Tónlistarhús - Atvinnuskapandi verkefni

 Tónlistarhús

Pétur Blöndal sagði í kvöldfréttum sjónvarps að hann vilji sjá tónlistarhúsið standa óklárað sem minnisvarða um "óráðsíu og bruðl" þjóðarinnar. Þetta er hraustlega mælt af þingmanni flokks sem var kjölfestufjárfestir græðgisvæðingarinnar.

Ég tek undir sjónarmið Ólafs Elíassonar að svo gæti farið að mikil verðmæti og samningar tapist ef miklar tafir verði á framkvæmdinni. Í húsið hefur verið lagður mikill metnaður varðandi arkitektúr og hönnun.

Framundan er verkefnaskortur í byggingariðnaði. Hér er því tilvalið að skapa farveg fyrir þá sem að eru að missa vinnuna að koma inn í framhaldið. Stór hluti af eftirstandandi framkvæmdakostnaði eru launagreiðslur.

Það er betri kostur fyrir ríkið að borga þarna verka- og iðnaðarmönnum laun heldur en atvinnuleysisbætur. Við eigum að sameinast um að þjóðin láti hendur standa fram úr ermum við að ljúka þessu verkefni. Jafnvel að fá sjálfboðaliða. 

Húsið verður glæsilegt og það er vel hægt að láta það standa fyrir góð gildi og endurmat á samfélagi okkar. Það er nauðsynlegt að hafa svigrúm fyrir eflingu andans og öfluga sjalfsmynd. Ekki síst þegar á móti blæs.

Nú þurfa tónlistarmenn og menningarfrömuðir að hefja gjörninga á hafnarbakkanum til að undirstrika að þessi framkvæmd hafi tilgang og að til hennar sé lagður góður hugur. Það þarf fleira en málm og gler. Það verður að vera líf og sálir sem móta hlutverk þessa sköpunarverks.


mbl.is Reynt að leysa mál Tónlistarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Já.. nákvæmlega... og svo má hafa smá rekstur í kjallaranum eins og ég bendi á á blogginu mínu...

Björgvin Kristinsson, 9.1.2009 kl. 02:38

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég er sammála þér Gulli. Nú er lag fyrir tónlistarmenn og tónleikahaldara að þrýsta á.

Þórbergur Torfason, 9.1.2009 kl. 08:41

3 identicon

Sammála Pétri.  Húsið er flott en við höfum einfaldlega ekki efni á þessu.  Það væri algjört lágmark að endurhanna húsið með tilliti til að nota einungis íslensk byggingarefni til að klára húsið.

Þórður (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:37

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég held að ef við viljum reisa bautastein til áminningar um græðgisvæðingu, að óráðsíu og bruðl þá gæti verið heppilegra að setja upp stuðlabergsstein. Á hann væri ritað ICESAVE. Á honum stæði þéttvaxinn lítill krullhærður karl með fálka á sitthvorri öxlinni.

En er ekki að stórum hluta búið að framleiða byggingareiningar hússins sem koma að utan?

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.1.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband