Hreinsunarstarf

Hugmyndafræði Sjálfstæðismanna gekk út á að breyta Íslandi í alþjóðlega skattaparadís. Hannes Hólmsteinn talaði iðulega á þeim nótum að slík þróun væri æskileg og myndi laða að erlent fjármagn. Engar hindranir á fjármagn og ósýnilegar hendur.

Margt bendir til að íslenskt fjármálakerfi hafi verið flækt inn í vafasöm tengsl við skattaskjól erlendis, færslur KB tengdar Katar og Jómfrúareyjum, tengsl Landsbanka við rússneskt peningaþvætti. Þetta þarf að upplýsa og rannsaka.

Í slíkri vinnu er mikilvægt að hafa hér ríkisstjórn sem gætir hagsmuna fólks og þjóðar en er ekki hluti af tengslanetinu. En sennilega fáum við ekki heimildir til að yfirtaka búlgarska símann til að borga upp IceSave skuldir?

Það er mikill alþjóðlegur þrýstingur að uppræta skattaskjól. Við erum orðin hluti af einu alþjóðlegu fjármálakerfi. Þar þarf að ríkja gegnsæi og heilbrigði. Því er margt sem bendir til að fjármálaveldi Sviss gæti hrunið í slíkri hreingerningu. 


mbl.is Heimild til að frysta eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta voru nú orð að sönnu. Það kostar klof að ríða röftum og því kannski ekki nema von að pappakassar úr Heimdalli hafi getað verið nógu snjallir til að halda rétt á málum í peningaþvætti við Rússann. Svona miðað við viðskiptakænskuna sem maður hefur séð hjá útrásarvíkingunum svokölluðu að þá getur maður best trúað að Rússinn hafi oft dinglað honum þrútnum framan í þá. Hvernig var annars með þetta fræga Rússalán þarna? Var sú skrilljóna upphæð sem Davíð dylgjaði eitt sinn með kannski af sömu tölu og einhver skuld sem Rússarnir gáfu fingurinn við? Maður spyr sig? A.m.k fátt sem kemur manni á óvart núorðið.

En hvað er verið að tala um hérna, fyrst þeir eru svona hallir undir Rússann, stefnir þá ekki allt bara í Pútínískar afmælisgjafir til handa valdajöfra hérna í framtíðinni? Þ.e.a.s. ef spillingin fær kosningu enn eina ferðina. Og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið!! Haha, það út af fyrir sig er náttúrulega svo ótrúlegt og fyndið eitthvað að úttekt á því einu og sér, væri alveg pottþétt efni í heila doktorsritgerða seríu.

Bestu kveðjur

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband