Lukkulegur og grannur

Í gær kom ég úr síðastu gönguferð sumarsins, þar sem ég kynni Stafafell í Lóni. Vandleitað er að jafn spennandi og skemmtilegri sumarvinnu.

Hinir frábæru göngufélagar síðustu fimm daga voru af Álftanesi og er hópur sem myndaður var í tengslum við meirihluta bæjarstjórnar.

Það er alltaf gaman að hafa unga fólkið með í svona ferðum og þarna voru fimm vaskir sveinar sem létu sig ekki muna um að skella sér til sunds eða í klettaklifur.

Þessi fjallamennska hefur hreinsað af mér bloggspik síðasta vetrar. Nú fer að styttast í skólahald og næstu dagar fara í að fínslípa texta sem ég hef samið fyrir kennslu í líffræði.

Jafnframt mun formennska í Varmársamtökunum taka sinn tíma og hef ég metnað til að samtökin gegni skapandi hlutverki; vettvangur mannlífs og farvegur skoðanaskipta.

Álft 1Álft 2

Álft 3Álft 5

Álft 4Álft 6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband