4.12.2008 | 15:11
Karl Tómasson og ég
Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ hefur miklu meiri áhuga á mér en að kynna fyrir íbúum áherslur sínar og framtíðarsýn í stjórnmálum. Mestan áhuga hefur hann á einhverjum ímynduðum tengslum mínum við einhver nafnlaus bloggskrif. Áður hef ég bent honum á að ef að hann láti ekki af slíkum rógburði og biðji mig afsökunar þá muni ég leita réttar míns fyrir dómstólum.
Nú virðist hann eitthvað hafa sofið illa eða farið vitlaust fram úr í morgun því hann heldur þráhyggjunni áfram að bæta við enn einni færslunni þar sem að hann leikur hlutverk hins ofsótta vesalings, með ávirðingar á samtök og einstaklinga. Ávirðingar um aðför og nafnlaus skrif. Akkúrat þær aðferðir sem að hann beitti.
Eins og frægt varð og nefndist Mosfellsbæjarmálið í bloggheimum, þá var frá fjórum tölvum í eigu Karls og fyrirtækis hans sendur bull og haturspóstur á Varmársamtökin miðað við IP tölur sem mbl birti óvænt á tímabili. Sagt var að stjórnendur bloggsins hefðu gert öllum bloggurum tölurnar sýnilegar til að láta þennan nöturlega sannleika standa berstrípaðan.
Ég bauð Karli Tómassyni strax til fundar með samtökunum um þetta mál eftir að það komst upp. Vildi fá skýringar. Hann treysti sér ekki til að mæta á fund um málið. Afsökun forseta bæjarstjórnar var að sonur hans hefði komist í tölvuna, en málið var það umfangsmikið að slík skýring er léttvæg. Síðan hefur náungi sem nefnt hefur sig Valdi Sturlaugz gert einhvern spéspegil úr þessu öllu saman.
Skrif þessa einstaklings undir nafnleynd hefur Karl Tómasson tengt við mína persónu. Það útspil er orðið það langdregið og endurtekið að fyrir nokkru benti ég á að ef ég fengi ekki afsökunarbeiðni frá þessum forsvarsmanni bæjarfélagsins að þá yrði sannleiksgildi skrifa hans metið fyrir dómstólum. Reyndar finnst mér að samtökin í heild þurfi að fara dómstólaleiðina gegn ógeðfelldri framkomu forseta bæjarstjórnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Athugasemdir
Pólitíkin dregur svo oft fram það versta í mönnum. Ekki nota dómstólaleiðina sem hótun. Hún er bara blessun, því hún leiðir sannleikann væntanlega í ljós!
Björn Birgisson, 4.12.2008 kl. 15:32
Gunnlaugur, ég sá þetta hjá Karli. Það er ljótt ef rétt reynist að það sé verið að níðast svona á manninum. Nú er víst komin önnun síða sem er tileinkuð honum. Gaman væri að sjá þessa nýju síðu, ég hef ekkert fundið.
Karl auglýsti síðu Valda mjög vel á sínum tíma og mér finnst hálf leiðinlegt að geta ekki fylgst með. Veist þú hvar ég finn síðuna?
Smjerjarmur, 4.12.2008 kl. 17:46
Það er líklegt Gunnlaugur að biturð Karls Tómassonar eigi rætur að rekja til þess að Varmársamtökin hafa með málflutningi sínum í umhverfismálum verið Karli stöðug áminning um Júdasarkossinn sem hann sendi kjósendum VG í Mosfellsbæ eftri að hann fékk kjörgengi. Hann fékk mikið af atkvæðum út á andstæðu sína við fyrirhuguð umhverfisspjöll við Álafosskvos og þá hugsjón og sannfæringu seldi hann möglunarlaust við fyrsta hanagal.
Það væri þess virði að gera úttekt á því fyrir hvaða málefni hann stendur og hverju hann hefur fengið áorkað að eigin frumkvæði í bæjarsamfélaginu annað en að standa vörð um hagsmuni byggingaverktaka og lóðabraskara.
Það er deginum ljósara að Karl hefur haft þig á hornum sér fyrir það eitt að vera honum ósammála í umhverfismálum og krefja hann um að vera málefnalegur. Það hefur svo sannarlega borið meira á fjandsamlegum skrifum í þinn garð frekar en að gefa kjósendum skýra sýn á málefni og framtíðarsýn.
Varmársamtökin geta lögsótt Karl vegna framgöngu sinnar en ég legg til að samtökin leggi frekar áherslu á að gerð verði hvítbók í Mosfellsbæ, þar sem farið verður yfir gerðir Karls og annara bæjarstjórnarmanna og hvort að þeirra persónulegu hagsmunir hafi haft áhrif á ákvarðanir í tengslum við almannahagsmuni. Í ljósi þeirra atburða sem hafa riðið yfir samfélagið og sú spilling sem er allsráðandi í meðhöndlun fjármuna væri athugandi að fara fram á það að bæjarstjórnamenn geri grein fyrir eigna og fjáhagsstöðu sinni, að þeir geri grein fyrir því hvort að þeir hafi átt viðskipti persónulega með jarðir og lóðir, hvort að þeir hafi hagnast persónulega á síðustu misserum beint eða óbeint á þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í bæjarstjórn. Ef menn hafa ekkert að fela hafa þeir ekkert að óttast.
Kveðja, Ólafur í Hvarfi, stjórnamaður í Varmársamtökunum.
Olafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:39
Pólitík getur dregið fram slæma eiginleika fólks og á vissan hátt finnst mér að ég hafi óhreinkað mig á að reyna rökræður við Karl um áherslur í skipulagsmálum á því þensluskeiði þar sem verktökum var falin umsjón með þróun bæjarfélagsins. Mín skoðun var þó sú að það væri vænlegast að beita þrýstingi á kjörna fulltrúa.
Aldrei var ætlun mín með því að vera virkur í þessum málaflokki að valda neinum sárindum. Hinsvegar stjórna ég ekki viðbrögðum annarra. Í byrjun var ákveðið traust á milli okkar þrátt fyrir að svo virtist sem að stefndi í áherslumun. Þannig langaði mig að halda þessu. Hraustleg skoðanaskipti án persónulegra leiðinda. Karl hringdi í mig og bar sig illa undan einhverjum skrifum á heimasíðu Varmársamtakanna.
Ég man að ég hrósaði honum fyrir viðkvæmni og sagði honum að það gæti verið styrkur því það gæti auðveldað stjórnmálamönnum að setja sig inn í aðstæður annarra og hlusta. Þetta varð ekki raunin því að þessi viðkvæmni varð öll sjálfmiðuð og hann breytti eðli umræðunnar ásamt vinkonu sinni í bull. Ekki síst með framkomu sinni í Mosfellbæjarmálinu á moggabloggi.
Þegar ég skynjaði á hvert plan þessi umræða var að þróast hringdi ég í Karl og bað hann að huga að því hversu skemmt epli í orðræðuna vinkona hans væri og ráðlagði honum með tilliti til stöðu sinnar í bæjarfélaginu að lýsa ákveðinni fjarlægð á skrif vinkonunnar. Hann gerði það ekki og setti engan fyrirvara á umfangsmikil og ógeðfelld skrif hennar.
Eðlilegustu viðbrögð mín voru að óska ekki eftir frekari samskiptum við fólk af slíku sauðahúsi. En hann kom þá endurtekið fram með hugrenningar um að ég væri Valdi Sturlaugz og að sá karakter væri að leggja sig í einhvers konar einelti. Í framhaldi breytti húmoristinn sem fór þar undir nafnleynd hausnum á síðu sinni í "Gunn Valdi". Slíkt olli mér auðvitað óþægindum og efldi rógburð þessara einstaklinga.
Enn er það sterk tilfinning að ég þurfi að fá forseta bæjarstjórnar til að sanna mál sitt fyrir dómstólum, annars verði ásakanir hans um tengsl mín við meint ærumeiðandi bloggskrif undir nafnleynd dæmd ómerk og að hann greiði mér skaðabætur vegna þeirra.
Gunnlaugur B Ólafsson, 4.12.2008 kl. 20:53
Ég styð þig heilshugar Gunnlaugur og legg til að Varmársamtökin leiti leiða til að fjármagna málsóknina þar sem aðförin að þér hefur verið í tengslum við málflutning þinn og störf fyrir hönd samtakanna. Málssókn er líklega eina leiðin til að fá Karl Tómasson til að standa fyrir máli sínu.
Annars lét ég mig hafa það að horfa á viðtal við Karl þar sem hann heldur því fram að samtök haldi út bloggdólgssíðu gegn sér og væri ráð að fá hann til að segja okkur hvaða samtök hann á við þar sem hann heldur uppi miklum áróðri gegn Varmársamtökunum má ætla að hann eigi við þau og geta þá samtökin einnig sótt hann til að gera grein fyrir máli sínu og biðjast afsökunar.
Í þessu sama viðtali viðurkennir hann að hann hafi farið gegn sannfæringu sinni í tengibrautarmálinu en afsakar sig með því að hann hafi getað sætt sig við að fella veginn "betur að landslaginu" og lækka hann töluvert. Nú hefur hinsvegar komið í ljós eftir mælingu að vegurinn er allt of hár og passar ekki í umhverfið. Ekki er að sjá að Karl láti sig það varða, líklega er honum nákvæmlega sama.
Ólafur í Hvarfi
Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:07
Netið er magnað fyrirbæri, það er líka margt slæmt við netið, m.a. þessi nafnlausu blogg. Þau eru mannskemmandi.
Ólafur Björnsson, 4.12.2008 kl. 22:33
Gott að sjá að "lögmaður minn" er mættur í umræðuna. Sumir þurfa að fela sig á bak við leyninöfn og sumir telja sig hafa fyrir því ástæður. Ég hef ætíð verið á móti slíkum skrifum. Finndist gott að fá umræddan einstakling Valda Sturlaugz til að taka þátt í þessari umræðu og svara fyrir sig sjálfan og á einhvern hátt sýna fram á að þar sé ég ekki á ferðinni.
Hinsvegar hefur forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ ekki aukið líkur á því að einstaklingar leggi út á völl opinnar umræðu um málefni bæjarins. Það er slæmt að það sé ekki hægt að mynda vettvang heilbrigðra skoðanaskipta. VG hefur íbúalýðræði á stefnuskrá en það virðist blekking á meðan framkoma Karls er ekki gagnrýnd innan flokksins.
Gunnlaugur B Ólafsson, 4.12.2008 kl. 23:44
Að upplifa gagnrýni á verk sín, sem persónulegar árásir á sig, það er ekki hollt fyrir stjórnmálamenn.
Hvernig væri ef Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún tækju allt inn á sig með þeim hætti.
Það væri bara "Éttann sjálfur" út um allan bæ.
Jón Halldór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 11:36
Gunnlaugur, Karl Tómasson hefur lagt mikið á sig til að koma höggi á þig sem persónu, þeim árásum er ekkert að linna samanber nýjasta blogg á síðum Karls, hann hefur sig í frammi bæði í riti sem orði samanber nýlegt viðtal á ÍNN sjónvarpsstöðinni. Hann talar digurbarklega um bloggdólga þegar eini bloggdólgshátturinn kom fram úr hans eigin tölvum í IP tölumálinu, þar sem dónalegar svívirðingar voru hafðar í frammi.
Karl Tómasson braut á lýðræðislegum rétti einstaklinga til að tjá sig þegar hann fékk því framgengt að lokað var á umrædda bolggsíðu þessa "Valda Sturlaugz", síða þessi var mjög lífleg og skemmtileg, full af húmor og glettnum sjónrhornum á tíðarandann, aldrei ærumeiðandi eða orðljót, í besta falli hæðin að gefnu tilefni.
Þó svo að ég viti ekki hver er eða var á bak við umrædda síðu þá leyndi það sér ekki að sá sem rak síðuna virtist hafa fengið sig full sadda/nn á því að reyna að eiga í rökrænum og málefnalegum samskiptum við Karl Tómasson og hans starfsmanns hana Hjördísi Kvaran. Þar var margt skemmtilegt rætt og oft var varpað spaugilegu ljósi á fáránleika umræðunnar sem kom frá sauðhúsi forseta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ og ekki síst eftir að starfsmaður hans Hjördís Kvaran tók upp á því að rita orðljótar greinar í viðleitni þeirra til að níða skóinn af einstaklingum í Varmársamtökunum, ekki það að orð hennar hafi haft nokkuð vægi, heldur var heimska og fáránleikinn slíkur að einhverjir tóku upp á því að gera grín af þessu öllu saman.
Ég ritaði oft inn á þessa síðu "Valda" undir fullu nafni og póstnúmeri og það sérstaklega áður en ég gekk í Varmársamtökin, en eitthvað sagði mér að varðveita greinar frá umræddu bloggi þannig að ég afritaði margar greinar þaðan, sem betur fer og geymi ég þær ef með þarf. Einnig afritaði ég allar sóðagreinar Hjördísar kvaran þar sem ég taldi nokkuð víst að hér gæti verið nokkuð mikilvæg heimildargögn til lengri tíma litið.
Ljóst er að forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er langt frá því að vera starfi sínu vaxinn, hann hefur enga skýra pólitíska sýn, hann hefur engin sjánleg málefni eða hugsjón, hann tekur allri málefnaumræðu sem kemur nálægt honum sem persónulega árás og móðgast. Stjórnmálamaður sem getur ekki skilið milli málefna og eigin nafla er ekki starfi sínu vaxinn
Vinstri Græn eiga marga góða liðsmenn og gott fólk í sínum röðum, fylgi við VG hefur stóraukist að undanförnu á landsvísu, sú skarpa fylgisaukning er vitanlega tilkomið sökum óánægju í þjóðfélaginu. Eitt er þó á hreinu að fylgisaukning VG hefur ekkert að gera með störf Karls Tómassonar.
Karl kvartar yfir því að hann sé undir gagnrýni frá varmársamtökunum og einstaklingum sem þar starfa, en hafa ber í huga að Karl er sá sem hefur haft sig í frammi á opinberum vettvangi gegn Varmársamtökunum með persónulegri heift, slíkt hefur aldrei sést frá öðrum flokkum eða kjörnum fulltrúum í bæjarfélaginu þó svo að ágreiningur hafi verið uppi um umhverfis og skipulagsmál.
Kveðja, Ólafur í Hvarfi
Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 16:27
Hvað sem allir lúðulakar segja þá eru VG í góðum málum vegna málefnanna.
Sumum finnst berin einfaldlega súr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 11:17
Kalli minn, hvað get ég sagt, þetta er einhvernveginn alveg ótrúlegt að þessu haldi áfram, og áfram, og áfram.
þú verður svo andlega sterkur á þessu að þú getur tekið hverju sem er í framtíðinni.
knús minn kæri
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 15:44
Gunnlaugur B Ólafsson, 5.12.2008 kl. 17:46
Gunnlaugur, ég hef verið að velta þessum málum fyrir mér varðandi þennan einstakling Karl Tómasson og hvort að hann sé þess verður yfirhöfuð að veita honum athygli og eða yfirleitt að taka mark á orðum hans sem gerðum.
Það má segja að undanfarið hefur verið tiltölulega rólegt og lítið um hörð málefnaátök, en þrátt fyrir það hefur Karl verið friðlaus og nánast haldinn ofsóknarkennd eins og fram hefur komið í málflutningi hans undanfarið. Karl hefur ekki verið að fjalla um þá krísu sem yfir samfélagið hefur dunið, en hann hefur verið að fjalla um sína eigin persónu, hversu bágt hann á og þá tilfinningu hans að hann sé undir árásum frá samtökum sem einstaklingum.
Umfjöllun hans t.d. á ÍNN sjónvarpsstöðinni, um að loksins hefði verið lokað fyrir "bloggdólga" sem hann ímyndaði sér að væru að ráðast á veikindi sem hann hafði átt við að stríða, eða hvernig hann sneri útúr orðum fólks til að þjóna vænissýki sem hann virðist haldinn. Vinkona hans byrjaði aftur á sóðaskrifum sínum og það í einum tilgangi að reyna að ögra fram átök og leiðindi frá þeim sem skrifin eru beind að, síðan kemur Karl með blogggrein sem ræðst á þig Gunnlaugur enn einu sinni og Sigrúnu Pálsdóttur. Þegar Karli tekst síðan að fá fram einhver viðbrögð eða umfjöllun, þá er hann fljótur að hrópa " sjáiði þau eru að ráðast á mig ! ".
Ég sé aðeins einn tilgang með þessu hjá Karli og það er að þjóna eigin þráhyggju og hatri gegn Varmársamtökunum og fólki sem hefur verið honum ósammála. Það má vera að það hafi verið mistök að bregðast við skrifum hans og árásum því að þó hér sé æðsti embættismaður Mosfellsbæjar á ferðinni, þá er ég farinn að halla að því að hér sé fyrst og fremst veikur maður á sem er fangaður í eiginn heim sjálfsmeðaumkvunar, paranoju og óvildar gegn ákveðnu fólki sem málefnum, málefnum sem hann barðist fyrir en sveik, en það getur einmitt verið rótin að andlegu flækjunni.
Það er ljóst að maðurinn hefur aldrei verið tilbúinn til að taka þátt í málefnaumræðunni á faglegum forsendum og hvað þá að mæta á opna fundi til að ræða beint við fólk, ég held að hann geti það hreinlega ekki, hann hefur hreinlega ekki hugrekki til þess sem bendir til andlegrar vanlíðunar og sektarkenndar.
Varmársamtökin rétt eins og einstaklingar sem hafa orðið fyrir þessu botnlausa bulli sem Karl stendur fyrir geta farið í lögsókn með tilheyrandi kostnaði og leiðindum, það er hægt að taka saman opinbera orðræðu Karls, setja hana í samhengi og senda til umboðsmanns alþingis.
Hinsvegar ef lesið er í málið í heild sinni þá er maðurinn varla heill heilsu og ekki sjálfrátt, ber því hugsanlega að koma fram við hann sem slíkann, það er að leyfa honum að vera með sínar árásir og aðdróttanir, slíkt dæmir sig sjálft, en það helsta er að þeir sem verða fyrir þessum árásum geta hlíft sjálfum sér best með því að láta sig það engu vaðra hvað hann er að segja eða gera, hreinlega bíða þess að hann hverfi af vettvangi bæjarmála. Menn koma og fara í embættum en hugsjónir lifa.
Kveðja,Ólafur í HvarfiOlafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:54
Ég hvet þig, Ólafur Ragnarsson, til að bjóða þína krafta fram í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þá getur þú átt þess kost að koma þínum málum á framfæri og gert það að verkum að hugðarefni þín nái fram að ganga. Þú hefur aldrei kveðið þér hljóðs opinberlega innan þeirra samtaka sem þú ert meðlimur í og er því erfitt að átta sig á því hverjar langanir þínar og þrár eru.
Það er svo auðvelt að vera í dómarasætinu og deila á allt og alla í kringum sig. Það er hins vegar heillavænlegra að láta reyna á skoðanir sínar og standa þannig og falla trúr undir sínu nafni.
Það er eitt að hafa skoðanir á málefnum en annað að hafa kjark til þess að fylgja þeim eftir, en það getur þú gert sterklegast með því að ganga fram í eigin persónu og bjóða þig fram í lýðræðislegum kosningum.
Líney Ólafsdóttir.
Líney Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 18:05
Sæl Líney og takk fyrir hvatningarorðin. Miðað við það hvernig pólitískt brambolt hefur breytt persónugerð margra góðra manna, held ég að ég segi pass. Ef ég einhvern daginn gæli við slíkt mun ég fyrst og fremst spyrja mig þeirrar spurningar hvort að ég væri að sækja eftir vegferðinni vegna innri þarfa til að bæta samfélagið eða hvort að löngunin sé byggð á persónulegum hégóma og þörf fyrir athygli og ytri viðurkenningu.
Hvað sem því líður þá tel ég að það séu ótal margir aðrir en ég sem eru betur til þess fallnir að sinna opinberum verkum og engin ástæða fyrir mig að reyna að troða mér fram í þeirri röð. Þó mun ég ávallt áskylja mér þann rétt og þá skoðun að lýðræðisleg tjáning og áhrif eiga að vera önnur og meiri en X við flokk á fjögurra ára fresti.
En eitt vil ég segja við þig kæra Líney, að betur væri ef þú skiptir hlutverkum við eiginmann þinn, þá held ég að margt væri öðruvísi og betra.
Kveðja, Óli í Hvarfi
Olafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:16
Ólafur, viltu meina að ég sé illa gift eða að ég standi mig ekki í kennarastarfinu?
Líney Ólafsdóttir.
Líney Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.