Andi Reykjavíkur

Hótel Reykjavík CentrumHjörleifur Stefánsson arkitekt var frummælandi og aðalgestur á öðrum málfundi Varmársamtakanna í vetur. Þar kynnti hann inntak nýútkominnar bókar sinnar sem nefnist "Andi Reykjavíkur". Hann hefur um langt skeið verið einn helsti málsvari viðhalds og uppbyggingar gömlu húsana í miðbænum. Bókin er framlag hans til að vekja  umræðu um skipulagsmál og að uppbygging fái merkingu byggða á sögu og andblæ liðins tíma. Það er ekki blind verndarstefna heldur að halda í götumyndir og stíl. Vel heppnuð útfærsla er í þeim anda í Aðalstræti þar sem nýbygging er aðlöguð og tengd húsi sem fyrir er í götunni.

Í framhaldi spunnust frjóar umræður um hlutverk verktaka, stjórnmálamanna, arkitekta (skipulagsfræðinga) og íbúa í stefnumótun. Tónn fundarins var að áherslur ættu að færast frá hinu algenga mynstri að verktakar og stjórnmálamenn séu aðalgerendur í átt að því að fagmennsku, heildarsýn og umræðum í samfélaginu. Vonandi verða slíkar breytingar í skipulagskúltúr hluti af því endurmati sem nú á sér stað eftir gjaldþrot peningahyggjunnar.

Setjið bók Hjörleifs á óskalistann fyrir jólin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband