Jón Baldvin ferskur

Útspil Jóns Baldvins um möguleika á framboði til forystu hefur fallið í misjafnan jarðveg. Veikindi formanns og ríkisstjórnarþátttaka hefur hamlað umræðu um nauðsynlegt uppgjör og endurnýjun innan Samfylkingarinnar. Nú er Jón búin að rjúfa þagnarmúrinn og fyrir það á hann þakkir skilið.

Telja verður ólíklegt að Jóni Baldvin takist að afla sér meirihluta fylgis fram að landsfundi. Þó hann sé leiftrandi fjörugur stjórnmálamaður og sé ef til vill á sínu besta þroskaskeiði, þá er hann umdeildur. 

Það verður að takast að "systurflokkarnir" tveir VG og Samfylking séu búnir að fara í gegnum nægjanlega endurnýjun til að gerast kjölfesta íslenskra stjórnmála á komandi árum. Tökum fagnandi krafti Jóns Baldvins og setjum hann í góðan farveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki lítið til frambjóðenda í SF en það breytir ekki því að mér finnst JBH bæði litríkur og skemmtilegur. Ég myndi t.d. frekar kjósa að vera með JBH á eyðieyju en flestum öðrum jafnöldrum hans úr stjórnmálastétt.  Ég er ekki nærri alltaf sammála Jóni en mér er óskiljanleg sú neikvæðni sem nú birtist í hans garð þar sem hann er sagður "hóta því að koma aftur í pólitík".   Þetta er óviðkunnanlegt orðbragð um að að ámálag að gefa kost á sér.

Sigurður Þórðarson, 16.2.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jón Baldvin er mikill stjórnmálamaður og líka afburða ræðumaður. Hann er að vestan og talar afar kjarnyrta íslensku og notar garnan sterk orð. Hann er líka sannur jafnaðarmaður og hefur oft sannað það.

Tími Jóhönnu er núna og þá er kannski ekki skrítið þó JB vilji fá aðeins að láta ljósið skína á sig. Hann veit vel að hann gékk nokkuð langt í deilum sínum við hana um árið.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég hlustaði á tölu hans um helgina var að nú væri hann í raun að biðja hana fyrirgefningar. Það er þó trúlega ekki hans stíll að fara á hnén.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.2.2009 kl. 01:59

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jón hefur fullan rétt á að gefa kost á sér og ég veit að hann gerir það undir merkjum málefnalegrar umræðu. Slíkt framlag hressir upp á flokksstarfið. Það má aldrei vera svo í frísklegum og lifandi flokki að forystan telji sig ekki þurfa að verja vígi sitt með vel kryddaðri framtíðarsýn. Jón hefur brotið upp kyrrstöðuna.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.2.2009 kl. 09:37

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Aðvörun: forðist Samfylkinguna vegna stórkostlegrar sprengihættu !

Jón Baldvin er kominn aftur eftir langa og "þurra" hvíld. Á fundi 120 Alþýðuflokksmanna sýndi hann, að ekkert er fyrirgefið og engu er þyrmt. Þótt hann beri sjálfur mesta ábyrgð á efnahagskreppunni, þá verður hún notuð til að ryðja keppinautum úr vegi.

Hér má vísa til sannleiks-orða Björns Bjarnasonar:

Sé einhverri einni pólitískri stórákvörðun um að kenna, þegar litið er til bankahrunsins, er það aðildin að evrópska efnahagssvæðinu, sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur talið stærstu rauðu rósina í hnappagati sínu. Það er mannlegt, að Jón Baldvin vilji skella pólitískri skuld vegna bankahrunsins og alls annars á aðra, en ekki stórmannlegt.

Engan þarf að undra, þótt skrekkur sé mikill í Samfylkingunni. Jóni Baldvini mun takast að "sprengja" Samfylkinguna eins og honum tókst að sprengja Alþýðuflokkinn aftur á steinöld. Það gagnar há-aðli Samfylkingarinnar lítið, að fara í bullandi afneitun. Viðbrögð Samfylkingar við endurkomu Jóns Baldvins, eru í bezta falli hjákátleg.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.2.2009 kl. 10:48

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sjálfstæðisflokkurinn ber u.þ.b. 75% ábyrgð á kreppunni. Setjið borða á puttann fram yfir kosningar til að minnast þess. Látið ekki hallelúja samkomuna sem verið er að undirbúa rugla ykkur í ríminu með það. Það eru fáir flokksmenn eða forkólfar sem kunna að skammast sín eða biðjast afsökunar að hafa leitt þjóðina inn á villigötur og skilað henni í þrot eftir langa setu. Græðgisvæðingin með lífstíl sem ógnar lífi á jörðinni hefur verið borin uppi af íhaldsmönnum allra heimshluta. Nú á ekkert að endurskoða eða endurmeta, heldur bara að finna nýjan ættarlauk sem engin veit fyrir hvað stendur og slá hann til riddara. Aumkunarvert sjónarspil á sama tíma og síðasti sólguð þeirra er að breyta seðlabanka í draugasetur.

Sú staðreynd að Ísland fór verr út úr kreppunni en aðrir hefur ekkert með EES samninginn að gera. Það hefur mest með það að gera að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd og vildi breyta landinu í einhverja eftirlitslausa fjármálaparadís. Það kæmi mér ekki á óvart þó það sannaðist að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að fela peningaþvætti eins og rússneski auðmaðurinn hefur bent á varðandi hlutverk Íslands. Þetta hefur legið í umræðunni varðandi Björgólfsfeðga og þeir voru kapítalistarnir sem Flokkurinn hafði velþóknun á. Taldi nauðsynlegt að hafa eftirlitslausa. Þetta allt veit Davíð og því getur Sjálfstæðisflokkurinn ekkert gert til að stugga við stöðu hans sem Seðlabankastjóri og hinn raunverulegi formaður flokksins.

Getur verið að til þess að misferlið gæti gengið átakalítið og mögulegt væri að efla tengslin efld við skattaparadísir, arabíska auðmenn og rússneska mafíu hafi þurft að veikja eftirlitsstofnanir? Þær fóru að vera í liði með útrás og auðmönnum. Sem var síðan baktryggð með hávaxtastefnu og ábyrgð þjóðar á bankastarfsemi.

Hef tekið þessa umræðu áður hvort EES samningnum sé um að kenna er kemur að mati á orsökum efnahagshrunsins. Áfengi er ekki orsök alkohólisma, heldur léleg sjálfstjórn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.2.2009 kl. 12:29

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Samningurinn um EES var samþykktur á Alþingi 12.janúar 1993, að kröfu Alþýðuflokksins. Hluti Sjálfstæðisflokks lét undan þrýstingnum, til að bjarga Viðeyjarstjórn Jóns Baldvins og Davíðs. Er ekki merkilegt, að Samfylkingin beitti nákvæmlega sömu bolabrögðum 15 árum síðar ? Í miðju fjármálahruninu fannst þeim við hæfi, að beita hótunum um stjórnarslit í tilraun til að fá Sjálfstæðisflokkinn að fallast á hugmyndir þeirra um landráð. Ingibjörg Sólrún gaf yfirlýsingar um þetta í augsýn allra landsmanna.

Ekki er von til að Samfylkingarmenn allmennt vilji viðurkenna ábyrgð sína á efnahagshruninu. Ekki fer mikið fyrir siðsemi á þeim bænum. Samningurinn um EES var ekki bara tækifæri, heldur fyrst og fremst gildra. Ekki hefur komið fram að þeir Alþingismenn sem samþykktu EES-samninginn, hafi haft hugmynd um þær hættur sem í honum voru fólgnar. Er það mjög vitrænt, að segja við barnið sem datt í opna brunninn, að það hefði átt að vara sig og beri því sjálft alla sök ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.2.2009 kl. 12:51

7 identicon

Sæll nafni.

Ég verða að taka undir það sem Loftur Altice Þorsteinsson segir hér.

Samningurinn um EES var fyrst og fremst gildra og líka svona meira "Show" sem sá mikli áróðursmaður JBH kynnti sem "allt fyrir ekkert"

Málið er að þessi EES samningur hefur margfaldlega verið oflofaður úr hófi fram og hefur hver spekingurinn á fætur öðrum lapið vitleysuna hver eftir öðrum.

Til dæmis allt þetta rugl um þessi margrómuðu tollafríðindi er meira og minna allt saman innihaldslaust bull. Vegna þess að við höfðum nánast öll þessi tollafríðindi fyrir í tvíhliða hagstæðu samningunum sem við gerðum í lok síðasta þorskastríðs. Þessi tollafríðinda kafli kallaðist "bókun sex".

Það er rétt að Samfylkingin ber ekki alveg jafn mikla ábyrgð á efnahagshruninu og Sjálfstæðisflokkurinn.

En samt bera þeir talsvert þunga ábyrgð og þá sérstaklega ISG formaður Samfylkingarinnar, sem algerlega brást í aðdraganda hrunsins og svo einnig í eftirleiknum þar sem hún spilaði alveg rassinn úr buxunum, alveg þangað til síðasta Ríkisstjórn féll.

Ingibjörg Sólrún á sér því ekki viðreisnar von í Íslenskum stjórnmálum framar.

En ég held nú samt líka að JBH sé komin fram yfir dagssetningu. 

Þannig að vandi Samfylkingarinnar er umtalsverður.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:46

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er alltaf hægt að finna galla á samstarfi. Auðvitað hefðum við getað innleitt einhliða samkeppnislög og ýmsar aðrar reglur sem við vorum góðu heilli skikkuð til að gera í EES.  En hefðum við gert það? Við verðum að vera sanngjarnari í dómum.  JBH er skarpur náungi. Við vitum ekki hvort hann hefði gert sömu alvarlegu mistökin og sumir ráðherrar fyrir hrunið. En má hann ekki njóta vafans?

Sigurður Þórðarson, 16.2.2009 kl. 15:44

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Leggjum Samfylkinguna niður, sameinum vinstri menn í einum flokki undir orystu Steingríms J Sogfússonar

Þórbergur Torfason, 16.2.2009 kl. 16:09

10 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hraðritunarvillur leiðréttar.

Leggjum Samfylkinguna niður, sameinum vinstri menn í einum flokki undir forystu Steingríms J Sigfússonar

Þórbergur Torfason, 16.2.2009 kl. 16:10

11 identicon

'Aður en hægt er að  kasta formanni sama hver hann er þá verður að vera hæf persóna   sem tilbúin er í starfið ,ég sé ekki  að nein sé komin framm á sjónarsviðið .Það er líka mikilvækt að mjög erfitt fyrir nýjan formann að taka til starfa rétt fyrir kostningar og kanski ekki í kjöri þá .Það var taktik hjá sjallanum að sverta formenn Alþíðufl  fyrrum  það tókst yfir leitt því  flokksmönnum alþfl bitu á agnið ,eigum við að láta það ské nú ?

Ingi B Jónasson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband