Steingrímur Obama

Var orðinn velviljaður hugmyndinni um kosningar í vor. Það væri einmitt leið fólksins til að endurmeta hverjum væri best treystandi til að sjá um endurreisnarstarfið. Eftir framgöngu VG í þinginu í dag þá er ég algjörlega orðinn mótfallinn því að kjósa í bili.

Steingrímur talar um að "nýta reiðina". Þeir notuðu hana þó einkum til að fá útrás á húsmunum. Steingrímur lýsti þörfinni á að gefa þjóðinni von líkt og gerðist með kjöri Obama í Bandaríkjunum. En stef hins verðandi forseta var að vekja mannúð og tiltrú á breytingum.

Forystumenn VG virðast gera út á óttann og reiðina án vonar og bjartsýni. Eigum við bara val milli bölmóðs og þess að hardera veturinn af? Þarna er svigrúm Samfylkingarinnar og hún verður að vera virk í hinni hugmyndafræðilegu grósku sem liggur í loftinu. Miðla, hlusta og taka tillit.


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég var búinn að ákveða að fá mér Toyótu en svo bilaði Nissan nágrannans svo að ég hef ákveðið að fá mér Ford. (bara að endursegja pistilinn þinn með öðrum orðum)

Þorvaldur Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mín eigin túlkun - Sé engan Obama sem getur gafið okkur von og bjartsýni

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.11.2008 kl. 11:11

3 identicon

Ja eftir ad hafa sed utsendinguna fra fundinum i Haskolabioi i gaerkvoldi og fyrirspurnirnar ta er krafan um kosningar a.m.k. ekki seinna en i vor mjog sterk og almenn.

Tad var gott og virdingarvert hja radamonnum tjodarinnar flestum ad maeta a fundinn, ja ollum nema Ingibjorgu Solrunu Gisladottur sem missti sig i hroka og yfirlaeti, tegar hun sagdi ad folkid a fundinum taladi ekki fyrir hond tjodarinnar !

Eg segi nu bara af hvada tjod er Ingibjorg Solrun Gisladottir !

Er hun kanski a tingi og i Rikisstjorn fyrir hond og i umbodi ESB !

Tvi gaeti eg best truad !

Tvilikur andstyggdar hroki og yfirlaeti !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jááhh, þú meinar. Við nafnarnir erum nú kurteisir mannvinir sem göngum fram af lítillæti og án dómhörku   Þetta var á vissan hátt óheppilega orðað hjá henni og mögulegt að misskilja.

En það er ákveðinn sannleikur í því hjá henni að það er svolítið stórt og jafnvel hrokafullt að hópur taki sér stöðu og tali þannig að hann sé að koma fram fyrir hönd þjóðar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.11.2008 kl. 12:51

5 identicon

Ja nafni minn, eg veit ad tu ert grandvar og kurteis madur i hvivetna, en tad sama verdur ekki sagt um Ingibjorgu Solrunu Gisladottur hun nanast gaf fundarmonnum PUTTANN ! Taladi nidur til teirra og sagdi ad tau gaetu ekki verid folkid i landinu.

Alveg eins og tetta vaeri bara eitthvad skitapakk !

Ekki nog med tad skodanakannanir syna lika ad 70% tjodarinnar vill kosningar nuna eda ekki i seinna lagi en i vor.

Tetta kalla eg ad vera i filabeinsturni og HROKA og YFIRLAETI af verstu sort !

Er tetta kanski svona sem hun vill stunda sin, hva het tad nu aftur hja henni ju "samraedustjornmal" var tad ekki.

Ingibjorg Solrun er gjorspilltur valdapolitikus og versti lydskrumari sem naerist a pukri og leyndarradum.

Allur hennar framgangur i tessari Rikisstjorn ber tess gloggt vitni, sem daemi ta pukradist hun med tessa grafalvarlegu fundi med bankastjorn Sedlabankans fra tvi i februar ! Heilir 6 fundir og ekki let hun banka- og vidskiptamalaradherrann Bjorgvin G. vita, ekki eitt ord !

Heldur tvaeldist hun um allan heiminn a SAGA CLASS og lika i einkatotum elitunnar sjalfrar til tess ad ljuga upp bankanna og utrasarvikiinganna og segja hvad tetta vaeru allt potttettir og godir gaejar og allt tetta eftir teirra pontun !

Tannig hefur nu verid medvirknisfylleri tessarar kerlingar. Tarna helt hun sig vera ad endurspegla vija tjodarinnar. Tennan sama vilja og hun nu hundsar svona hrak smanarlega.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Niðurstaða umræðna um vantraust á ríkisstjórnina er sú að sjórnarandstaðan stendur mun veikari eftir.
Hafa verður í huga að FF&framsókn eru samanlagt með innan við 10% fylgi samkvæmt skoðanakönnum.
Það er mjög skynsamlegt hjá ISG að segja nei við kosningum í miðjum björgunarleiðangri.
Sjálfstæðisflokkurinn tekur ESB málið fyrir á  landsfundi í lok janúar og allar líkur eru fyrir því að það verði samþykkt.
Að slíkt ákvörðun sé að vænta frá vg er útilokað og því kemur stjórn vg og sf aldrei til greina.

Óðinn Þórisson, 25.11.2008 kl. 20:21

7 identicon

Ég er partur af þessari þjóð og fólkið á þessum borgararfundi var ekki að tala fyrir mig, það get ég sagt þér Gunnlaugur Ingvarsson.  

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:02

8 Smámynd: Diesel

 Það eru fáir til þess fallnir að taka við.

langar svo líka að misnota aðstöðu mína og benda á nýja færslu á blogginu mínu um vaxtaokur

Diesel, 26.11.2008 kl. 14:00

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er merkilegt gullfiskaminni Íslendinga. Varla er fólk búið að gleyma harðorðum yfirlýsingum ISG og ÖS í síðustu kosningabaráttu. Eða er kannske bara ekkert að marka gaspur krata nema þegar það hentar þeim. Þetta er alveg í takti við stjórnlyndi ´sjálfstæðismanna, þe. allt er gott meðan það hentar mér. Það hentar greinilega hér að muna ekki sín fyrri orð og láta sem nú sé sjálfstæðisflokkurinn það besta í heimi hér.

Nei nú er Snorrabúð stekkur og hrafnar rífa í sig hræ samfylkingarinnar þegar aftur þiðnar að vori.

Þórbergur Torfason, 27.11.2008 kl. 09:34

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það var lagið Þórbergur svitungi - það er ekki spurning að andskotans kratarnir eru aðalmeinsemdin og þeirra bíður ekkert annað en dauði og djöfull. Lifi Steingrímur !!! (Allir slái svo reiðir í borðið til áhersluauka).

Í alvöru held ég að framkoma Ögmundar og Steingríms í þinginu hafi spillt mjög fyrir þeim þúsundum sem farið hafa fram með einlægar óskir um úrbætur á sínum málum, að einhverjir axli ábyrgð og eflingu lýðræðis.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.11.2008 kl. 10:46

11 Smámynd: Þórbergur Torfason

Bara til að muna það, hverjir halda lífinu í gömlu framsóknarstefnunni? Humma, humma, ha, ha, var einher að ??? ég bara man ekki alveg hverju ég lofaði áðan. Þannig hljómar hið geistlega orð þega það hentar.

Þórbergur Torfason, 29.11.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband