Hallelujah

SönghópurMótlæti og sigrar eru lífsins gangur. Lagið Hallelujah eftir Leonard Cohen er óður þakklætis til skaparans. Við útskrift í Borgarholtsskóla nú í desember flutti sönghópur Borgarholtsskóla tvö lög og annað þeirra var þetta lag. Samviskusöm stúlka sem ég var nýlega búin að gefa fullt hús stiga í líffræði var forsöngvari. Flutningurinn hafði meiri vigt vegna hinnar einlægu trúar og vitneskju um að hún hafi fengið sinn skerf af erfiðleikum á tímabili. Naut þess að hlusta á hana syngja lagið ásamt bakröddunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

vann þetta lag ekki eurovisan söngvakeppnina? Ég þyrfti ekki að spyrja ef ég heyrði það,man bara ekki höfundanafnið. Minnir það vera í kringum 1982.þetta er hrífandi lag.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2009 kl. 17:06

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Til hamingju Gulli minn. Ég sé á næsta bloggi á undan að þín þolinmæði er á þrotum. Ertu kannske búinn að skipta um flokk? Það liggur ljóst fyrir að þessir prelátar koma sér aldrei að verki. Sífellt verður fréttaflutningurinn svæsnari. Hvar endar þetta?

Þórbergur Torfason, 19.1.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband