29.3.2009 | 21:58
Ein 16" pizza á 6000 kr
Fór með frænku minni eftir landsfund á Pizza Hut í Smáralindinni. Verð að viðurkenna að það jaðraði við að ég þyrfti áfallahjálp þegar ég sá reikninginn. Hafði búist við að ein flatbaka með kóladrykk fengist fyrir um þrjú þúsund krónur en þá var heildarverðið rúmar sex þúsund.
Þegar ég spurði piltinn á kassanum hvort að þetta væri rétt þá sagði hann brosmildur að þeir væru dýrastir á markaðnum, ef það er borðað á staðnum, en til að vera samkeppnishæfir þá væri álíka verð og hjá öðrum pizzastöðum eða um tvö þúsund krónur þegar að hún er send eða tekin.
Samkvæmt þessu hefði ég getað fengið sömu pizzuna fjögur þúsund krónum ódýrari ef ég hefði borðað hana við bekk eða borð á opna svæðinu í Smáralind utan veitingastaðarins. Ma... ma.. maður áttar sig ekki alveg á þessu ...!!
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu.
Netfang; gbo@bhs.is
Bloggvinir
- varmarsamtokin
- baldurkr
- dofri
- saxi
- bjarnihardar
- herdis
- hlynurh
- jonthorolafsson
- gummisteingrims
- hronnsig
- kolbrunb
- steinisv
- skodun
- vglilja
- heisi
- sigurgeirorri
- veffari
- hallgrimurg
- gretarorvars
- agustolafur
- birgitta
- safinn
- eggmann
- oskir
- skessa
- kamilla
- olinathorv
- fiskholl
- gudridur
- gudrunarbirnu
- sigurjonth
- toshiki
- ingibjorgstefans
- lara
- asarich
- malacai
- hehau
- pahuljica
- hlekkur
- kallimatt
- bryndisisfold
- ragnargeir
- arnith2
- esv
- ziggi
- holmdish
- laugardalur
- torfusamtokin
- einarsigvalda
- kennari
- bestiheimi
- hector
- siggith
- bergen
- urki
- graenanetid
- vefritid
- evropa
- morgunbladid
- arabina
- annamargretb
- ansigu
- asbjkr
- bjarnimax
- salkaforlag
- gattin
- brandarar
- cakedecoideas
- diesel
- einarhardarson
- gustichef
- gretaulfs
- jyderupdrottningin
- lucas
- palestinufarar
- hallidori
- maeglika
- helgatho
- himmalingur
- hjorleifurg
- ghordur
- ravenyonaz
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- drhook
- kaffistofuumraedan
- kjartanis
- photo
- leifur
- hringurinn
- peturmagnusson
- ludvikjuliusson
- noosus
- manisvans
- mortenl
- olibjo
- olimikka
- omarpet
- omarragnarsson
- skari60
- rs1600
- runirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- stjornlagathing
- snorrihre
- svanurmd
- vefrett
- steinibriem
- tbs
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla rétt að vona að þetta hafi verið góð pizza
Elvar Atli Konráðsson, 29.3.2009 kl. 22:43
Úff, þetta er svipað og að verða svangur á leiðinni austur. Það kostar kúlulán á línuna.
Enda smurði amma mín alltaf nesti þegar hún kom með mér, gjarnan flatkaka með osti, hellt svo kaffinu í mál og það skipti engu þótt við værum í pælunum austan við Selfoss, ekki fór dropi niður hjá ömmu.
Ég sakna þessara ferða.
HP Foss, 29.3.2009 kl. 22:51
Þetta var fín Pizza. Góð næring hefur sterk tengsl við tilfinningar, mömmur og ömmur, rétt er það.
En svona til að gæta sanngirnis að þá kannaði ég málið aðeins betur. Þessi Pizza var í grunninn á 4550 kr.
Þjónn spurði hvort við vildum ekki bara velja á pizzuna. Ég valdi skinku, ananas, papriku, lauk og tómata.
Þeir rukka 500 kr fyrir hvert viðbótarálegg, en það finnst mér nokkuð hraustlega gert fyrir t.d. nokkrar paprikusneiðar.
Heildarverðið er galið enda voru bara þrír aðrir að borða á staðnum á kvöldmatartíma. Vona að þeir hafi vitað verðlagið.
Gunnlaugur B Ólafsson, 30.3.2009 kl. 09:13
Við fórum fjögur á Eldsmiðjuna í gær og borðuðum okkur pakk södd fyrir sama pening, tæplega sex þúsund. Innifalið 3 bjórar og tvö gosglös (með frírri áfyllingu, sem við vissum því miður ekki fyrr en við fengum reikningin).
Jóhanna (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:34
Sú dýrasta sem ég hef haft spurnir af.
Hún hlýtur að hafa verið með "verðbótum"
Ég hef farið á næsta bæ, Caffe Adesso og fengið heila máltíð fyrir brot af þessu.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:51
Þeir verða varla lengi starfandi með þessu áframhaldi.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:59
Ég hef nú farið á Sbarro og fengið þar 18 tommu pizzu með 5 stórum brauðstöngum (fjórar fylgja með tilboðinu, keypti eina auka) og gosi (með frírri áfyllingu) sem dugði fyrir 5 manns á samtals circa 2500 krónur. Skokkaði þangað eftir að hafa farið á Kentucky hinumegin við götuna og reiknað út að 5 máltíðir þar kostuðu í það minnsta 5000 krónur.
Magnús Axelsson, 30.3.2009 kl. 11:30
Assgoti eru þeir öflugir ríkisbubbarnir í Samfó. Það er eitthvað annað hjá okkur puplinum hjá íhaldinu. Eftir Landsfundinn okkar fékk ég mér líka pizzu, en bara heima hjá mér; eina frosna sem ég bætti við nokkrum pepperónísneiðum og osti (sem var bara smá farinn að mygla). Ég gæti trúað að þetta hafi sett mig sirka 300 krónur í aukna skuld við yfirdráttinn í bankanum mínum!
Halldór Halldórsson, 30.3.2009 kl. 11:59
Eru það ekki Bónusfeðgar sem reka Pizza Hut á Íslandi? Það gerðu þeir alla vega síðast þegar ég vissi til.
Marinó Óskar Gíslason, 30.3.2009 kl. 13:04
Ég skil varla hvernig þessi staður getur enn verið starfandi. Ég hef sjálfur farið þangað með svona eins til tveggja ára millibili og býst alltaf við því að þjónustan hljóti að hafa skánað síðan síðast. Einhvern veginn tekst samt rekendum staðanna alltaf að viðhalda lágmarksþjónustu og hámarksverði.
Einar Axel Helgason, 30.3.2009 kl. 13:54
Takk fyrir upplýsingarnar. þaðer eins gott að lenda ekki þarna inni með alla familíuna. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 15:03
Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að það er systir heru björk söngkonu og maðurinn hennar sem eiga og reka alla pizza hut staðina á íslandi og líka einhverja í evrópu man ekki alveg hvar í augnablikinu
steini (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 16:28
Hér hafa komið ábendingar um hin ýmsu lægri verð á pizzum, allt niður í 300 kr á innfluttum og tilbúnum.
Við fjölskyldan höfum farið nokkrum sinnum á Pizza Hut - Sprengisandi og ekki lent í neinu sjokki með verðlagninguna.
Ég er búin að láta boð berast til eigenda Pizza Hut um þessa líflegu umræðu. Vonandi tekst þeim að skýra það hvað geti réttlætt að ein pizza sé seld á 6000kr.
Indverji sem að hefur verið með tómstundanámskeið hjá konu minni segist komast af með 15 þúsund í hráefniskaup til matargerðar á mánuði.
Það hlítur að vera skynsamlegri hagfræði að framleiða einhverjar "kreppupizzur" fyrir 2000 kr og vera með fullan sal, heldur en 6000 kr pizzur sem enginn kaupir nema villuráfandi sauðir.
Gunnlaugur B Ólafsson, 30.3.2009 kl. 17:17
Sæll Gunnlaugur, þetta er líklega verðlagning sem leiðir til þess að viðskiptavinum fækkar. Hitt er annað mál að þeir sem hafa lent í því að reka veitingastaði vita að það fylgir því óhóflegur kostnaður, skattlagning, leyfisgjöld og eftirlitsgjöld ýmiskonar. Þetta er alltaf að aukast og verða flóknara og flóknara. Held að það mætti spara aðeins í því kerfi öllu saman. Til umhugsunar fyrir þá sem starfa í pólitík....
Þorsteinn Sverrisson, 30.3.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.