Hagsmunir á manna máli

ThorgerdurÞað er skondið að sjá hvernig hin ýmsu innmúruðu íhöld bregðast við áhuga Þorgerðar Katrínar á að flokkurinn endurmeti afstöðu til Evrópusambandsins. Þar koma ásakanir um svik og meldingar um að í æðum hennar renni kratablóð! Hún sé að svíkja hin borgaralegu öfl og vörn um sjálfstæði landsins.

Sömu Sjálfstæðismenn virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því þó allt atvinnulífið sé orðið viðskila við stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Sömu aðilar virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist ekkki nema 10% í aldurshópnum 18-24 ára. Þeir virðast vilja breyta flokknum í huggulegan lítinn frjálshyggjuklúbb undir forystu Hannesar Hólmsteins.

Þorgerður! Vertu velkomin í hóp rómantískra jafnaðarmanna sem tryggja vilja sjálfstæði og tækifæri Íslendinga í samstarfi þjóða innan álfunnar.


mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heyrðu....ég er búin að lesa skrif margra sjálfstæðismanna í dag sem segja flokkinn alltaf hafa verið tilbúinn að ræða ESB ..ja nú er treyst á gullfiskamynnið

Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 02:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

rómantískra jafnaðarmanna sem tryggja vilja sjálfstæði og tækifæri Íslendinga


Á maður að hlæja eða gráta?

"Rómantískra jafnaðarmanna" ! Þetta minnir mig á vissa rómantík manna um austrið fyrr á tímum. Þvílikur barnaskapur. Það er ekkert rómantíkst við aukna fátækt og sólaralg efnahags ESB. Hvorki efnahagslega, lýðræðislega eða andlega.

Kveðjur úr róman tíkinni

Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 3.11.2008 kl. 06:00

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Rétt Hólmdís. Fyrstu fréttir í morgun voru að meirihluti Dana vildi taka upp evru. Þú verður greinilega að standa þig betur í "lokunartrúboðinu" Gunnar. -Eða vera bara afslappaður og rómantískur .  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.11.2008 kl. 08:26

4 identicon

Blessaður Gunnlaugur - Þú hefur lag á því að sleppa því sem kemur sér óþægilega fyrir Samfylkinguna. Hér kaustu að botnað ekki evrufréttina með því að segja að umræða hefði líka farið af stað um evruna í Svíþjóð. Í fréttinni, sem við höfum líklega bæði hlustað á, kom fram að Mona Salin hafi lýsti því yfir að jafnaðarmenn, kæmust þeir til valda, myndu ekki standa að upptöku evru. Þeirra litu á atvinnuleysið sem stærsta vandamálið.  Evran á drjúgan þátt í atvinnuleysi Evrópusambandsins.

En til fróðleiks, Gunnlaugur, hver eru samningsmarkmið Samfylkingarinnar gagnvart Evrópusambandinu?

ragnhildurkolka (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 09:46

5 identicon

Þorgerður Katrín er tækifærissinni og ekkert annað. Nú ætlar hún að sigla fram sem einhverskonar leiðtogi nýrra tíma í Sjálfstæðisflokknum - völduð af vinstrimönnum sem allir bíta á agnið og lofsyngja framsýni hennar.

Fuss.

Kjósandi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ragnhildur ég verð að viðurkenna að ég er ekki með samningsmarkmið Samfylkingar á hreinu. Þar geri ég ráð fyrir að umráð yfir auðlindum sé sett í forgang. En hver er þín framtíðarsýn um stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu? Bíða eftir að krónan styrkist og halda sér við hana og Davíð til eilífðar? Taka upp norka olíutengda krónu?

Kjósandi, er hún ekki einmitt völduð af miklum meirihluta kjósenda? Ég veit ekki betur en að atvinnulífið og stærstur hluti kjósenda Flokksins fagni útspili hennar. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.11.2008 kl. 11:14

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Í fréttinni, sem við höfum líklega bæði hlustað á, kom fram að Mona Salin hafi lýsti því yfir að jafnaðarmenn, kæmust þeir til valda, myndu ekki standa að upptöku evru. Þeirra litu á atvinnuleysið sem stærsta vandamálið.

Ragnhildur kolka.. ég bjó í SE þegar kosið var um krónu eða euro.. ég valdi euro því ég sá ekki framtíð fyrir sænsku krónuna á þeim tíma frekar en nú. Þá var einmitt aðalumræðan í SE um að ef þeir tækju upp euro þá mundi allt falla í atvinnuleysi og volæði í SE.. þeir settu lög til ða hindra innflutning nýju ríkjana á fólki til SE.. það sem þessir snillingar sáu hinsvegar ekki fyrir að fyrirtæki eins og Volvo, electrolux og fleiri voru að flýja sænsku krónuna og sænska skattastefnu.. svo í staðinn fyrir stórfelldan innflutning að austan á fólki fóru verksmiðjurnar þangað sem vinnuafl og skattastefna yfirvalda var hagstæðari.. sem sagt til austur evrópu..

Eftir sátu sæsnkir hægri menn með fullt af lögum um hindranir á fólksinnflutningi .. en með verksmiðjulaust land ..  Svíar hefðu betur tekið upp evru þá hefðu fyrirtækin kannski verið áfram í SE.

Sömu sögu má segja um norðmenn sem upp úr 2000 fóru að setja lög til eða hefta innflutning á vinnuafli.. en töpuðu 60.000 störfum úr landi í staðinn.. Þá komst evrópuaðildardæmið aftur á blað í noregi..  

Sjálfstæðisflokkurinn  er að fara sömu leið og hægri menn í SE um 2002-2004.. 

Þorgerður er hins vegar sjallana einasta von 

Óskar Þorkelsson, 3.11.2008 kl. 12:01

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm gleymdi að segja að þá var 12 % atvinnuleysi í því héraði sem ég bjó í vegna þess að verksmiðjurnar voru farnar til lithauen eða rússlands..  Gevleborg.

Óskar Þorkelsson, 3.11.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þýskaland sem er einn stærsti útflytjandi í heimi flytur ekki bara út vörur. Ekkert land í Evrópu hefur flutt út eins mikið af atvinnutækifærum og fyrirtækjarekstri eins og Þýskaland hefur flutt burt frá evrusvæði. Almennt þá hafa flest lönd í ESB forðað fyrirtækjum og atvinnutækifærum burt úr ESB og sérstaklega brott frá evrusvæði, enda er hagvöxtur þar næstum enginn og hefur aldrei verið neinn að ráði síðastliðin 25 ár. Þetta hefur gert það að verkum að Þjóðverjar hafa varla fengið raunlaunahækkun núna í 10 ár, og í raun haldið launum niðri í allri Evrópu. Einkaneysla í Þýskalandi hefur ekki aukist um eitt einasta prósent á þessari öld => 8 ár full af engu ásamt 25 ára full af massífu atvinnuleysi.

Svo ekki hefur evra hjálað neinum nema þeim sem sitja á Café Latte barnum niðri í Brussel, enda vinna 170.000 skriffinnar fyrir Evrópusambandið núna. Helst vilja þeir að allir vinni viða að fylla út pappíra fyrir hvert annað.

Svíar eru núna hæst ánægðir með að sænska krónan hefur gefið dálítið eftir, því þá seljast fleiri Volvo og Bofors fallbyssur í útlandinu. Svíar nenna ekki að láta steingervinga í mið- og suður Evrópu segja sér að allir í Evrópu eigi að ganga í sömu efnahagslegu skóstærð.

Það er dálítið fyndið að eftir að Svíar gengu í ESB hafa utanríkispólitísk áhrif þeirra alveg horfið af sjónarsviði heimsmála. Svíar eru núna týndir og tröllum gefnir í ESB. Svo nú eru það Norðmenn sem hafa miklu meiri utanríkispólitísk áhrif. En Svíar eru þjóðin sem einusinni var.

Einu sinni var þjóð sem hét Svíar . . . . .

Gunnar Rögnvaldsson, 3.11.2008 kl. 12:34

10 identicon

Mikið er reynt að fríja samfylkinguna af bankaklúðrinu,hvaða samfylkingarráðherra átti að fylgjast með að hlutirnir ættu að vera í lagi?

Þeir sem bera ábyrgð eru Sjallar,framsókn og samfó.Sjallar og framsókn fyrir að koma þessu á(að stela bönkunum) og samfó fyrir sofandahátt.

Kv Siggi 

Siggi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:19

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég hef greinilega verið fjarri góðu gamni hér í dag. En ég er fullkomlega sátt við að þiggja aðstoð Gunnars við að útskýra fyrir þér, Gunnlaugur og Óskari áhrif ESB og evrunnar á líf fólks í fyrirheitnaríkinu.

Þeir þekkja það sem búa við það og þeir vita að þú getur ekki kosið þig frá því.

Ragnhildur Kolka, 3.11.2008 kl. 16:43

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ragnhildur þú nefnir að andstaða við Davíð Oddsson og áhugi á ESB séu það tvennt sem lími Samfylkinguna saman. Þetta tvennt er einmitt að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Ættarveldin og frjálshyggjuklíkan horfa í blindni til hins mikla sólguðs og pirrast á umræðu um ESB. Þessar áherslur stefna fylgi flokksins á svipaðar slóðir og Framsóknarflokkurinn. Annarsvegar fámennur bændaflokkur og hinsvegar flokkur hinna útvöldu með áskrift að stöðum og fríðindum.

Ragnhildur, get ég kosið mig frá íslenskri peningamálastefnu og krónutrúboði sem stefnir okkur í þjóðargjaldþrot?

Gunnar þú gleymir að Svíar hafa áhrif innan ESB og geta líka verið virkir sem land. Noregur tekur við öllu og er óvirkt vegna takmarkaðra áhrifa EES samningsins. Þú hefðir líka getað tekið dæmi af Finnum sem vart voru á landakortinu áður en þeir gengu í ESB en blómstra eftir aðild og fullnýta tækifærin og sjálfstæði einstaklingana til að auka velsæld og viðskipti landsins.

Guðjón ég get verið sammála þér að oft eru þessar umræður slagorðakenndar. Til dæmis er því haldið fram að við töpum sjálfstæði okkar sem þjóð þó við göngum í ESB. Voðalegir skriffinnar sem fái yfirþjóðlegt vald. En við gengum undir yfirþjóðlegt vald með þáttöku okkar í Sameinuðu þjóðunum 1946. Höfðum við þá bara sjálfstæði ítvö ár, frá 1944 til 1946? Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.11.2008 kl. 12:50

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú hefðir líka getað tekið dæmi af Finnum sem vart voru á landakortinu áður en þeir gengu í ESB en blómstra eftir aðild og fullnýta tækifærin og sjálfstæði einstaklingana til að auka velsæld og viðskipti landsins.


Þú ættir að benda Spánverjum á að ganga í Evrópusambandið. Þar er atvinnuleysi nefnilega að nálgast 15%, eða svipað og það var verst hjá Finnum áður en Finnar komust á landakortið þitt Gunnlaugur. En Finnar hafa alltaf verið stórir á landakomtum okkar hinna í raunveruleikanum t.d. fyrir hetjudáðir í Vetrarstríðinu og svo hefur heimurinn einnig keypt af þeim miljónir tonna af pappír og timbur í gengum tímana. Þori varla að egja að pappírsverð er yfirleitt reiknað í dollurum.

Ef spánverjar fengust til að ganga í ESB þá myndu þeir "blómstra eftir aðild og fullnýta tækifærin og sjálfstæði einstaklingana til að auka velsæld og viðskipti landsins". Þeir ætti því að feta finnsku leiðina

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2008 kl. 14:20

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Afhverju er ESB alltaf kennt um atvinnuleysi ???  furðulegur málflutningur.

Óskar Þorkelsson, 4.11.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband