10.12.2008 | 00:13
Hvar er Guð?
Marx sagði að trúin væri dóp fyrir fólkið. Sefjun sem drægi úr líkum á að athyglinni væri beint að vandanum. Tefði fyrir byltingunni. Alþýðan beindi ekki athyglinni að skorti og kröppum kjörum.
Er samt alveg til í smá helgivímu, sæluvímu, trúarvímu núna á aðventunni. Núna. Er kominn með nóg af orðljótum bloggurum og fólki sem telur sig hafa umboð til að dæma eða úthrópa aðra.
Nenni ekki að setja mig inn í það hvort viðskiptaráðherra átti að vita af því að skilanefnd hafði ráðið KPMG til einhverra verka eða hvort það er spilling að hjón eigi enn NOA NOA og Next í Kringlunni.
Er alveg til í uppljómun og að færast á örlítið hærra plan. Aftengja öll þessi litlu og stóru atriði sem eru að vekja ótta og taugaveiklun í þjóðarsálinni. Þó ekki sé nema á sunnudögum. Hvíldardaginn.
Afhverju er þjóðkirkjan og hinir meiri eða minni andlegu spámenn ekki með útspil í þessu mikla gjörningaveðri? Eru klerkar þessa lands ekki með neina köllun til að sýna okkur ljósið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Facebook
Athugasemdir
Gott mál að gera sér glaðan dag af og til þrátt fyrir ástandið... En ég get ekki lýst því hvað ég er glaður yfir því að klerkar kennivaldsins hafi ekki haft sig meira í frammi um að reyna að sópa til sín landanum á tímum sem eru nógu slæmir samt! Ég vona innilega að sú verði áfram raunin, þrátt fyrir litla trú mína á því!
- Gunnar
Gunnar (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:27
Gunnar mín reynsla er að það séu jógagúruar og nýaldarspámenn sem eru helst uppljómaðir og duglegastir að úthluta andlegu vegnesti á okkar dögum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.12.2008 kl. 00:33
Hafþór takk fyrir ábendingarnar um mig og Samfylkingarfólk. En hvernig líður þér innra með þér sjálfum? Ertu viss um að þeirri veröld sé stjórnað af öðrum, blindu og heimsku fólki? Eigðu góðan og bjartan dag, ef til vill ekki þann bjartasta, stefna þó að því að njóta hans í sátt við Guð og menn.
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.12.2008 kl. 09:06
Sæll Sveitungi.
Skelfilegur uppgjafatónn er kominn í þig vinur. Varðstu fyrir vitrun eftir kastljósþáttinn í gær? Kýstu í Suðrurkjördæmi eða kraganum?
Ef þú kýst í Suðurkjördæmi, verður valið í vor auðvelt fyrir þig.
Þórbergur Torfason, 10.12.2008 kl. 10:39
Víðast hvar í vestrænum löndum hafa stjórnvöld (forsætisráðherrar) fattað það að fylgi flokka sveiflast upp og niður, eftir ýmsum aðstæðum innanlands og utan. Þess vegna boða þeir til kosninga á seinni hluta kjörtímabilsins ef fylgi þeirra flokka er í hærri kantinum. Ef fylgi þeirra er í lægri kantinum bíða þeir með það.
Við þekkjum þessa aðferð í Bretlandi, Svíþjóð og Noregi.
Hér á Íslandi hafa forsætisráðherrar ekki gert þetta. Ég man allavega ekki til þess að þeir hafi flýtt kosningum til að nota sér gott gengi í skoðunarkönnunum.
Nei hér, er þetta mað allt öðrum hætti, halda menn. Menn telja sem sagt trúlagt að forsætisráðherrann muni nýna, þegar fylgi flokks hans er á lang lægsta stigi sögunnar, boða til kosningar ekki seinna en í vor.
En þetta innskot átti ekki að vera um þetta.
Ég ætlaði bara að taka undir með Gunnlaugi. Þeir sem finna trúna í hjarta sér þurfa að velta öðru fyrir sér en vísitölum og þrasi í Kastljósinu. Ekki síst á aðventunni.
Jón Halldór Guðmundsson, 10.12.2008 kl. 12:21
Vil ekki sýna þér neitt villuljós félagi! Eina ljósið er ljós réttlætisins og að því skulum við stefna. Kv. B
Baldurkr (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:37
Blessaður minn kæri bloggvinur. Þetta með ljósið. Það birtist mér fyrir þremur árum og þá á raunverulegan hátt. Var lengi búinn að biðja himnafaðirinn að kom til mín þannig að ég skynjaði, fynndi eða þá sæi "hann" og viti menn "hann" kveikti loftljósið í svefnherbergi mínu, ekki einu sinn heldur tvisvar og vaknaði ég að fullu í seinna skiptið. Þetta gerðist eftir að konan mín var farin til vinn og ég einn heima. Þannig að ég fékk á þennan hátt Drottinn minn í heimsókn. Kveðja til þin og allra annarra, sem lesa þessar línur.
Þorkell Sigurjónsson, 11.12.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.