Allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó

Haugsjór 

Ein er sú frétt sem er gleðileg og má ekki glatast í síbylju barlómsins. Hún er sú að síðasta ár var hið fyrsta í Íslandssögunni án dauðsfalls á sjó. Það sem verið hefur fastur liður í sjósókn víða um landið varð ekki á öllu landinu í heilt ár. Í útvarpsviðtali þakkar Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambandsins þennan árangur meiri þekkingu, betri útbúnaði, meiri aðgát og skynsemi.

Þessi reynsla gæti nýst okkur við enduruppbyggingu og siglingu þjóðarskútunnar næstu misserin. Svo virðist sem að endurtekin viðskiptasigling Björgólfs Guðmundssonar hafi einkennst af áhættusækni. Að sækja í vegferðir með líkum á tvísýnnri útkomu. Hegðun hans og fleiri sem skuldsett hafa þjóðina til næstu áratuga eru vítin og vitarnir til að varast og móta siglingaleiðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sammála þér Gunnlaugur, aldrei þessu vant. Samlíkingin við bjöggann er góð.

Björgvin R. Leifsson, 2.1.2009 kl. 19:56

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad gledur mann mikid ad heyra tessa frett enda komin af mikilli sjómannsfjöldkyldu.tad er rétt hjá tér Gunnlaugur ad varast skal ad gleyma gledinni í allri síbyljunni um kreppu og hatri á ákvedna menn í tjódfelaginu.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 07:57

3 Smámynd: Diesel

Húrra fyrir íslands sönnu hetjum, sjómönnunum.

kíkið svo á þessa grein hérna

Diesel, 5.1.2009 kl. 01:37

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Já sæll sveitungi og gott nýtt ár. það er gott að vera í sveitinni dögum saman og vera laus við netið og aðra tímaþjófa.

Ég hegg eftir því hér neðar að þú ert farinn að blanda Steingrími J inn í mótmælin og lætin sem urðu í anddyri Hótels Borgar. ég var á Austurvelli sl. laugardag og þar hitti ég ljósmyndara sem var staddur fyrir utan Borgina og varð vitni að upptökunum. Hann fullyrti við mig að 2 bræður, annar starfsmaður Seðlabankans hafi verið upphafsmenn látanna. Þeir hafi ruðst um innan um mótmælendur, stjakað fólki hverju á annað og reynt sitt ýtrasta til að ryðja fólki um koll. Þetta mun reyndar vera til á myndbandi svo staðfestingin er til.

Er það þetta sem þú ert að gagnrýna Gulli, að drullusokkar gerðir út sérstaklega, komi óorði á þann hluta þjóðarinnar sem þinn aumi flokkur er að gera að blórabögglum fyrir aumingjaskapinn við stjórnvölinn. Gerirðu þér grein fyrir afdrifum þess skipstjóra sem svona mundi sigla með áhöfn sína?

Eftir 40 ár á sjó get ég auðveldlega útskýrt það fyrir þér. Það yrði byrjað að kjöldraga hann. Hann yrðu dreginn niður á stjór en ekki upp á bak. Hann yrði hafður í kafi meðan mesti gusturinn færi úr fleytunni. Þegar hún stöðvaðist, en ekki fyrr yrði honum kannske kippt upp öðruhvoru megin og sjónum pumpað úr honum, hann hristur duglega til og látinn síðan knékrjúpa og gefa hátíðlegt loforð um að koma aldrei nálægt stjórntæki á nokkurri fleytu framar. Að auki yrðu réttindi að sjálfsögðu tekin af honum svo enginn óvanur mundi munstra sig í pláss hjá honum í ógáti.

Þórbergur Torfason, 5.1.2009 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband