13.4.2009 | 14:19
Baráttan fyrir heimilin
Auka verður pressuna á raunverulega leiðréttingu fyrir heimilin en ekki bara að auka slaka á hengingarólinni. Þetta eru mikilvægustu hagsmunirnir. Pottana út á torgin og látum trumbusláttinn heyrast þangað til verandi og verðandi pólitíkusar skilja kröfuna um að heimilin geta ekki ein borið þessar birgðar. Stjórnvöld þurfa að gera áætlun um að sækja fisk í sjó, framleiða vörur til útflutnings eða annað til að tryggja fjármuni í nauðsynlegar afskriftir óeðlilegra hækkana á höfuðstóli húsnæðislána vegna verðbóta verðtryggingar.
Málsókn til varnar heimilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Gunnlaugur B Ólafsson
Höfundur leiðir mannrækt í Mosfellsbæ og útivist að Stafafelli í Lóni. Vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu.
Netfang; gbo@bhs.is
Bloggvinir
- varmarsamtokin
- baldurkr
- dofri
- saxi
- bjarnihardar
- herdis
- hlynurh
- jonthorolafsson
- gummisteingrims
- hronnsig
- kolbrunb
- steinisv
- skodun
- vglilja
- heisi
- sigurgeirorri
- veffari
- hallgrimurg
- gretarorvars
- agustolafur
- birgitta
- safinn
- eggmann
- oskir
- skessa
- kamilla
- olinathorv
- fiskholl
- gudridur
- gudrunarbirnu
- sigurjonth
- toshiki
- ingibjorgstefans
- lara
- asarich
- malacai
- hehau
- pahuljica
- hlekkur
- kallimatt
- bryndisisfold
- ragnargeir
- arnith2
- esv
- ziggi
- holmdish
- laugardalur
- torfusamtokin
- einarsigvalda
- kennari
- bestiheimi
- hector
- siggith
- bergen
- urki
- graenanetid
- vefritid
- evropa
- morgunbladid
- arabina
- annamargretb
- ansigu
- asbjkr
- bjarnimax
- salkaforlag
- gattin
- brandarar
- cakedecoideas
- diesel
- einarhardarson
- gustichef
- gretaulfs
- jyderupdrottningin
- lucas
- palestinufarar
- hallidori
- maeglika
- helgatho
- himmalingur
- hjorleifurg
- ghordur
- ravenyonaz
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- drhook
- kaffistofuumraedan
- kjartanis
- photo
- leifur
- hringurinn
- peturmagnusson
- ludvikjuliusson
- noosus
- manisvans
- mortenl
- olibjo
- olimikka
- omarpet
- omarragnarsson
- skari60
- rs1600
- runirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- sigingi
- siggisig
- stjornlagathing
- snorrihre
- svanurmd
- vefrett
- steinibriem
- tbs
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2010
- September 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag; Gunnlaugur - og ánægjulegan hátíða endi, allan !
Það var og.
Eins; og þú virðist skynja, réttilega, er vaxandi og ill framvinda, á enn meiri vanda fjölskyldna og fyrirtækja - á komandi vikum, og mánuðum.
Enda; leysast vandamálin sízt, með orðagjálfrinu, við Austurvöll - hinna Reykvízku, sem dagleg viðfangsefni önnur; svo sem.
Getur hugsast; að þú sért að nálgast okkur Guðjón Arnar; og sjóhunda - og bændanna hliðhollu þungavigtarsveit,, hins Frjálslynda flokks ?
Sé svo; myndi ég mæla með þér, í byltingarnefnd, hverja brýnt er, að taki við völdum hér, að loknum kosningum, eftir skemmdarverk B - D - S og V lista.
Þeir Guðjón; leggja meðal annars áherzlu á, að skríbentum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verði skaffað farið heim - aðra leiðina, frá landi okkar, komist FF til þeirra áhrifa, sem verða mættu því verkefni að liði, meðal annars.
Spyrja má; hvort Þórður gamli á Skógum; Héraðssafninu austur þar (Austur- Eyjafjallahreppi), kynni að hafa eitthvert gagn, af þeim Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, mögulega; til einhverra lágmarks viðvika, hvar þau hafa reynst dauðyfli ein, í Stjórnarráði Íslands, sem öllum er kunnugt, til þessa.
Með; ágætum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 15:18
Tek undir með þér Gunnlaugur
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2009 kl. 17:38
Óskar, var einhvert ruglandi efni í páskaegginu þínu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2009 kl. 17:40
Þetta er rétt hjá þér Gunnlaugur og þá er spurningin er ekki einfaldast að skella hnífnum á loft og skera niður svo sem um 20 % og kanna svo þann stabba sem eftir situr og ekki getur greitt og gera þar sértækar aðgerðir og svo þeir sem eru á vonlausu plani þeim þarf að hjálpa í leigu og losa snöruna svo ekki verði mannskaði af.
Stjórnin er alveg vita kjarklaus og ráðalaus og trúir ekki að vandinn sé eins stór og hann raunvörulega er, hún telur sér fært að taka hvert mál fyrir sem er vonlaust verk á allan hátt.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.4.2009 kl. 17:42
Þetta er stjórn Draumalandsins, Gunnlaugur.Þú átt eftir að vakna af vondum draumi því miður, og öll þjóðin.Þjóð sjálfsblekkinga og stjórn sem byggir sýna framtíðarsýn á hugsjón um Draumaland, er skelfileg blanda.En það munu allir vakna upp við vondan draum eftir 1-2 ár, eða fyrr.En stjórn Draumalandsins er örugg um sigur 25 apríl, svo skelfilegt sem það er.
Sigurgeir Jónsson, 13.4.2009 kl. 21:28
Komið þið sæl !
Frú Hólmfríður ! Eigi þessi sneið; til mín, að vera fyndin - þá missir hún marks, svo sannarlega.
Og; rétt að taka fram, að einskis naut ég páskaeggja - um þessa hátíðina.
Finnst rétt; að fram komi, að ég er einn fjölmrgra, hver tilbúinn væri til átaka, við það lið - sem við verðum að hrinda, af höndum okkar, hið fyrsta.
Það eru ekki allir; sem þú virðist vera, sem eiga góða varasjóði, til að grípa í, Frú Hólmfríður Bjarnadóttir, á þessum helvítis niðurrifs tímum félaga þinna ( á S lista) - Kommúnista - Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna !!!
Reyndu; að koma með skynsamlegri athugasemd næst, mér og öðrum til handa.
Þökkum samt; ágæt innlegg Jóns og Sigurgeirs - þessum málum, að lútandi.
Með; ágætum kveðjum enn - síður til gamanmála frömuða /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:39
Við eigum enn virkilega verk að vinna - - það er einhver "umboðslaus" aðgerðarhópur hjá okkar flokki sem hunsar bæði rök og samræðu. Millistéttin er skuldsett og sama er með unga fólkið - en þar er fylgisgrunnur Samfylkingarinnar.
Það er í gangi þöggun - sem ég upplifi sem umræðuofbeldi - gagnvart kröfunni um leiðréttingu á yfirskoti vísit-ölunnar vegna hrunsins - þrátt fyrir samþykkt landsfundar um að leitað skuli "sanngjarnra leiða" . . . til að deila þessu tjóni milli lántakenda og fjármagnseigenda.
Nú er ég ekki á blogglistanum yfir "bloggara flokksins" - en samt er ég enn á gömlu síðunni . . . Það eru einhverjir nýir siðir í "ritstjórn/ritskoðun" hjá flokknum
Benedikt Sigurðarson, 14.4.2009 kl. 08:39
Finnst nú ævinlega gaman að lesa bloggið hjá fyrrum kennara mínum honum gunnlaugi þó eins og ævinlega er maður alls ekki sammála mörgum/flestum punktum hans.
En finnst mér það tími til að benda þessari umræðu, fyrst Benedikt nefndi unga fólkið hefði skuldsett sig, vissulega er það rétt ákveðinn prósenta hefur gert það.
En spurning með hina sem hefur ekki gert það, sú sem skuldar ekkert og vill ekki taka við þessum skuldum sem kynslóðin á undan okkur hefur aflað til.
Pólítíkusarnir eru of uppteknir af ,,ósýnilegum skjaldborgum heimilanna" og tala illa um hvern annan, á meðan þetta hefur átt sér stað hefur unga fólkið í landi flúið land. Og í dag er svo komið að ungt fólk er í námi eða erlendis.
Þessi lán og skuldir heimilina eru vissulega stór vandamál, en ef unga fólkið í landinu er að flýja landið vegna þessara atvika, þ.e. hinir framtíðar skattgreiðendur landsins vilja ekki vera á landinu til að greiða vegna mistaka forvera sinna, þá fyrst getiði farið að ímynda ykkur hvað vandamál eru.
Ég get talað út frá eigin sýn á þetta, þar sem maður þekkir á fjórða tug ungs fólks sem hefur gefist upp á þessu eimdarleysi sem hér ríkir, og horfir til betra lífs, því eins og allir sjá er það ekki til staðar hér á landi.
Ef menn ætla að tala um einhver verkefni þá skal taka þau mikilvægustu fyrst í stað breytinga á nektardansstöðum, áfengis til sölu í matvörubúðum, fjárauka til kvikmyndagerð á íslandi, illa unnar stjórnarskrábreytinga sem flestir fræðimenn eru sammála að hafa verið með eindæmum illa unnin.
Látum verkin tala í stað orða, ræðumeistarar seinustu ára á þinginu hafa nú komist í stjórn og ekkert gerist, jú heyrðu davíð fór og allt bjargaðist... eða ekki?
Alfreð Ellertsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 09:43
Tilbúinn að mæta á Austurvöll þegar kallið kemur!! Ástandið er miklu miklu verra en stjórnvöld gera sér grein fyrir eða vilja viðurkenna. Fara í mál við bankanna, hætta að borga af lánum, taka fjármagn úr bönkum og verja heimilin með handafli þar til stjórnvöld og fjármálafyrirtæki átta sig á að fólk lætur ekki bjóða sér þetta lengur. STÖNDUM SAMAN!!!!!!!
pétur emilsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 09:52
pétur emilsson ; Þú meinar þegar vinstri grænir kalla eins og seinast?
Ætla þeir að mótmælta sjálfum sér?
Daginn sem fólk hættir að borga af hússnæðislánum hrynur kerfið endanlega þá er ekkert að standa saman lengur þá er þetta búið punktur.
Sem betur fer fyrir hinn almenna borgara hlustar einungis lítil minnihluti vinstri græna á svona áróður sem í dag, en vegna nýrrar ríkisstjórnar er sá minnihluti búinn að leggja skiltin á glugganna/hilluna.
Mæli með að allir labbi framhjá skrifstofum vinstri græna fyrir aftan alþingi, þá sést best hversu gervileg þessi búsáhaldabylting þeirra var.
Já ég er einn þeirra sem íhuga að flytja land, nema það að maður veit ekki líkt og margir hvort maður hafi áhuga á því að koma aftur.
Grasið er ef til vill ekki grænna hinum megin, en það er í hið minnsta gras hinum megin....
Alfreð Ellertsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 11:03
Óskar ég kann alveg að meta þínar athugasemdir undir þínum fornyrðisstíl og satt best að segja finnst mér frjálslyndir vera með einna skynsamlegustu útfærsluna varðandi verðtryggðu húsnæðislánin. Setja 5% þak á verðbætur frá 1. jan ´08 og rest inn á sérstakan reikning sem unnið verður að því að afskrifa.
Það er þó engin ástæða til að halda lífi í Frjálslynda flokknum út á þetta atriði enda örugglega miklu fleiri sem að hafa verið að tala fyrir þessu máli innan Samfylkingar heldur en meldað hafa stuðning við FF. Málið snýst um að afla málinu stuðnings. Þannig eiga göngufélagi minn Jón og sýslungi minn Sigurgeir að ganga til liðs við jafnaðarmenn eins og okkur Benedikt. Framsókn verður vart endurvakin.
Alfreð - eins og ég sagði síðast þegar þú gerðir athugasemd þá máttu alveg hafa sjálfstæðar skoðanir en, en, en, en "eins og ævinlega er maður alls ekki sammála mörgum/flestum punktum hans". Er lögfræðin að gera þig að einhverju forpokuðu íhaldi, minn kæri? Það er ekki verið að tala um að þú borgir einhverjar skuldir fyrir kynslóðina á undan þér.
Hinsvegar vona ég að þið lærið eitthvað um siðfræði og réttlæti í lögfræðinni. Eftir hrun bankana var ákveðið að setja 600 milljarða til að endurbæta tap umfram þrjár milljónir á sparífjárreikningum. Það var pólitísk ákvörðun að vernda sparíféð. Í ljósi þess er það ekki verjandi að láta verðtryggingu og gengistap brenna upp eignarhluta fólks í húsnæði.
Pétur það er verið að undirbúa gjörning á sumardaginn fyrsta. Gefum heimilunum von með sumarkomunni!!!
Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2009 kl. 11:54
Þakka gott svar, nei það er engan veginn verið að byggja upp íhald í lögfræðinni, frekar verið að kenna fólki að horfa á hluti án siðferðis.
Lögfræði skýrir lögin, samkvæmt orðanna hljóma, ekki hvernig menn álykta og telja eitt er og annað ekki. (þótt kaldhæðnin er að það verður þannig oft í dómstólum)
Siðferði er eitthvað sem menn meiga tala um í pólitík en sú umræða á ekki heima í lögfræði, þá sérstaklega ekki í dómstólum.
Þannig vinsamlegast ekki setja þetta í blandara og hrista saman. :)
Hins vegar mun ég halda áfram að lesa bloggið hjá þér, finnst það mjög litríkt enda getur maður ekki myndað sér skoðanir án að hafa opin huga gagnvart öðrum hugmyndum.
kveðja
alfreð
Alfreð Ellertsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.