5.2.2009 | 08:42
Nauðsynlegar hreinsanir
Ný ríkisstjórn leggur áherslur á lýðræðisleg vinnubrögð. Eðli minnihlutastjórnar felst í að leita eftir samstöðu um mál. Þetta er holl tilbreyting. Forseti Alþingis gegnir þarna lykilhlutverki að tryggja sátt. Að frumvörp fái eðlilega meðhöndlun og meirihluta innan Alþingis. Þetta mun án efa efla sjálfstæði þingsins. Í þessu samhengi var nauðsynlegt að skipta um forseta þess, en hann var fulltrúi flokks og framkvæmdavalds sem hafði litið á þingið sem afgreiðslustofnun. Áhersla á sterkan meirihluta birtist í þeirri mynd að Flokkurinn þurfti ekki að hlusta á kóng né prest. Nægjanlegt var að tveir karlar hér eða þar ákveði hvort landið væri stuðningsaðili stríðs í fjarlægum löndum eða að yfirtaka banka.
Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir sett hina siðferðilegu kröfu á seðlabankastjórana um að semja um starfslok. Að þeir skynji ekki væntingar og nauðsyn þess að endurnýjað verði traust á forystu og banka er með ólíkindum. Ef að það kostar 44 milljónir til að gera þessa úrbætur þá verður svo að vera. Það fer ekki saman að aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands sé á sama tíma guðfaðir stjórnmálaflokks. Það er þörf á að endurnýja lagaramma um bankann, en það á ekki að blanda því saman við þá staðreynd að bankastjórnin getur ekki límt sig við stólana þó hún hafi orðið uppvís að margvíslegum afglöpum. Það er ansi mörg spillingarhreiður íhaldsins í efnahagslífi og stjórnsýslu sem þola smá tiltekt.
Biðlaunin áætluð 44 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stundum kemur það fyrir að það sem átti að vera "smá tiltekt" verður að "stórri hreingerningu". Það er málið og nú er tíminn til að sópa og það vel. Gamla hugsunin á brött og ný hugsun inn. Það er afar gleðilegt að tími Jóhönnu og hreingerningar hennar sé kominn. Það fá einhverjir ryk í nefð og vað með það
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 09:04
Sæll Gunnlaugur
Til lukku með nýju vinnu-ríkisstjórnina. Þetta verður ekki auðvelt verk að þrífa og hreinsa til eftir frjálshyggjupartíið.
Biðlaun upp á 44 milljónir eru gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Til fróðleiks þá voru tekjur íslenska ríkisins árið 1933 13,3 milljónir króna en skuldir 41 milljón. Ef þjóðarbúið væri gert upp núna, mætti þá ekki finna út að nettótekjur og skuldir séu ekki eitthvað í svipuðu hlutfalli?
Kannski hefði verið rétt að láta Davíð & Co á kústa og skúringafötur og þrífa til. Eða er hugsað til þess að þeir flækist bara fyrir?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.2.2009 kl. 09:47
Það er svo merkilegt að þegar Birgir Ármannsson notar orðið "hreinsanir" eftir forsetakjörið í þinginu að þá fær hugtakið jákvæða merkingu. Við erum að losna út úr flokksveldi í átt að lýðræði.
Gunnlaugur B Ólafsson, 5.2.2009 kl. 11:47
Frétt er af því að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri verði í "leyfi´" um óákveðinn tíma. Það er hluti af tiltektinni. En hann er innvígður og innmúraður vinur DO sem einhverra hluta vissi að bankarnir væru að fara á höfuðið og gat forðað sínum eignum rétt fyrir hrun bankana. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/05/baldur_i_leyfi/
Gunnlaugur B Ólafsson, 5.2.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.