Réttlæti og jöfnuð

Fyrir rúmum þrjátíu árum eignaðist fólk húsnæði með því að skuldirnar eyddust á báli verðbólgu. Árið 1979 er verðtryggingu komið á til að taka á þessari óeðlilegu tilfærslu eigna. Nú er vandamálið með öfugum formerkjum. Síðustu mánuði hefur verið mikil verðbólga og er verðtryggingin að éta upp eignarhluta fólks í íbúðarhúsnæði.

Hópurinn sem eignaðist húsnæði á auðveldan hátt gat lagt fyrir í sparnað í staðinn. Á sama tímabili var eignaskattur afnuminn. Tekjur af fjármagni eru einungis brot af því sem innheimt er af launatekjum. Samstaða hefur ríkt um að vernda sparífé landsmanna. Hér þurfa að verða eðlisbreytingar á skattakerfi þannig að fólk sem að leggur af dugnaði stærstan hluta tekna sinna í íbúðarhúsnæði sjái samt eignarhluta sinn í eigninni minnka á hverjum greiðsluseðli.

Það er sannfæring mín að Samfylkingin er á réttri leið með hugmyndum um greiðsluaðlögun og vaxtabætur. En hún þarf að vera meira afgerandi í að boða réttlátar eðlisbreytingar á skattkerfinu. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum er ég með slíkar áherslur. Eigendur húsnæðis geta ekki einir tekið á sig áhættu af verðlagsbreytingum. Hreinsa þarf af lánum þær viðbætur sem hafa lagst á höfuðstól í óðaverðbólgu síðustu mánaða.


mbl.is Hækki skatta og tvöfaldi vaxtabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algert óréttlæti er að hafa verðbæturnar á íbúðalánunum okkar. Vondur og illur skattur. Álögur til að hefna þeim sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Skuldastaðan margfaldast. Eftirstöðvarnar verða ægilegri með hverri afborgun. Þær sjást aldrei lækka.

Njörður. (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tek heils hugar undir þetta. Vonandi fær þú meðbyr í prófkjörinu.

Jón Halldór Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Heyr, heyr

Haraldur Haraldsson, 6.3.2009 kl. 10:01

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Hér þurfa að verða eðlisbreytingar á skattakerfi þannig að fólk sem að leggur af dugnaði stærstan hluta tekna sinna í íbúðarhúsnæði sjái samt eignarhluta sinn í eigninni minnka á hverjum greiðsluseðli." Nei Gulli - finnst þér það?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 12:29

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, Hrönn mér finnst það. En það finnst ekki öllum - Sumir láta eins og þetta sé normal viðbót við skuldir og sanngjarnt að leggist á fólk - nægjanlegt sé að skapa umhverfi sem lagar greiðslubirgðina að getu þinni. Á endanum með þeirri nálgun áttu ekkert og ert leigjandi hjá sjálfum þér.

Sumir hugsa eingöngu um hagsmuni lífeyrissjóða og að tryggja öryggi lífeyrisþega. En mér finnst ekki síður mikilvægt að huga að hreiðurgerðinni og sjálfsvirðingu fjölskyldunnar. Eignamyndun hrnnar er mikilvæg. Það á ekki bara að hugsa um öryggi á efri árum.

Fjárfesting í húsnæði átti að vera og á að vera eitt skynsamlegasta form eignamyndunar og fjárfestingar. Traustara en peningar á bók í hugum margra. Þetta eru eignir sem hafa mikið tilfinningalegt gildi. Man að mamma seldi bréf fyrir eina milljón í Eimskipafélaginu, óskabarni þjóðarinnar, til að hjálpa mér með útborgun í fyrstu íbúðinni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.3.2009 kl. 13:02

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og ef eignamyndunin er mikilvæg - viltu þá ekki sjá eignarhlutann gera eitthvað annað en minnka? Eða er ég að misskilja eitthvað?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 13:24

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Höfuðstóll og vextir eru auðvitað áfram á hendi þess sem tók lánið ....

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.3.2009 kl. 13:42

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér sýnist hagstjórnin aldrei hafa virka hérna.  Það er alltaf skuggaleg verðbólga, sama hvað gerist, og þveröfugt tekið á öllum vandkvæðum.

Verðbæturnar hefðu aldrei þurft að vera vandamál, þær voru bara gerðar að vandamáli með skuggalega háum vöxtum.

Ég meina, hvað erum við að gera með vexti þegar þeir eru í raun sjálfvirkir í gegnum verðbætur?

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2009 kl. 14:07

9 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Vísitölu verðtrygging  voru komnar á lán 1976 þegar ég tók mitt húsnæðislán   þá  var hálf byggingavísitala og vextir 8% að mig minnir .

En getur einhver svarað því í útboðum íbúðarlánasjóðs  sem hann hefur staðið fyrir til að fjármagna sig eru þau lán með vísitölu?

Ég get fallist á að ef verðtrygging er á lánum eigi vextir ekki að ver hærri en 1 til 2% það er ágætis vextir ofan á vísitölu. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.3.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband