Tengsl Íslands og Evrópa eitt helsta kosningamálið

Auðvelt er að sjá og skynja af umræðunni að tengslin við Evrópusambandið munu verða lykilmál í komandi kosningum. Þar hefur Samfylkingin mikla sérstöðu og gera má ráð fyrir að eftir því sem þessi umræða verði þyngri að þá skapist sóknarfæri fyrir Samfylkingu í að sækja fylgi inn í raðir vinstri grænna og sjálfstæðismanna.

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og fleiri fræðimenn hafa bent á að þó að VG og Sjálfstæðismenn hafi hafnað aðild að ESB á landsfundum sínum að þá hafa þeir hvorugur komið með betri lausnir til að tryggja stöðugleika, burðarás um menningu, viðskipti og myntsamstarf.


mbl.is VG tvöfaldar fylgið í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvita er ekki neitt annað úrræði í borðinu þessa dagana en ESB. Þar er ekki nóg að segja af því bara og blaðra um fullveldi og því um likt. Við borgum ekk af húsunum okkar með því eða gefum börnunum okkar að borða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2009 kl. 03:15

2 identicon

Enn og aftur þá er þessi ESB ,,lykillausn'' samspillingarinnar orðin frekar þreytt! Við erum ekkert á leið inní ESB, hvað sem heilög Jóhanna heldur fram. Við erum aðhlátursefni á meðal ESB þjóða í dag, ekki síst fyrir þá staðreynd að Jóhanna sendir Sjeik Össur í sinn stað á fund NATO ! Af hverju, jú af því hún er ekki mælandi á´aðra tungu en sunnlensku!  Þetta er til háborinnar skammar fyrir íslenska þjóð og það að þurfa að senda Össur, af öllum mönnum, á þessa samkundu er náttúrulega síðasta sort! En það er gott að við hin sem ekki aðhyllumst ESB drauma samfó, sjáum núna hvað samfó hefur í raun að bjóða uppá! Samfylkingin er ekkert annað en ,,Pótemkím'' tjöld!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 03:26

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er vissulega svigrúm á að bæta Samfylkinguna. Ég held að það sé einmitt  hollt að hafa það ávallt í huga. Hinsvegar hef ég verið að fylgjast með umræðunni og finnst að flokkurinn sé að sína mikinn styrkleika.

Elías þitt innlegg er mest orðaflaumur héðan og þaðan sem einkennist af andúð. Það er vont að hafa mikið af henni til lengdar. Þú minnist ekkert á hvernig þú vilt sjá tengslum Íslands við Evrópu fyrirkomið.

Eðlilegt er að við nýtum fullveldi okkar til áhrifa innan sambandsins eða að standa utan EES samningsins og segja honum upp. Verst er að hafa einhverja moðsuðu þar sem ekki eru mótaðar neinar línur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.4.2009 kl. 09:34

4 identicon

Öfugt við Elías að ofan, finnst mér Össur ekki til neinnar skammar fyrir neinn.  Þó EVRU-talið megi stoppa mín vegna. 

EE elle (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:52

5 identicon

Mér finnst því miður Samfylkingin vera eini flokkurinn þar sem fólk segir í raun það sem það er að hugsa þ.e. er heiðarlegt þegar kemur að þessu máli.

T.d. segir segir Bjarni Ben að hann telji evruna innan ESB vera besta kostinn fyrir Íslendinga en á sama tíma leggur hann til að halda okkur við krónuna og að hún muni "ná sér" (sbr. umræðuþáttinn á RÚV í gær). Telur hann að evran sé besti kosturinn en vegna þess að það er ekki 'stefna' flokksins segir bara eitthvað allt annað. Það er ekki heiðarlegt svar vegna þess að maðurinn er ekki í raun að segja hvað honum finnst.

Egill (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:13

6 identicon

Já, Egill, Bjarni Ben er langt frá því að vera trúverðugur.  Og finnst það fásinna að hann sé í forystu neins flokks.  Og kannski bara af því hann heitir Bjarni Ben.   Og enn veikara að hafa Þorgerði þarna með honum.

EE elle (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband