Fegurst fjalla

null

Vestra-Horn með sínu þríklofna Brunnhorni finnst mér fegurst allra fjalla. Sagt er að hverjum þyki sinn fugl fagur og óneitanlega er ég ekki hlutlaus að hafa þetta sérstæða fjall sem útvörð fjallahrings í uppvexti og áralangri sumardvöl að Stafafelli í Lóni.

Fjallið er úr djúpbergi, gabbró og granófýr, sem hefur myndast undir jökli fyrir milljónum ára. Nú er það reisulegt fjall sem stendur upp úr landslaginu og er ásamt öðrum fjöllum þarna tákn um hið gríðarlega jarðrof vatns og vinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Sammála þér, við köllum þetta  Batman-fjallið

Svanhildur Karlsdóttir, 17.5.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

Já Gunnlaugur þetta er með fallegri fjöllum landsins.

Runólfur Jónatan Hauksson, 17.5.2008 kl. 17:25

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já þetta er fallegt fjall

Hólmdís Hjartardóttir, 17.5.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jafnast nú ekki á við Ingólfsfjallið......

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Batman-fjallið, túlípani að opnast - það má sjá sitthvað út úr forminu. Sennilega er best að halda í eitthvað af göfugri skaftfellskri hógværð og segja að það sé "með fallegri fjöllum landsins". En er Ingólfsfjallið ekki eins og þúst eða stallur í forminu, ekki mikill arkitektúr hjá skaparanum þar ! ?

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.5.2008 kl. 21:45

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þarna hefur fjallið klofnað og tindur þess sigið nokkuð. Annað fjall með sama einkenni er Þorbjörn, húsfjall Grindvíkinga. Það er ekki eins formfagurt og Brunnhornið sem er óvenjufagurt enda vinsælt myndefni þeirra sem leið um Lónið eiga einkum þeirra sem eru á vesturleið en þá blasir fjallið vel við.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband