17.5.2008 | 12:04
Lokuð Heimssýn
Heimssýnar bloggið hefur einungis birt einsleitar áróðursgreinar, en nú hefur verið stigið eitt skref til viðbótar til að vinna gegn lýðræðislegri og opinni umræðu. Síðan hefur nú verið lokuð fyrir athugasemdum og umræðu. Hvað er að óttast? Tilfinnningakreppa þeirra sem eru andsnúnir virkri þátttöku okkar í þeirri grunneiningu heimsþorpsins, sem við tilheyrum -Evrópu- fer vaxandi. Eftir margra ára umræðu í samfélaginu á þjóðinni ekki að vera treystandi til að stíga næstu skref.
Eflum og styrkjum lýðræðisvitund á Íslandi. Þar er verk að vinna til að festa slíkar hefðir inn í menningu okkar. Ákvarðanir og umræða um kúrsinn í Evrópumálum er ekki einkamál þeirra örfáu lokunarsinna, sem vilja hafa mannréttindi af kjósendum vegna sannfæringar um að þeir einir séu réttbornir eða réttkjörnir til að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Það er markmið þeirra í sjálfu sér að gera umræðu um þessi mál langdregna og ómarkvissa til að þreyta og áhugaleysi komi í málið.
Ef lítið er gert úr endurteknum skoðanakönnunum sem sýna vilja þjóðar, þá þarf greinilega að búa til möguleika að skila undirrituðum kjörseðlum. Við þurfum ekki heimild þingmanna til að kjósa um þetta mál. Tiltölulega auðvelt er að skipuleggja slíka kosningu, án aðkomu ríkis og þings. Áhugavert væri að mynda starfshóp um framkvæmd slíks afgerandi frumkvæðis sem ekki er hægt að lítilsvirða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.