Er hann að koma eða fara?

Framsóknarflokkurinn er um þessar mundir að sortera sig frá bændasamfélaginu og þjóðernislegum áherslum og siglt verður fljótlega undir merkjum Evrópusamrunans. Framsóknarflokkurinn færir sig inn á mið Samfylkingarinnar í áherslum sínum. Því ber að fagna. Uppaldir á mölinni eru pabbadrengirnir úr flokknum, sem aldrei hafa mjólkað kýr að yfirtaka bændaflokkinn. Hinsvegar fyrir lýðræðið tel ég að það sé óæskilegt að fá fram tvo flokka sem eru eins. Er ef til vill sannleikur í því hjá Bjarna Harðarsyni að fólk með þessar áherslur hefði átt að ganga til liðs við Samfylkinguna og halda Framsóknarflokknum áfram þjóðernislega sinnuðum flokki um hagsmuni dreifbýlisins?

Jónas frá Hriflu vildi einn flokk fyrir verkalýð og samfélag þéttbýlis en annan fyrir bændur og samfélag dreifbýlis. En sennilega hefði honum þótt það kjánalegt að Dagur B Eggertsson og Guðmundur Steingrímsson væru í sitthvorum flokknum. Hagsmunir og hugmyndaheimur gefa engin tilefni til þess. Metnaður Guðmundar snýst um að klífa einhvern ætternisstapa, sanna erfðafestu sína og getu til að leiða þennan flokk. En er það ekki einmitt framsóknarmennskan í hnotskurn eins og hún hefur birst síðustu áratugina. Enginn hugmyndatengdur metnaður, engin lífsýn, en einungis útreiknað mat á því hvað sé stysta leiðin í völd.


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sæll Guðlaugur það er samfylkingin sem var að ná stöðunni á miðjunni af okkur Framsóknarmönnum er flokkurinn hallaðist til hægri nú er verið að koma honum fyrir á ný á sinni miðju

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.1.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Andskotans miðjumoð er þetta að verða Gulli. Bændur eiga ekkert erindi lengur á miðjunni. Nú er það vinstri vængurinn eða varamannabekkurinn ella.

Þórbergur Torfason, 6.1.2009 kl. 19:55

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er nú þannig drengir að fyrst féll Kommúnisminn og núna Kapítalisminn þá er eftir Framsóknarmenskan sem samvinna og félagshyggja og ungmannafélags andinn ekki að hugsa um sjálfan sig heldur að hugsa um heildina

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.1.2009 kl. 21:57

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Að vera miðjumaður finnst mér sama og segja ég ætla að spila með þeim sem mér hentar hverju sinni. Hentistefna. Í hugtakinu "social democrat" er inntak. Vísar til félaglegrar samkenndar og virðingar fyrir lýðræðinu. Ekki alræðishyggja og miðstýring sósialismans, heldur lýðræðisleg félagshyggja. Ekki staðsetja sig miðað við aðra á miðju heldur hafa eitthvað inntak sjálfur. Vera í takt við meginstruma sitthvoru mrgin Atlantsála, verðandi forseta Bandaríkjanna og helstu áherslur Evrópusambandsins.

Svo ég reyni a

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.1.2009 kl. 00:42

5 identicon

Er þetta ekki óþarfa spurning, Gunnlaugur? List framsóknarmanna er að geta komið og farið á sama tíma? Mér sýnist að Samfylkingin sé að koma sér upp álíka kerfi.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 10:01

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þetta er ágæt greining Gunnlaugur!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 7.1.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband