Kosningadagurinn

Það er nok skondið að það verði að meginmáli að kjósa sem fyrst. Sigurður Hreinn efast um að krafa VG um að flýta kosningum sé sett fram af tærri lýðræðisást. Hann telur að það sé gert til að hindra ný framboð í að kynna sig og undirbúa. Þar skiptir líka máli að þeir hafa mælst háir í skoðanakönnunum og líklegt er að slíkt dragi úr líkum á að Sjálfstæðisflokkurinn verði búin að fara í gegnum allsherjar hundahreinsun eins og Framsóknarflokkurinn.

Almennt tel ég að það sé best til lengdar fyrir lýðræðið að hafa andrými og að kjósa um miðjan maí mánuð. Fram að þeim tíma þurfa Vinstri grænir og Samfylkingin að opna sína flokka fyrir kröfum fólks um lýðræðislegar áherslur en ekki setja stein í götu þeirrar viðleitni. Við þurfum ekki fleiri flokka, en þeir þurfa að vera síkvikt afl nýjunga og góðra hugmynda. Það væru mikil mistök að kljúfa félagshyggjufólk enn á ný í fleiri einingar. 

Helsta afurð þess væri að Sjálfstæðisflokkur héldi stöðu sinni sem stærsti flokkurinn, einungis með um 25%. Þeim væri falin stjórnarmyndun og tækist líkt og áður að púsla saman í stjórnarmeirihluta. Stærsta verkefnið er að tryggja að sá flokkur fái hvíldina og að mögulegt reynist að vinna að nauðsynlegri tiltekt í stjórnsýslu og fjármálakerfi landsins.


mbl.is Fundað um stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Lýðræðisást?  Hvenær hafa þessi forsjárhyggjuöfl haft hana að leiðarljósi?

Smjerjarmur, 28.1.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband