"Íslands óhamingju verður allt að vopni"

Hún er með ólíkindum Hómsteinska dagsins, eins og hún birtist í Fréttablaðinu. Þar útatar hann forseta og forsætisráðherra aur og saur. Byrjar á þrástagli um fjölmiðlalögin sem áttu að koma í veg fyrir að "einstakir auðjöfrar" réðu fjölmiðlun í landinu. Það var einmitt vandamálið að frumvarpið var samið gegn Fréttablaðinu til að gæta hagsmuna Morgunblaðsins. Það var ekki sama hver auðjöfurinn var. Forsetinn tók ákvörðun um að vísa lagasetningunni í þjóðaratkvæði, en íhaldinu er ekki vel við lýðræðislegar leiðir til að skera úr um ágreining og því gugnuðu þeir á málinu.

Það er yndislegt að sjá hversu mikið úthald Hannes Hólmsteinn hefur í afneitun. Nýlokið er 18 ára forystu Sjálfstæðisflokks við landstjórnina og þjóðarbúið er í kalda koli. Það vottar ekki fyrir snefil af sjálfsgagnrýni, en vælt eins og smákrakki yfir því að nýju frumvarpi um Seðlabanka sé beint gegn Davíð Oddssyni. Hann lætur eins og honum sé annt um sjálfstæði bankans, en á sama tíma finnst honum eðlilegt að starfandi formaður Sjálfstæðisflokksins sé einnig bankastjóri. Maður sem að hefur í embætti sínu leikið hlutverk pólitísks vígamanns, nefnt áhugamenn um upptöku alþjóðlegrar myntar "lýðskrumara" o.s.frv.

Það er mikil góðvild af "Baugsmiðlinum" að birta þessa veruleikafirringu, því óhamingja og fráhvarf höfundar er mikið þessar vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú meira hvað þið Samfylkingarfólk eru dugleg að verja forsetann, enda er hann "ykkar" maður.  Allir nema þið sjá að hann spilaði stórt hlutverk í hruninu með því að hvetja útrásardrengina til dáða í peningasukkinu.  Svo segið það alltaf það sama; "Nú, hann trúði á þetta eins og við hin" eins og það sé einhver afsökun.

Svo mun Samfylkingarfólk jarma í kór fram að kosningum; "Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 18 ár og nú er þjóðarbúið í kalda koli" eins og það þurfi endilega að vera Sjálfstæðisflokkinum að kenna.  Þetta fá landsmenn að heyrá í síbylju, enda er búið að prógrammera allt Samfylkingarfólk með þessum orðum.

18 ár eru langur tími og það hefur margt gerst á þeim tíma og sennilega hafa lífskjör aldrei verið jafn góð og á þessum tíma, þó svo að bankarnir hafi hrunið vegna þess að einhverjir gráðugir aðilar sem þar störfuðu fóru of geyst í græðgi sinni, þá er það ekki Sjálfstæðisflokkinum að kenna. 

Þú getur ekki kennt bílasalanum um eða ökukennaranum ef þú ekkur glannalega sem endar með því að þú keyrir út af og stórslasar þig.  

Björn G. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:09

2 identicon

Mikið er nú gott að til séu menn sem geta séð af tíma sínum við að koma með athugasemd við skoffínaskrifum á borð við þau sem hér er lýst. Það er mín skoðun að við þurfum öll að biðja fyrir fólki eins og Hannesi því hann á auðsýnilega mikið bágt. Þú minnist á að góðvild felist í að birta þessa veruleikafirringu og er ég hálft í hvoru sammála þér. Á hinn bóginn myndi ég segja að það væri e.t.v. verið að misnota sér sálrænu veikindi Hannesar til að fylla upp í fjölmiðladagskrá. Nákvæmlega það sama upplifði ég af þætti sem ég horfði á eitt sinn á SkjáEinum og hét Allt í Drasli. Sá þáttur byggðist einmitt upp á því að heimsækja fólk sem margt hvað var veikt á geði og gat ekki haldið hreint hjá sér og gera grín af því. Þetta fannst mér ljótt. Að sama skapi finnst mér pínu ljótt að birta þessa grein eftir Hannses greyið og enn ljótara þykir mér af fjölmiðlafólki þegar það er að hleypa honum í sjónvarpið, því kallgreyið sjálfur heldur að hann sé þar sem einhver fræðimaður eða Guð má vita hvað.

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:44

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Enn skrifar hann kallinn. Hann hefur aldrei þurft að svara fyrir sig greyið.

Þórbergur Torfason, 20.2.2009 kl. 10:14

4 identicon

Hér er smá fræðsla til þín Björn G. Þorsteinsson. Þótt ég efist reyndar um að hún boosti greindarvísitölu þinni upp um 30 stig á einu bretti og komi þér í skilning um að Sjálfstæðisflokkurinn er hvorki Guð né fótboltalið, að þá er hún e.t.v. ágætis innlegg eigi að síður. 
LANGSTÆRSTA orsök fyrir núverandi ástandi er HÖRMULEG efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins og þeirra flokka sem hafa verið þeirra hækja. Þegar það var uppsveifla, þá lækkuðu þeir skatta sem er brjálæði og bara ALGERLEGA BANNAÐ því að eykur þensluna. Einnig juku þeir ríkisútgjöld nánast allsstaðar, sendiráð, öryggisnefnd sameinuðu þjóðanna, ímynduð varnarmál og ótal nefndir og ráð og bruðl í húsnæði og flottheitum. Nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að skera niður???? Og hamrar auk þess á því að það megi ekki hækka skatta. Hvernig ætlar þeir að fá inn auknar tekjur???? Þeir ættu að hafa vit á því að þegja og skammast sín!
Virðist lítill skilningur vera á því innan Sjálfstæðisflokksins að þetta er ALRANGT. Í kreppu á að forðast að skera mikið niður, t.d. með að segja upp fólki því það dýpkar kreppuna. Vanþekking á þessu olli því að kreppan 1929 var miklu meiri en hefði þurft. Sumir bara fatta ekki að niðurskurður fellst oft í að segja upp fólki, t.d. á spítölunum. Þá á sem sagt að segja þeim upp og spara hjá Landspítalanum en fólkið fer beint uppá vinnumiðlun og þar þarf ríkið að greiða þeim sömu upphæð í atvinnuleysisbætur. GÁFULEGT eða þannig!!!
Ég hvet alla þá sem eru nógu miklar hjarðsálir til að trúa ENN á ofstæki Sjálfstæðismanna, í þessu sem öðru, að gúggla nafninu “John Maynard Keynes”. Hann var einn virtasti hagfræðingur allra tíma. Sumir mættu skoða hvað hann hafði til málanna að leggja. EÐA halda áfram á þeirri braut að trú-a trú-a trúúúúúaa.

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er það virkilegt Gunnlaugur, að enn sé svo gersamlega út á þekju fólk meðal okkar að það sé að hlusta á eða lesa það sem kemur frá Hannesi Hólmsteini? Ég á nú bágt með að trúa því og sennilega er verið að gera Sjálfstæðisflokknum lítinn greiða með því að birta þetta ofstæki og bull. Kannski er "góðmennskan" við að birta þessa þvælu fólgin í því???

Það fer ekki mikið fyrir ferðum hans um heiminn við að mæra "besta fiskveiðikerfi í heimi" þessa dagana. Kannski gengur illa að sjúga peninga útúr bönkunum til slíkra leiðangra nú um stundir?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.2.2009 kl. 20:06

6 identicon

Hannes á bágt, enginn hefur áhuga á þessu bulli hans. Hann er maður gærdagsins og situr í miðri ruslahrúgu frjálshyggjuboðskapsins sem hann predikaði án þess líklega að hafa nokkurt vit á því sem hann var að segja.

Hannes og Davíð eru sprungnir á limminu, kallagreyin.....

Ína (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:12

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tel óráðlegt af Sjálfstæðisflokknum að hafa Hannes sem mann í frontlínu fyrir komandi kosningar ef þeir ætla að fara yfir 15%. Hann virðist vera tákngervingur fyrir það versta í flokknum. Ómanneskjulegan hroka og getuleysi til að viðurkenna að engin hugmyndkerfi eru án galla, fólk og flokkar gera mistök.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.2.2009 kl. 22:22

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góður Gunnlaugur!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 20.2.2009 kl. 22:31

9 Smámynd: Smjerjarmur

Ég vona að menn trúi því ekki í raun og veru að græðgi sé flokksbundin.  Græðgi og yfirgangsfrekja hafa verið landlægar plágur frá því fyrst sáust peningar á Íslandi og satt að segja er orðið býsna langt síðan.  Þessi eiginleikar hafa komið fram í fólki í Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Samfylkingu, VG, gamla kommúnistaflokkum, alþýðubandalagi og víðar.  Það er slæmt að þetta skuli vera staðreynd, en staðreynd er það að þetta er miklu eldra en íslenskir stjórnmálaflokkar.   

Smjerjarmur, 21.2.2009 kl. 01:17

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Vissulega rétt að þetta er ein af syndunum sem hafa fylgt manninum um langt skeið. En græðgisvæðingin með allri einkaneyslunni, ofurlaunum, bónusum, gjafakvóta og sérgæsku er bein afurð af stefnu Sjálfstæðisflokks. Nýfrjálshyggju þar sem helsta lífsmarkmið var að verða mjög ríkur á mjög stuttum tíma.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2009 kl. 17:35

11 Smámynd: Smjerjarmur

Ég tel að græðgi bankamannanna sé eitthvað sem enginn sá fyrir þegar bankarnir voru seldir.  ÉG verð að vera því sammála að bankarnir fóru ekki í réttar hendur, en mig minnir að þínir flokksmenn hafi verið fremstir í flokki að gera lítið úr Davíð Oddssyni þegar hann á sínum tíma mótmælti þessum fáránlegu ofurlaunum. 

Ég vil bæta því að að allar stjórnmálastefnur hafa höfðað til vonar kjósenda um betri kjör.  Jafnvel kommúnisminn vildi gera alla ríka.  Hvað sem öllum stjórnmálaflokkum líður þá þarf að breyta leikreglunum, þær leyfðu ófyrirleitnu fólki að leggja allt undir og fara illa með hagsmuni okkar allra.  Í mínum huga er alltof mikið kosningabragð af þinni söguskýringu.  Sú staðreynd að við náðum ekki betur utan um þetta Evrópska regluverk en raun ber vitni hlýtur að skrifast á Sjálfstæðisflokk að stóru leyti, en því fer svo fjarri að þeir hafi verið einir í ráðum. 

Smjerjarmur, 21.2.2009 kl. 18:19

12 identicon

Þú er gjörsamlega komin með Sjálfstæðisflokkinn á heilann.  Get ekki ímyndað mér að það sé gott fyrir mann sem ætlar sér að efla frelsi, jafnrétti og kærleika meðal mannkyns að fyrirlíta Sjálfstæðismenn.  Það er hvorki frelsis, kærleiks- eða jafnréttisbætandi að lesa pistlana þína.  Eiginlega bara niðurdrepandi. 

Berglind (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 16:02

13 identicon

Skil ekki alveg þessa athugasemd hjá þér Berglind. Af hverju stuðlar það ekki að frelsi, jafnrétti og kærleika meðal mannkyns að fyrirlíta gjörðir Sjálfstæðismanna? Meina, er frelsi, jafnrétti og kærleikur meðal mannkyns ekki einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið svo mikið gegn í sinni valdatíð og er einmitt oft innslag Gunnlaugs? Áttu við að neikvæðni af hvaða tagi sem er kalli alltaf á aðra neikvæðni eða eitthvað svoleiðis? Ef það er rétt væri jú kannski bara skásti kosturinn í þessu öllu saman að leyfa Sjálfstæðismönnum að halda bara áfram og klára landið í eitt skipti fyrir öll.  

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:46

14 identicon

Sæll Sigfús Örn.  Þú bæði misskilur og rangtúlkar orð mín.  Sá maður sem kemur fram á völlinn með ákveðna lífsskoðun að leiðarljósi  hlýtur að þurfa að standa við þá skoðun og lifa samkvæmt henni.  Það stuðlar ekki að frelsi, jafnrétti né kærleika að fyrirlíta.  Hvorki gjörðir Sjálfstæðismanna né aðrar gjörðir.  Það sem ég er að benda á að þessi bloggsíða ýtir frekar undir gremju manna og pólitískan óhróður heldur en hitt.   Ekki gleyma því að maðurinn er komin í framboð og þarf að öllum líkindum starfa með Sjálfstæðisflokknum með einum eða öðrum hætti.......það er fróðlegt að sjá hvernig hann ætlar að "takla" það.

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:47

15 identicon

Sæl aftur Berglind.

Held ég hafi reyndar skilið þig alveg nokkurn veginn sbr.: "Áttu við að neikvæðni af hvaða tagi sem er kalli alltaf á aðra neikvæðni eða eitthvað svoleiðis?" Eða þ.e.a.s. eins og þú orðar það: "Það stuðlar ekki að frelsi, jafnrétti né kærleika að fyrirlíta." 

En ég meina,  það er ekkert skilyrði heldur að maður þurfi að vera einhver Gandhi til að geta boðið kost á sér inn á þing. Auðvitað góð persóna og allt það sem ég efast ekkert um að Gunnlaugur sé. Viðmiðið hvað það varðar er bara orðið svo lágt þegar horft er heilt yfir okkar samfélag að ég gæti jafnvel trúað að Gunnlaugur bæri jafnvel bara nokkuð af. Hann virðist allavega hafa sterka réttlætiskennd og það er góður grunnur :)

Bestu kveðjur

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband