23.2.2009 | 01:50
Með tortryggni í vegarnesti
Björn Bjarnason og Hjörleifur Guttormsson hafa verið sammála frá upphafi nýrrar aldar, að helsta ógn Íslands sé þátttaka í samvinnu fullvalda ríkja innan Evrópu. Til þess að viðhalda hugmyndum ógnarjafnvægis úr kalda stríðinu skáldaði George Bush gereyðingarvopn upp á Írak, en þegar að það reyndist rangt þá fór hann um eins og fíll í postúlínsbúð. Allt til að rökstyðja kenninguna um öxulveldi hins illa. Sumir hafa vanist því að eiga óvini.
Um langt skeið voru sitthvor póll óvæginna átaka, þeir sem voru sigldir úr austurvegi og þeir sem gengu erinda Bandaríkjahers. Eftir lok kalda stríðsins þá sameinuðust þessir andstæðingar sem höfðu fengið tortryggnina í vegarnesti í alþjóðastjórnmálum við að skilgreina Evrópusambandið bæði ógn og óvin íslenskra hagsmuna. Í stað þess að hjálpa til við að skilgreina það sem betur má fara í evrópskri samvinnu er leitað að öllu sem vakið geti ótta.
Björn Bjarnasom heldur því fram á síðu sinnni í gær að ein helsta osök efnahagshrunsins sé aðildin að EES samningnum. Undir þetta tekur Hjörleifur Guttormsson í færslu á síðu sinni. Evrópuandstæðingar endurteka klisjuna síðan nógu oft, þar til að það fer að verða möguleiki að einhver trúi. Þó þessir frændur mínir fari mikinn og sameinist í þessu máli þá skynja ég ekki ógn af þessari samvinnu þjóða og er ósammála slíkri sögutúlkun.
Ísland og Noregur eru bæði í EES en fóru sitthvora leiðina síðustu tuttugu árin. Noregur beitti ráðdeild og sparsemi, undirbjó sig fyrir samdráttarskeið, á sama tíma og Ísland innleiddi óhóf og neysluhyggju. Líkt og Gylfi Magnússon hefur bent á að í stað þess að eftirlitsstofnanir stæðu vörð um hagsmuni lands og þjóðar, gengu þeir í lið með útrásinni og bönkunum. Ekkert stóð í vegi fyrir að skikka íslenska banka til að stofna dótturfélög um starfsemi sína í öðrum löndum.
Undirbúa nýtt regluverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2009 kl. 16:45 | Facebook
Athugasemdir
Þessir gömlu jálkar eru eins og bergmál fortíðarinnar í nútíðinni. Óvnir þeirra eru líka úr fortíðinni og sumir þeirra eigin hugarfóstur, sem þeir hafa alið af kostgæfni með því að segja frá þeim í tíma og ótíma.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 04:37
Ekki vil ég nú ánnað en sína þeim virðingu. Þeir hafa báðir verið miklir vinnumenn og fjölfróðir um sín mál. Það hefur verið mín gæfa að kynnast Hjörleifi og eiga hans vinsemd.
Mín færsla hér gengur út á að þeir hafi fengið tortryggnina í vegarnesti og eftir lok kalda stríðsins verður hinn nýi sameiginlegi óvinur Evrópusambandið. Ég held að það sé ekki meiri ástæða til að tortryggja framtíð og stefnu ESB heldur en Íslands.
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.2.2009 kl. 10:42
Það er nokkuð merkilegt að kenna "samningum" um ófarir okkar. Var það ekki okkar nota þennan samning í þágu hagsældar. En eins og þú bendir á duttu Íslendingar í það meðan Norðmenn litu á samninginn sem tækifæri en ekki óútfylltan tékka til að sukka.
Finnur Bárðarson, 23.2.2009 kl. 10:49
Sagt er að ef Norðmaður vinni 2 milljónir í happdrætti þá kaupi hann sér bíl fyrir 1 milljón og leggi afganginn inn á bankabók.
Íslendingur sem vinnur 2 milljónir í happdrætti fer út og kaupir sér bíl fyrir 4 milljónir.
Hvað sem Norðmenn hafa gert innan regluverks EES-samningsins þá er alveg ljóst og jafnvel þú ættir að sjá það að Noregur og Íslandi eru langt í frá að vera eins lönd sem búa að sömu auðlindum. Ísland mun alltaf þjást fyrir smæð sína, fyrst og fremst, sama hvaða regluverk eða skoðanatízka er í gangi hverju sinni. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá hefur Björn Bjarnason rétt fyrir sér í því að ein meginörsökin fyrir því hvernig ástatt er fyrir okkur núna var að við opnuðum fyrir EES-samninginn. Orsökin fyrir því var einnig að við bjuggum við einstaklega mikla hagsæld nánast frá því að samningurinn var tekinn upp. Þetta er bara merkingarfræði og ekkert annað sem tekur ekkert á því hvað maður gerir við samninginn þegar hann er kominn í hendurnar hjá okkur.
Það að halda því fram að ESB-aðild lækni öll okkar mein minnir margt á bergmál gamalra kaldastríðs-væringja sem sem höfðu allt á hornum sér . . .
Magnús V. Skúlason, 23.2.2009 kl. 13:36
Nú er ég einn af þeim sem endilega vill skoða það sem ESB hefur fram að færa. Hef ómöglega getað skilið rök fyrir því að aðild að ESB sé ekki á dagskrá. Nú er umræðan komin á dagskrá, en þá bregður svo við að 62% segjast á móti aðildarumsókn. Dóttir Jóns Baldvins, Kolfinna skilgreindi afstöðu landsbyggðarinnar á þann veg að utanbæjarfólk væri einfaldlega á móti alþjóðlegu samstarfi. Sem e.t.v. er nú einum of mikil einföldun. Ef við ætlum að sækja um aðild að ESB, þurfa flokkarnir að drífa sig í að setja niður skilyrðin fyrir inngöngu og ná samstöðu um þau. Nema þá að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki að við sækjum um inngöngu, burtséð frá öllum skilyrðum. Ákvörðun verðum við að taka. Ef við förum ekki inn í ESB, þá verðum við að skoða hvaða mynt við eigum að taka upp í staðin fyrir íslensku krónuna.
Sigurður Þorsteinsson, 23.2.2009 kl. 18:30
Ég hef búið í báðum þessum löndum.. noregi og íslandi.. munurinn á löndunum er ótrúlega lítill.. eiginlega bara tungumálið og veðráttan.. varðandi EES þá er ég sammála Gunnlaugi en BB sýnir enn og aftur að hann er risaeðla og ætti eiginlega bara að vera til sýnis öðrum til varnaðar..
Óskar Þorkelsson, 23.2.2009 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.