68,2 % stuðningur við Ingibjörgu

Það er eðlilegt að stuðningur við formann sé eingöngu mældur meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Þar fær Ingibjörg stuðning tæplega sjötíu prósent kjósenda. Það er fyllilega ásættanlegt fyrir hana í ljósi óvinsælda með fyrri ríkisstjórn og vegna mótframboðs til formanns.

Eins og ég hef áður skrifað þá væri hyggilegt fyrir Jón Baldvin að draga til baka framboð sitt til formanns svo hefndin verði ekki bæði óverðug útkoma í því kjöri og valinu á lista í Reykjavík. Jón væri sem þingmaður með yfirburðaþekkingu á Evrópumálumi.


mbl.is Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þeta sýnir að Samfylkingin hefur einnig sauði innanborðs.. það er ekki einskorðað við sjálfstektina.. Þetta þykir mér mjög miður því ég vil nýtt fólk eða kýs annað ella.

Óskar Þorkelsson, 7.3.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, Óskar, það er ekki endilega slæmt að eiga val. Svo er það hvers og eins að gera það upp við sig hvaða flokkur hefur flest af því sem manni finnst æskilegt. Vera síðan virkur og fá því breytt sem að maður vill bæta. Persónukjörið gæti líka haft áhrif, þanni að röðunin endurspegli beint umboð frá kjósendum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.3.2009 kl. 17:24

3 identicon

Það fer eftir samhenginu hvort að þetta skiptir máli.

Auðvitað hefur Ingibjörg fullt umboð til þess að vera formaður Samfylkingarinnar ef stuðningsmenn reynast nógu... ánægðir með hana til að veita henni meirihlutastuðning í formannskosningum.

Hinsvegar getur óánægja með hana utan raða Samfylkingarinnar orðið til þess að flokkurinn eigi erfiðara með að ná til óákveðinna kjósenda.

Fyrir mitt leiti styð ég það 100% að Ingibjörg verði endurkjörin formaður Samfylkingarinnar. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er fullviss að ef skoðanakönnun væri gerð hvort um fylgi við Bjarna Benediktsson eða Árna Sigfússon sem formannsefni Sjálfstæðisflokksins að sá síðarnefndi hefði meira fylgi. En það er bara einn flokkur sem velur forystufólk eftir ætterni og er eindregið á móti persónukjöri.

Því það gæti auðvitað raskað hagsmunum peningaaflana sem eru búin að raða upp kandídötum í prófkjörum að láta hinn almenna kjósenda fara að ráðskast eitthvað með uppstillinguna.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.3.2009 kl. 18:00

5 identicon

Ég var ánægður með Ingibjörgu sem borgarstjóra, ég studdi hana í prófkjöri og formannskjöri. Hún var Utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórn og reyndist illa. Hún á að taka sinn hatt og axla ábyrgð Samfylkingunni til framdráttar. Ég sé Lúðvíg Geirsson eða Dag B. Eggertsson sem formannsefni ef Jóhanna vill þetta ekki.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:55

6 identicon

Ég verð að taka undir það með þér Tryggvi. Það má eiginlega segja að Ingibjörg sé þegar búin að gera upp á bak.

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband