Konunglegt, rósrautt, milt og ljúft

Útimarkaður Varmársamtakanna verður nú á laugardag. Auk veitinga og grænmetis verður allt iðandi af fjölbreytilegum og frumlegum mannlífsstraumum. Elísabet Brekkan verður með uppboð á prinsessukjólum og hinn eini sanni eilífðarsjarmör Jón Baldvin hefur umsjón með rósasölunni.

Elísabet    jonbaldvin

Sjá nánar á http://www.varmarsamtokin.blog.is/blog/varmarsamtokin/entry/626202/

Gert er ráð fyrir mildu og góðu veðri

http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/faxafloi/#group=11&station=1

Útlitið er sem sagt hagstætt - konunglegt, rósrautt, milt og ljúft


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Þetta verður nú fína samkoman hjá ykkur og gott er að sjá að Jón Baldvin er búinn að finna fjölina sína. Allir hafa eitthvað til brunns að bera, líka Jón Baldvin.

 Verst er með veðurspána, hætt við að laugardagurinn komi til með að bera nafn með rentu.

HP Foss, 28.8.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er rétt að búast má við góðu. Þarna komu fleiri þúsund manns í fyrra. Jón Baldvin var á forsíðu DV í dag titlaður "rósameistari". Alls ekki sem verst.

Leiðinlegasta veðrið á að vera í nótt og fram eftir degi á morgun. Í gær þegar ég setti þetta inn var sýnt úrkomulaust og hálf sól. Nú eru þeir komnir með dropa inn á myndina.

Í veðri sjónvarps klukkan tíu var sagt að á laugardegi yrði helst úrkoma suðaustanlands, en ekki útilokað að einhverjir dropar falli suðvestanlands, einkum með suðurströndinni.

                Ég er bjartsýnn. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.8.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband