Greiðslugeta

Ágætur íslenskur vinur sem lengi hefur verið búsettur í Winnipeg og varð þar efnaður þurfti í einni heimsókn til "Gamla landsins" að leggjast inn á spítala fyrir nokkrum árum. Eftir um vikudvöl kom að útskrift og þá snéri hann sér að glerlúgunni á vaktinni og bað um reikninginn. Hann sá ekki ástæðu til að landar hans væru að borga þessa sjúkrahúsdvöl, því hann hefði vel efni á því sjálfur.

Þessi beiðni sló víst starfsfólk alveg út af laginu enda ekki vant því að fólk vilji borga fyrir slíka þjónustu, enda treyst á almannatryggingar. Indriði H Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri og nýorðinn ráðuneytisstjóri hefur bent á að; "Þó ástandið sé ekki gott í þjóðfélaginu er til fullt af fólki sem er í góðri vinnu eða hefur góð eftirlaun og er ekkert óeðlilegt að leggi meira af mörkum ...".

Skattakerfið er jöfnunartæki í samfélaginu. Almannatryggingar eru öryggisnet til að tryggja öldruðum og öryrkjum framfærslu. En þarf vel efnað fólk á fjárhagslegum stuðningi ríkisins að halda? Á ekki í það minnsta að bjóða þeim að borga reikninginn sem hafa efni og ástæður til að greiða fyrir samfélagslega þjónustu eða að afþakka samfélagslegan stuðning?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Það eru margir í bloggheimum að skrifa þannig að ekki sé hægt að losna við Hr. Davið Oddsson þar sem hann viti svo margt um aðra, auðvitað hefur hann tekið afrit af mörgu.

Enn hann verður að gæta sín ef hann er vitorðsmaður með glæp er hann jafnvel verra staddur en glæpamaðurinn.

Bernharð Hjaltalín, 8.2.2009 kl. 06:15

2 identicon

Nú er ég ekki sammála þér Gunnlaugur.  Heilsugæsla og menntun á að vera ókeypis og allir eiga að standa í nákvæmlega sömu stöðu gagnvart henni.  Nú nota ég sömu rök og sjálfstæðismenn um skattakerfið þetta má ekki vera of flókið við skulum alltaf halda jafnrétti til lífs og menntunar.  Hins vegar á að leggja hátekjuskatta á hátekjumenn eins og skot.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er ekki að viðra skatt, heldur möguleikann að þeir fái að borga sem vilja og hafa getu til. Það má líka opna samviskureikning fyrir útrásarvíkinga þannig að fleiri geti fetað í fótspor Bjarna Ármannssonar og skilað einhverju til baka.

Það er til þó nokkur fjöldi af fólki sem að á skuldlausar fasteignir, hefur góð laun eða eftirlaun og hefur ekki farið illa út úr þrengingunum. Sparífé þeirra var tryggt betur en breta og hollendinga sem settu sitt inn á Landsbankann.

Slík umræða um valbundin framlög ekki síður en skattlagningu gæti skilað einhverjum fjárhæðum. Það verða allir að leggja eitthvað af mörkum og þetta er ein leið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.2.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband