11.11.2008 | 19:28
Jólaljós í myrkrinu
Senn nálgast hátíđ ljóss og friđar. Merki ţess eru farin ađ skjóta upp kollinum. Í dag voru settar upp stjörnur á ljósastaura miđbćjarins í Mosfellsbć. Síđustu árin ţá hefđi slík skreyting í fyrri hluta nóvember trúlega vakiđ hjá manni nettan hroll. Nú vćri jólabrjálćđiđ ađ byrja, ćtíđ ađ fćrast framar. Ađ komandi vikur yrđu uppfullar af auglýsingum og kaupćđi. Nú voru stjörnurnar hinsvegar kćrkomiđ ljós í myrkrinu.
Í dag kom líka bćklingur um jólaseríur frá BYKO. Ţeir virđast ćtla ađ vera á undan samkeppnisađilum. En ég mun ekki fjárfesta í fleiri seríum. Á ţokkalegar birgđir frá síđustu árum. Fyrst var byrjađ međ eina međ mislitum perum á einu grenitré og eina međ ljósum perum út í glugga. Síđan sá ég ađ "allir" í hverfinu voru komnir međ hangandi grýlukertaskreytingar. Auđvitađ var ekki hćgt ađ vera eins og einhver fátćklingur og keypti nokkur ţúsund smáperur rađađ í hangandi kertastemmingu.
Í fyrra fannst mér ađ í stóra garđinn vantađi örlítiđ meiri fyllingu á jólaljósaskreytingarnar. Ţađ vćru stór svćđi í garđinum alveg ljóslaus á međan "flestir" nágrannar mínir virtust vera komnir međ seríur hér og ţar. Upplýstur jólasveinn í stiga eđa ađ fara ofan í strompinn. Geislandi hreindýr í garđinum og litskrúđugt ljósaspil upp eftir fánastönginni. En auk ţess voru vel snyrt limgerđin "yfirleitt" vafin neti međ litlum jólaperum, oft á tíđum blikkandi fyrir mismunandi liti í seríunni.
Viđ ţessu varđ ađ bregđast og keypti ég tvćr langar seríur til ađ setja á háu grenitrén tvö sem eru nćst götunni í garđinum. Ţađ tók nokkra klukkutíma í álstiga ađ vefja seríurnar um grenitrén. Ég gat sćtt mig viđ ađ ástandiđ hafi skánađ og ég vćri ekki algjörlega til skammar í hverfinu. Ţetta vćru ađ verđa ţó nokkrar seríur og ţó ég vćri ekki međ hreindýr eđa jólasvein í stiga ţá lét ég ţetta duga.
Nú verđur nćgjusemin og hin góđu mannlegu gildi í hávegum höfđ um hátíđirnar. Hlakka til jólana og ađ sjá ljósunum fjölga í myrkrinu. Ef skortshugsun neysluhyggjunnar nćr tökum á mér er ég búin ađ ákveđa ađ gefa ekki eftir og fara í BYKO og kaupa fleiri seríur. Frekar kem ég upp langeldum. Hef ađgang ađ selspiki sem hugsanlegt vćri ađ nota sem ódýrt eldsneyti.
Ţađ jákvćđa viđ ástand síđustu vikna er ađ viđ sjáum gildi jafnvćgis og kćrleika.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Athugasemdir
Sammála síđustu línunni, mitt í öllu umrótinu, sjáum viđ loksins ströndina.
Máni Ragnar Svansson, 15.11.2008 kl. 00:24
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.