Hvar er Hannes?

HannesDavíð

Ég hef verið latur að blogga síðustu vikurnar. Hinsvegar sakna ég þess að sjá ekki eitthvað frá Hannesi Hólmsteini á þessum örlagatímum. Hann þarf að útskýra fyrir okkur afhverju George Bush nýtir hundruði milljóna dollara úr vösum skattgreiðenda til að bjarga einkafyrirtækjum sem eiga í erfiðleikum. Eiga markaðsöflin og hin ósýnilega hönd ekki að sjá um þetta allt saman sjálf?

Stundum getur reyndar verið gott að hafa skýran lagabálk í Evrópskri eftirlitsstofnun sem stoppar af hina frjálsu og bláu hönd. Þar reyndust íslenskir skattgreiðendur hafa haldreipi gegn því að 20 milljarðar króna yrðu sóttir í vasa íslenskra skattgreiðenda vegna ríkisábyrgðar Davíðs Oddssonar á Íslenskri Erfðagreiningu.

Þetta kallast víst pilsfaldakapítalismi. Að passa upp á að fjármagnið streymi frá almenningi til réttra aðila og að hinir ríku verði ríkari. Að kunna að mjólka kerfið en bera síðan enga samfélagslega ábyrgð. Flytja fjármagnið út úr sjávarútveginum og bera síðan enga ábyrgð á vandanum. Sólunda eiginfjárstöðu bankana og án efa fara sömu leið og í USA að láta ríkið síðan sitja uppi með skuldirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Við erum stöðugt að læra. Engin "kerfi" eru fullkomin. Jafnvel lýðræðið og frjála markasðhagkerfið hafa sínar takmarkanir. Einstakljngar, sem þora að hafa skoðanir eru nauðsynlegir en eru því miður of fáir í okkar litla samfélagi.

Hefur þú einhverja skoðun?

Júlíus Valsson, 21.9.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Júlíus Valsson

les: frjálsa

Júlíus Valsson, 21.9.2008 kl. 01:53

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stundum getur reyndar verið gott að hafa skýran lagabálk í Evrópskri eftirlitsstofnun sem stoppar af hina frjálsu og bláu hönd.


Sæll Gunnlaugur

Vonandi tekst mér að svara smávegis af spurningu þinni og vonandi einnig smávegi fyrir hönd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Sjá slóð. .

Kveðjur

Slóð: Lætur fólk í friði en hjálpar því í nauð

Gunnar Rögnvaldsson, 21.9.2008 kl. 03:44

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

góðir punktar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.9.2008 kl. 07:31

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

 Já, þetta hljóta að vera erfiðir tímar fyrir marga, sem hafa trúað á skipulag Villta Vestursins.  Hafa þessir stóru bitar bara ekki staðið í mönnum og varna þeim máls?

Þórir Kjartansson, 21.9.2008 kl. 08:49

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta eru erfiðir tímar fyrir marga harðlínufrjálshyggjumenn. Þeir þurfa að horfast í augu við að sumt sem þeir hafa prédikað virkar ekki. En það er auðvitað ekki þar með sagt að allar kenningar þeirra séu bull.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.9.2008 kl. 10:50

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vissulega eru engin kerfi fullkomin, en Hannes hefur verið með trúboð um að frelsið án nokkurra ríkisafskipta gefi af sér markaðs og efnahagslíf sem að sé sjálfbjarga.

Helgi Jóhann Hauksson er með innlegg sem að svarar vel skrifum Gunnars. Málið snýst ekki um að koma fólki til bjargar, heldur er fyrst og fremst verið að bjarga fyrirtækjum við hrun óbeislaðrar markaðshyggju.

Clinton gerði sér grein fyrir að markaðshyggja og samkeppni eru tæki til að þjóna manninum, en ekki öfugt. Frjálshyggjutrúboðar og þeir sem mest hafa mjólkað og misnotað kerfið reyna nú að velta vandanum yfir á neytendur og skattgreiðendur. 

Þeir sem græddu mest á þenslu undanfarinna ára eiga líka að tapa mestu í niðursveiflunni. - Nema þeir geti togað í pilsið hjá ríkismömmunni.  Mbk, G  

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2008 kl. 10:56

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæl Salvör

Eitt af því sem að getur verið erfitt að kyngja fyrir suma er sú staðreynd sem er alltaf að koma betur og betur í ljós að stærstur hluti af "góðæri" Davíðs Oddssonar var vegna skuldsetningar erlendis, sem fóðraður var af vaxtamun.

Vissulega er hér um menntað fólk að ræða sem segir ekki tóma vitleysu, en það hlítur að þurfa að endurskoða allnokkurn fjölda af trúarsetningunum. Við frjálslynt félagshyggjufólk viljum hafa skipulagshyggjuna í bland við einkaframtakið? Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2008 kl. 11:06

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þessi frétt á Times Online undirstrikar siðleysið hjá þeim sem hafa verið að maka krókinn og eru búnir að sigla sinni skútu í strand. Stjórnendurnir vilja áfram hirða og taka með sér fúlgur fjár með bónusum og sporslum. Framámenn Lehman brothers sem varð gjaldþrota og yfirtekið af Barclay´s fá fúlgur fjár á meðan hinn almenni starfsmaður tapar vinnu. Er ástæða til að umbuna þeim eitthvað sérstaklega?

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband