnason sem lifir og hrærist í amerískum bíomyndum vill helst af öllu hafa hér her sem hægt er að berja lýðin með þegar hann er með uppsteit.

Eða sáuð þið ekki geðsjúklingin úr sérsveitinni með úðan? Segir það ekki allt sem  segja þarf?

sigurður (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:57

4 identicon

ég er sammála um að BB vilji breyta landinu í lögregluríki.  ég held líka að lögreglan hafi átt sökina í gær, þetta voru ekki einu sinni mótmæli, trukkarnir voru í löglegum stæðum, nema 4 sem komu seint (eða droppuðu inn þegar þeir áttu leið hjá), mennirnir voru að fá sér kaffi og ræða málin...

ef horft er fram hjá "sögunni" sem reynt er að segja í gegn um munn fjölmiðlana og talsmanna lögreglu, þá heyrir þú hvað gerðist í gegn um myndbönd af staðnum og frásagnir fólks sem var á staðnum.

sú saga segir að það voru engin mótmæli, en sérsveitin njósnaði um bílstjórnana og þegar þeir söfnuðust í smá hóp, þá átti bara að beita þessari nýju, fáránlegu sveit ríkislögreglunnar, sem á í raun engin verkefni hér á landi, en er að skapa sér þau,

því eins og þú segir, þá elur ofbeldi af sér ofbeldi

og það er markmiðið hjá þeim!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 07:39

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er ótrúleg dirfska að taka sér það umboð að loka endurtekið helstu samgönguæðum Reykjavíkur. Bílstjórar hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að sá dagur rynni upp að lögreglan segði hingað og ekki lengra. Hitt er svo annað mál sem að ég held að geti verið fyllilega réttmæt gagnrýni að framganga lögreglu hafi verið olía á eldinn, í stað þess að leita samninga, setja skýr skilaboð um tilhögun aðgerða ef vegurinn verði ekki opnaður innan tiltekinna tímamarka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.4.2008 kl. 07:58

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nauðsynlegt er að koma á samtökum mótmælenda, svo vanir mótmælendur geti leiðbeint þeim sem óvanir eru.Líka gæti einhver duglegur kennari sem hefur staðið í mótmælum haldið ,námskeið fyrir þá sem áhuga hefa á að mótmæla.Þetta er hárrrétt hjá þér Gunnlaugur að það þarf að mótmæla af kunnáttu.Ég hef áhuga á að koma á námskeið hjá þér, ef þú skyldir halda slíkt námskeið og ég er viss um að það eru fleiri.Ég hef ekki mótmælt almennilega síðan ég fór í síðustu Keflavíkurgöngu, svo það er kominn tími til.

Sigurgeir Jónsson, 24.4.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já.. Ég held að lögreglan hafi gjörsamlega skitið á sig í gær með þessrari hörku sinni sem mér þótti allt of mikil. Ef þeir hefðu leitað samningaleiða er ég viss um að málin hefðu leysts. Ég er sannfærður um að þeir vildu æsa fólk upp til reiði einhverra hluta vegna og þetta var klárlega bensín á lítið bál. Hitt er að mér þótti vörubílsstjóranir virkilega barnalegir í framkomu sinnu og það var algjör óarfi hjá þeim að ansa lögreglunni með þeim hætti að ögra þeim. Að því leitinu kölluðu þeir yfir sig þessa skálmöld.

Brynjar Jóhannsson, 24.4.2008 kl. 15:40

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sigurgeir góður punktur hjá þér þetta með að skipuleggja námskeið fyrir mótmælendur og mér sýnist að ég uppfylli einhverjar af þeim hæfniskröfum sem þú tiltekur og þar að auki hef ég skipulagt fjölda námskeiða hjá Endurmenntun HÍ  

Reyndar vil ég ekki vinna undir neikvæðum formerkjum. Það vantar eitthvað orð sem samsvarar "activist" á ensku. Þannig þarf vegferðin að liggja að jákvæðum lausnum á vanda. Markmið og leiðir þurfa að vera ljós og líkleg til árangurs. Í raun sameinumst við um aukna þátttöku almennings í ýmis konar stefnumótun.

Brynjar þetta er rétt að þessi slagsmál voru báðum til minnkunar. Káotískar en drastiskar aðgerðir vorubílstjóra og einhver sérþjálfuð víkingasveit sem var að bíða eftir tilefnum til að fara í hasar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.4.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband