Ósmekklegur Schwarzenegger og kjánaleg Palin

obama sundSchwarzenegger sund

Mikið var gert úr því í gær að Schwarzenegger hefði lýst yfir stuðningi við McCain. Gert var út á ofurmennis ímynd ríkisstjórans og haft var eftir honum að Obama þyrfti að fara að mæta í ræktina til að þjálfa "spóaleggina" sem væru á honum. Trúlegt er að svona ósmekkleg athugasemd hitti hann sjálfan. Sá sem að hann var að lýsa yfir stuðningi við er ekkert unglamb. Schwarzenegger sjálfur er nú ekki heldur í neinu formi og hefur átt við hjartavandamál að stríða.

Það er því fátt sem að frískar upp á framboð McCain á síðustu metunum. Sarah Palin sem að átti að vera hinn kvennlegi ungómskraftur við hlið hans hefur höfðað til hörðustu íhaldsmanna, en í heildina komið illa út og verið bæði illa upplýst og kjánaleg. Ekki bætti ímynd hennar hrekkur sem gerður var í gær af kanadiskum útvarpsmönnum sem þóttust vera Nicolas Sarkozy frakklandsforseti.


mbl.is Obama enn með forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

"Ungfrú Kjánahrollur".  Góðir þessir Kanadísku sprellarar og ótrúlegt að þetta símtal hafi náð í gegn um herbúðir hennar.  Vona að Obama vinni

Máni Ragnar Svansson, 2.11.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, kanadísku sprellararnir hafa komist í gegn áður. Man eftir ansi spaugilegu símtali við Elísabetu drottningu.

Á myndinni af "terminator" virðist vöðvabúntið verið farið að slakna. Trúi ekki öðru en konum þyki Obama flottara "kjöt". -Ef valið byggir á því. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.11.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Kanadamennirnir alltaf góðir, en misstu sig þó heldur snemma í símtalinu.  Hefðu getað farið með þetta miklu lengra.

Hvað varðar spóaleggi, þá hefði nú Neggerinn frekar átt að ræða um "manboobs"

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.11.2008 kl. 01:42

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, hann er ekki mjög massaður og skorinn blessaður karlinn. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.11.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband