Flotta Framsóknarstelpan

Marsibil Sæmundardóttir varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins vill ekki gera flokkinn að steingeldum borgaralegum flokki, sem hefur það vesæla hlutverk að lina þrautir Sjálfstæðisflokksins. Hún reddar deginum hjá mér. Lætur ekki Geir og Guðna stjórna sér.

Óðagotið hjá Óskari í stólana virðist af sama meiði og var hjá Ólafi F á sínum tíma. Að stilla ekki strengi með varamanni sínum. Þetta fer ekki vel af stað. Framsóknarflokkurinn klofinn í afstöðu til samstarfsins.

Auk þess á hið stóra uppgjör um leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í borginni eftir að fara fram. Þar bíða þrír í rásmarkinu Júlíus, Hanna Birna og Gísli Marteinn, sem sestur er á skólabekk til að styrkja stöðu sína. Það styttist í kosningar og sumir eru að falla á tíma.

Ég spái því að þegar hálft ár verður í kosningar og fylgið við D-lista hefur lítið vænkast að þá fari að koma krafan um að stilla upp sterkum utanaðkomandi leiðtoga. Sennilega fær þó Björn Bjarnason ekki annað tækifæri.


mbl.is Geir ræddi við formann Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hún virðist hafa bein í nefinu.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, Hólmdís hún byggir afstöðu sína á stemmingunni í borginni en ekki ákvörðun einhverra tveggja formanna flokka sem að óttast skoðanakannanir.

Óskar segir að þetta hafi verið eini kosturinn. Það er ekki rétt miðað við yfirlýsingu Ólafs sjálfs um að hann væri til í að víkja til hliðar til að forða því að D og B meirihluti væri myndaður.

Nú þarf bara að skipta þessum tveimur prósentum sem eftir eru í B- liðinu milli Óskars og Marsibil. Félagslega sinnaðir og íhaldsamir Framsóknarmenn. Held allavega að hjörtu fleiri Reykvíkinga slái með Marsibil í hennar ákvarðanatöku.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Helgi Jóhann Hauksson skrifar oft góða pistla. Hann rekur atburrðarásina og telur sig sína bæði fram á svik og ósannsögli Óskars. Vonandi nær Óskar að útskýra allt þetta, enda tel ég að hann sé drengur góður.

Helgi skrifar; "Óskar sagði Tjanarkvartetnum kl 11 að málið væri of langt komið til að það breytti neinu þó Óafur stigi niður og hleypti Margréti að, kl 12 gaf hann sérstaka yfirlýsingu í útvarp um að hann hefði ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokk. Varaborgarfulltrúi hans fær hringingu frá honum kl 12:30 sem hún getur ekki svarað og fréttir fyrst af málinu seinni partinn. Hún hefur nú lýst því yfr að hún styðji ekki Óskar og telur hann vera að svíkja drengskaparsamkomuleg þeirra við Tjarnarkvartetinn".

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2008 kl. 17:13

4 identicon

"Hún virðist hafa bein í nefinu."

"Marsibil virkar ákaflega heil kona."

Hún ætlar nú ekki að sýna kjósendum sínum heilindi virðist ætla gefa þeim langt nef og ganga í samfylkinguna þannig að væntanlega er þetta rétt hjá ykkur

gummi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég held að Framsóknarflokkurinn sé að gefa félagslega sinnuðum frambjóðendum og kjósendum langt nef. Guðmundur Jónas Kristjánsson sem að er einn af ötulli málpípum flokksins skilgreinir flokkinn sennilega rétt sem borgaralgt afl við hliðina á Sjálfstæðisflokknum.

Með slíkri skilgreiningu vita kjósendur að þeir eru að kjósa íhaldsstjórn ef þeir kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. En ef þeir kjósa Samfylkingu og Vinstri græna eru þeir að kjósa jafnaðarstjórn. Þá hafa kjósendur blæbrigði innan meginlína, en eru líka að senda skilaboð um breytingar í stjórn.

Þannig geta kjósendur gengið að því sem vísu að  ef borgaraleg íhaldsöfl ná meirihluta þá vinna þau saman og ef að öfl rómantískrar jafnaðarstefnu ná meirihluta þá vinna þau saman. Einfalt lýðræði með valmöguleikum, en án klækja og glundroða.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sammála þér! Lifi Marsibil!

Baldur Kristjánsson, 18.8.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband