Atvinnuleysi í Þingeyjarsýslum

Fréttir eru af helmings aukningu atvinnuleysis í Þingeyjarsýslum. Steingrímur J Sigfússon veit að ekki er nóg að bjóða kjósendum sínum eingöngu upp á focking fock ríkisstjórnarandúð. Þar binda heimamenn vonir við uppbyggingu álvers á Bakka.

Í gær heyrði ég í formanni VG lýsa yfir þeirri skoðun sinni að mun skynsamlegra sé að stefna að uppbyggingu kísilverksmiðju. Ekki sé æskilegt að setja öll eggin í sömu körfuna og að verksmiðjan sem hann nefndi gæti skapað störf fyrir 300 manns.

Það var svo nýr og sannur tónn í þessari orðræðu. Velta upp möguleikum til að leysa vandann í stað þess að láta pólitíska stefnu sína snúast um fuss og svei vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda.

Ég var fyrir nokkrum árum í tengslum við fulltrúa The European March Society sem vildu koma upp geimrannsóknarstöð í nágrenni Mývatns. Hin rauða og berangurslega stemming Kröflusvæðis átti að minna á yfirborðið á Mars.

Meiri og fleiri áherslur á lausnir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, ég heyrði þetta hjá Steingrími. Ég veit vel að hann ber skilning á þörf fyrir störf hér á landi.

Annars fer landið í eyði. Ekki flókið, en kannski draumur einhverra.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.1.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, Jón mér brá að heyra að orðræðan gengi ekki út á andstöðu hans heldur vilja hans.  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.1.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband