Innsetningaræði

Forseti Obama

Eftir að einn óvinsælasti forseti í sögu Bandaríkjanna lætur af völdum tekur við sá sem hvað mestar væntingar hafa verið bundnar við. Þó sagt sé að slíkum vonum um miklar breytingar muni vafalítið fylgja vonbrigði, þar sem erfitt verður að uppfylla þær allar, þá er þetta mikill gleðidagur. Demókratar hafa nú forseta og meirihluta í báðum deildum þingsins.

Mikill fólksfjöldi hefur safnast saman í Washington til að vera við athöfnina og samhliða hefur verið sett upp gríðarleg öryggisgæsla. Lokað aðliggjandi götum og öryggisverðir verða víða á röltinu. Passað er upp á nýja forsetabílinn sem að er með töluna 44 á númeraplötunni. Vegferð Obama hefur verið ævintýri líkust og megi völd hans nýtast til farsældar fyrir heiminn allan.

Forsetabifreið


mbl.is Eftirvænting í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

... og ekki gleyma því að Obama er Framsóknarmaður!

Framsóknarstemming í Bandaríkjunum!

Hallur Magnússon, 20.1.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Góður Hallur.

Þórbergur Torfason, 20.1.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

... heldurðu að eina sm hann hafi fram að færa sé að vera "miðjumaður" ?! Voru Olof Palme og Nelson Mandela e.t.v. Framsóknarmenn?

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband