18.2.2009 | 00:06
Ömmi og Grímur bara góðir
Í nokkur skipti gagnrýndi ég forystumenn VG á þeim forsendum að allur þeirra framgangur byggði á neikvæðninni einni saman og fátt væri um uppbyggilegar tillögur. Hafði jafnvel áhyggjur af húsmunum í þinghúsinu þegar þeir voru í hvað mestum ham í pontunni.
Nú eru þetta orðnir ábyrgir menn og gerendur. Þeim fara hlutverkin bærilega og er ég ánægður með framgöngu þeirra. Þar vil ég sérstaklega taka fram hversu Ögmundur virðist ætla að vera laginn með niðurskurðarhnífinn.
Guðlaugur Þór kom fram sem valdhafinn, sem starfaði í tilkynningastíl. Þetta sjúkrahús verður lagt niður og öll heilsugæsla fyrir norðan sameinuð o.s.frv. Ögmundur sýnir mannskapnum bara tölurnar sem þarf að ná í niðurskurði og biður um hjálp við að finna réttu leiðirnar.
![]() |
Ræða eftirlaunalögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu.
Netfang; gbo@bhs.is
Bloggvinir
-
varmarsamtokin
-
baldurkr
-
dofri
-
saxi
-
bjarnihardar
-
herdis
-
hlynurh
-
jonthorolafsson
-
gummisteingrims
-
hronnsig
-
kolbrunb
-
steinisv
-
skodun
-
vglilja
-
heisi
-
sigurgeirorri
-
veffari
-
hallgrimurg
-
gretarorvars
-
agustolafur
-
birgitta
-
safinn
-
eggmann
-
oskir
-
skessa
-
kamilla
-
olinathorv
-
fiskholl
-
gudridur
-
gudrunarbirnu
-
sigurjonth
-
toshiki
-
ingibjorgstefans
-
lara
-
asarich
-
malacai
-
hehau
-
pahuljica
-
hlekkur
-
kallimatt
-
bryndisisfold
-
ragnargeir
-
arnith2
-
esv
-
ziggi
-
holmdish
-
laugardalur
-
torfusamtokin
-
einarsigvalda
-
kennari
-
bestiheimi
-
hector
-
siggith
-
bergen
-
urki
-
graenanetid
-
vefritid
-
evropa
-
morgunbladid
-
arabina
-
annamargretb
-
ansigu
-
asbjkr
-
bjarnimax
-
salkaforlag
-
gattin
-
brandarar
-
cakedecoideas
-
diesel
-
einarhardarson
-
gustichef
-
gretaulfs
-
jyderupdrottningin
-
lucas
-
palestinufarar
-
hallidori
-
maeglika
-
helgatho
-
himmalingur
-
hjorleifurg
-
ghordur
-
ravenyonaz
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
drhook
-
kaffistofuumraedan
-
kjartanis
-
photo
-
leifur
-
hringurinn
-
peturmagnusson
-
ludvikjuliusson
-
noosus
-
manisvans
-
mortenl
-
olibjo
-
olimikka
-
omarpet
-
omarragnarsson
-
skari60
-
rs1600
-
runirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
sigingi
-
siggisig
-
stjornlagathing
-
snorrihre
-
svanurmd
-
vefrett
-
steinibriem
-
tbs
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 354056
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var á fundi með Ögmundi í dag á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga. Hann er nú á ferð um Norðurland að heyra í fólki og safna upplýsingum. Með honum er Jón Bjarnason, Þuríður Bakman formaður heilbrigðisnefndar og Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri. Hann var þá búinn að funda með stjórnendum stofnunarinnar og fór svo að hitta sveitarstjórn. Hve langt austur um hann fer í þessari ferð veit ég ekki, en mótmæli hafa verið töluverð af Norðurlandi. Við hér í V Hún áttum að sameinast Vesturlandi samkvæmt tillögum GÞÞ. Við væntum þess að fá að fylgja því svæði áfram, ef af svipuðum sameiningaraformum verður.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.2.2009 kl. 00:37
Ögmundur og Steingrímur eru mælskustu menn þingsins. Þeir eru báðir að sýna það nú að þeir eru líka miklu meira en það. Mýtan um að VG liðar séu allir neikvæðir, önugir og á móti öllu er bara bábylja. Það er gott að jafnvel SF fólk áttar sig á þessu. Þó þessi ríkisstjórn hafi stuttan tíma og verði að reiða sig á framsókn vona ég að hún eigi eftir að skila miklu og góðu verki.
Sigurður Sveinsson, 18.2.2009 kl. 06:25
Ef einhver flokkur er á móti öllu núna þá er það Sjálfstæðisflokkurinn enda með eindæmum tapsárir menn í þessari hjörð.
Ég er mjög ánægð með ríkisstjórnina núna og vona bara að hún siti áfram og það án hækju Framsóknar.
Úrsúla Jünemann, 18.2.2009 kl. 11:48
Þetta eru báðir toppmenn Gulli minn. Málefnin í forgang, ekki flokkurinn fyrst og þjóðin svo eins og S flokkarnir raða gjarnan upp.
Þórbergur Torfason, 18.2.2009 kl. 14:01
Hvernig væri nú að minnast á neikvæðnisvæl þeirra sem nú eru í stjórnarandstöðu?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 18.2.2009 kl. 18:14
Já, þeir hafa komið fram af hæfni og lagni. Mikill munur á þeim og´strákunum´ í fjármála- og heilbrigðisráðuneytunum á undan.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.