21.1.2009 | 21:28
Bylur hæst í tómri tunnu
Nú er fjöldi manns búin að fara um með eldi og óhljóðum síðasta sólarhring og krefjast breytinga. Pottar og pönnur í hundraðavís hafa verið lamdar. Krafa er uppi um kosningar strax í vor. En stærstur hluti þjóðarinnar á ekki neina valkosti. Formaður VG segir að ekki sé þörf á nema stuttri og snarpri kosningabaráttu. Hann gerir ráð fyrir að brennuvargar geti fleytt hans fólki langt ef kosið væri nú.
Í Kastljósinu áðan var það athyglisvert hversu fátt var um svör þegar Steingrímur J Sigfússon var spurður að því hvaða aðgerða hann myndi grípa til ef að hann tæki við stjórnartaumunum. Hvort hann myndi segja sig frá láninu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, sem hann barðist gegn? Það á vissulega að fara af stað með margskonar uppstokkun, strax í dag. En mér fannst það ágæt tímasetning hjá forsætisráðherra að stefna að kosningum næsta vetur.
Þið eruð öll rekin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.1.2009 kl. 09:51 | Facebook
Athugasemdir
Bara að benda þér á að hann Steingrímur er Sigfússon, en ekki Sigurðsson.
Rúnar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:41
Það veit náttúrulega engin nema Imba hvenær þóðin er þjóðin og hvenær þjóðin er ekki þjóðin. Það er líka alveg merkileg af manni sem hefur ekki geta svarað því á 120 dögum hvað hann ætlar að gera en ætlast til að Steingrímur svari því í einum kastljósþætti.
Þorvaldur Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 21:45
Erfitt er nú að taka undir það að Steingrímur J. Sigfússon sé innantómur. Og hvorugur þeirra, Geir H. Haarde eða hann.
EE (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:45
Vissulega Sigfússon - Rúnar - Leiðrétt - Takk
Það er fagnaðarefni að það er aukinn áhugi á að flýta kosningum.
Hinsvegar held ég að við þurfum tíma til að stilla strengi lýðræðislegra möguleika.
Því er það hugsanleg lausn að stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna taki við um segjum sex mánaða skeið fram að kosningum. Vernduð vantrausti af Framsókn, eins og nýr formaður hefur boðið.
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2009 kl. 22:21
Einstaklega barnaleg færsla. Nema að þú getir bent á einhver stórvirki sem okkar flokkur hefur unnið í kreppunni.
Hvað átt þú við með því "að stærstur hluti þjóðarinnar á ekki neina valkosti?"
Öll þjóðin á fullt af kostum og sá besti er að efna til kosninga strax eins og flokksmenn okkar í þjóleikhúskjallaranum samþykktu í kvöld. Þú verður að faraað opna augun Gunnlaugur fylgjast með því sem grasrót flokksins vill. Það er ótrúlega ómálefnalegt að gagnrýna allt og alla en sjá ekki mistökin eða bjálkan í augum eigin flokks.
Dunni, 21.1.2009 kl. 22:27
Dunni - Það er örugglega ekki versti kosturinn að vera "barnalegur" á þessum síðustu og verstu
Það sem ég á við að það eru flestir óánægðir með flokksræðið. Þó að það sé uppsveifla í fylgi Vinstri grænna, þá er svo langt því frá að ég skynji að Steingrímur og Ögmundur séu svar við hinni eðlilegu kröfu um endurmat og uppstokkun, endurnýjun og hreinsun, lýðræði og áhrif fólksins.
Því þarf að vera svigrúm í tíma að stilla upp valmöguleikum, en mér líst vel á minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna (varin af Framsókn) fram að kosningum. Heimilin í landinu þurfa slíka félagshyggjustjórn.
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.1.2009 kl. 22:48
Steingrímur er ekki tillöguglaður maður. Hann er Mótmælandi Íslands meðal þingmanna
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 00:43
Sennilega er það best að vera barn í hjarta þessi misserin. Börn eru alla vega saklaus. Svona oftast.
Mér hugnast ekki að þurfa að eiga eitthvað undir Ögmundi. Ég hef persónulega staðið hann að ótrúverðug leik, í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir margt löngu. Þá var hann tiltölulega ferskur þingmaður. Enn verr finnst mér þó að þurfa að búa í sambýli við Framsókn. En það er þó skárra en að halda heimili með Geir Haarde og Sjálfstæðisflokknum.
Það eru greinilega fleiri en ég á þeirri skoðun ef marka má síðustu skoðanakönnun. Helmingurinn af fylgi S erkomin yfir í Framsókn. Slæmt mál það.
Dunni, 22.1.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.