Aumingi, nauðgari og illmenni

Veröldin er uppfull af illsku, óhæfuverkum og spillingu. Eitt versta dæmið um þessa þróun birtist mér í gær. Þá varð ég vitni af því að Samfylkingarmaður misnotaði illa útleikna þjóðarsál á hrottafenginn hátt.

Hann skrifaði færslu á síðu sinni sem nefndist; FULLKOMINN, HEILNÆMUR og AUÐMJÚKUR. Um langt skeið höfðu heimsóknir á síðuna ekki farið jafn neðarlega. Enginn gerði athugasemd. Ákvað að sjá muninn ef ég setti eitthvað nógu geðveikt, rosalegt og svakalegt í titilinn.

Það vex og dafnar sem við beinum athyglinni að hér í bloggheimum, sem og annars staðar. Þakka þér fyrir þátttöku í tilrauninni. Smile  Angry  Heart  Devil  Halo  Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú náðir mér!

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

 .... það eru komnar jafnmargar heimsónir inn á "hið illa" á klukkutíma og var inn á "hið góða" á sólarhring í gær. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.12.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Gulli minn vantar þér athygli,,, bara að kvitta fyrir mig en inn á þessa síðu kem ég mjög oft þó svo ég kommenti ekki. Það færi alltof mikill tími í að kommenta hjá öllum sem maður fylgist með...

Hallgrímur Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 11:04

4 identicon

Góð ábending - þörf áminning.  The Law of Attraction.

Kveðja

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.12.2008 kl. 12:14

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú manst góðverk í 3 daga.. þú manst illvirki alla ævi... 

Óskar Þorkelsson, 12.12.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég hef nú bara ekkert sett inn á mína síðu í nokkra daga en aldrei fengið fleiri heimsóknir.

Það segir mér að aðferð ríkisstjórnarinnar, að segja ekkert og gera enn minna nema til óþurftar, svínvirkar.

Þórbergur Torfason, 12.12.2008 kl. 12:27

8 identicon

Góð hugvekja   

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:07

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú ert  nú óþarflega hvatvís í dómum þínum Kjartan Rafn. Lýsir þér sem framkvæmdamanni, sem hefur barist áfram í lífinu, Vestfirðingur í báðar ættir. En ég er þó ekki viss um að þú hafir neina heimild til að vera ókurteis. Frmai minn og spenatengsl við Samfylkinguna eru eins lítil og mögulegt er.  Ég væri alveg til í að skipta um bát ef það væru einhverjir með öflugra áralag og betri stefnu til að koma okkur út úr vandanum. Hverjir eru þeir?

Minn aðalpunktur er að í óttanum og reiðinni þá verður veröldin grá. Taugaspennan fer að nærast á svakasögum. Út úr þessu verður eitt allsherjar fuss og svei. Stresshormónið kortisól sem flæðir út í hverja frumu hjá landsmönnum viðheldur taugaspennunni. Við viljum nýtt drama á hverjum degi.

Fagnaðarerindið um að við eigum öll okkar vilja sem getur mótað líðan okkar dróg að sér um 70 manns á einum sólarhring undir yfirskriftinni FULLKOMINN, HEILNÆMUR og AUÐMJÚKUR. Nú hafa á fimmta hundrað á fimm tímum leitað í færslu undir fyrirsögninni AUMINGI, NAUÐGARI og ILLMENNI.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.12.2008 kl. 15:24

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Innbirgð reiði er aldrei annað en afurð hugsana þinna. Hún er ekkert sjálfgefin jafnvel við hinar erfiðustu aðstæður. Hinsvegar leita sumir að ástæðum til að réttlæta hana. "Ég valdi ástina, því hatrið var of þung birgði að bera" (Martin Luther King).

Í stað þess að eyða orku þinni í mínar "flokkstíkur", segðu mér frekar hvað þú vilt, þína framtíðarsýn. Ráðlegðu mér hvaða flokkum þú mælir með sem eru sannir og maður getur aðhyllst með opnu hjarta? Ég skal hlusta.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.12.2008 kl. 16:52

11 identicon

Þetta gastu nú alveg sagt þér .. 

Fólk er að sækja í tilfinninga ástand.  Það elskar að komast í uppnám og láta hneyksla sig, en kvartar svo yfir því jafnóðum til að fá athygli og hærra tilfinningaástand þegar það finnur fyrir samkennd í múgæsingnum.

Allt sem forfeður okkar í hellunum hefðu getað sagt  þegar þeir voru við það að lumbra á hver öðrum eru gulltrygg til að fá fólk til að flykkjast á staðinn, það hefur ekkert breyst.

Fransman (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 16:56

12 identicon

Hvað vilja menn fá,, Vinstri græna ,,sem eru góðir í stjórnarandstöðu,,Eiginlega sérfræðingar á því sviði,, Frjálslynda,, sem eru þjóðernissinnaðir trillukarlar , með sterka hreppapólitík,, Framsóknarmenn,, sem eru fáir, og flestir á flótta með fjármagn landsmanna,, Nei takk,,Alls ekki,, Ég vill menn eins og Davíð í forsæti,, mann sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti og þorir að taka rangar og heimskulegar ákvarðanir á eigin spýtur,, Menn eins og Geir sem er ávallt sammála Davíð og treystir honum fullkomlega,, Menn eins og Árna sem er hugsar vel um sig og sína,,Menn eins og Björn sem vill að fólk beri óttablandna virðingu fyrir yfirstéttinni,,Menn eins og Guðlaug sem lætur lítið fara fyrir sér og ætlar að bíða lags,og nota tækifærið um áramót til að banna allan afslátt á lyfjum og drepa niður samkeppni milli apóteka um áramót,,Samfylkingin,,Kanski ,, Jóhanna er of frek fyrir smælingjana,,Össur , varla , enda kjaft teipaður þessa dagana,, Hvað vill Fólk?? EB,,?? ef svo , þá þurfum við bara einn seðlabankastjóra,,25 þingmenn,,ogsvfr.

bimbó (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:02

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fransman erum við ekki ófær um að gera einhverjar breytingar, byggja upp nýtt og betra Ísland fyrr en þjóðarsálin er búin að tempra frummanninn. Hætt að bregðast við með hvatvísi og frumstæðu tilfinningunum og farin að velja hvað hún vill.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.12.2008 kl. 21:33

14 Smámynd: Hlédís

Mjög sniðugt hjá þér, Gunnlaugur!  En því miður slóstu fullnærri naglahausnum!  Samfylking sjálf tilheyrir nú "nauðgara"-hópnum. Ég hef kosið Samfylkinguna (þína?) nokkrum sinnum - og er því enn sárari en ella yfir  hroka og fávísi "Býflugnadrottningar"  þess flokks nú.     ISG talar um "ÞETTA FÓLK" af megnusu fyrirlitningu. Hátekjuskattur skilar eingöngu táknrænum summum, segir konan, enda breiðu bökin svo fá!    Mjóu bökin eru, hlns vegar, svo mörg - að vel ber í veiði að leggja meira á þau! 

Og í lokin, sígild setning: Og ÞETTA kusum við yfir okkur!

Hlédís, 13.12.2008 kl. 09:24

15 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Þetta þrælvirkaði Gunnlaugur !

Hefur þú spáð í að sækja um hjá DV ? 

Jón Á Grétarsson, 13.12.2008 kl. 09:41

16 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Lokatölur; 80 sólarhringsflettingar voru inn á fögru hugtökin, en 1800 inn á ljótleikann þegar sólarhring lauk núna klukkan tíu. Sækjum við í spennuna og óttann? Erum við dæmandi út og suður, án þess að kynna sér málin nægjanlega? 

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.12.2008 kl. 10:11

17 identicon

Lögmál fréttanna - góðar fréttir eða "buisiness as usual" eru engar fréttir. Leiðinlegt, en satt. Gott hjá þér að framkvæma þennan gjörning.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband