Fáránlegir skriffinnar

Í sveitinni er maðurinn hluti af lífríkinu. Veikburða dýri er hjálpað. Fuglar og spendýr verða stundum hænd að mannskepnunni. Það þarf að losa um svona regluverk, sem hefur þann helsta tilgang að byggja upp eftirlitsiðnað á höfuðborgarsvæðinu. Frændi minn sem gerir út bát rakti eitt sinn fyrir mér alla þá vottunaraðila sem þarf til að fá leyfi til sjósóknar. 

Ferðalag "sérfræðings" Umhverfisstofnunar, dagpeningar, flugfar austur, leigja bíl og hugsanlega eitthvað annað kemur kostnaði við þessa "sérfræðivinnu" áreiðanlega upp í 200 þúsund krónur. Nær hefði verið að styðja við kostnað og fyrirhöfn sem hefur hlotist af björgun kálfsins. Verkefni sem að er öllum öðrum en blindum kerfiskörlum til yndis og ánægju.


mbl.is Líf Lífar í höndum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér, þetta reglugerðarþvargan er vaxið landanum langt yfir höfuð og þar þarf svo sannarlega að taka til og henda út og einfalda.

(IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:02

2 identicon

Sæll Gunnlaugur.

Ja bragð er að þá barnið finnur, nafni minn.

Því þessi skrifræðis, skaðræðis- óþurftar vtleysa öll saman, einu nafni nefnd eftirlitsiðnaður, er skilgetið afkvæmi ESB- skrifræðisbáknsins í Brussel.

Með tilkomu EES samningsins sem gaf okkur nánast ekkert en hefur kostað okkur mikið þá óx þessi óþurftar iðnaður hér sem aldrei fyrr og myndi enn vaxa ef við yrðum svo vitlaus að ætla að ganga alla leið inní STÓRRÍKI ESB eins og þú hefur samt marg lagt til.

Já byltingin étur börnin sín, nafni minn.

Svo mun einnig verða um skrifræðisbyltingu ESB nefndanna líka.

Gott að vita að þá verður þú, eftir að hafa verið étinn a.m.k. einu sinni, kanski kominn í lið með okkur hinum sem enn andæfum skrifræðis- skriðdýri ESB.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:09

3 identicon

Hreindýr eru það skyld bæði sauðfé og nautgripum, að þau eru næm fyrir sömu smitsjúkdómum og þau. Húsdýrin eru þó með tímanum búin að þróa með sér mótefni fyrir ýmsum sjúkdómum, sem leggja hinsvegar villt dýr að velli. Þarna snýst máli að ég held um það, að verði kálfinum sleppt lausum í hreindýralendur, er nokkuð ljóst að hann muni smita hinn villta stofn af einum eða fleiri búfjársjúkdómum, sem hrjá íslensk húsdýr. Fæstir þessara sjúkdóma smitast úti í náttúrunni, en hættan mest heima á býlunum. Við skulum því ekki dæma starfsfólk Umhverfisstofnunar of fljótt, trúlega eru þau með velferð hins villta, sjúkdómafría hreindýrastofns fyrst og fremst í huga.

Regluverkur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Íbúafjöldi Íslendinga er svona svipaður og á Fjóni í Danmörku. Til að reka slíkt samfélag, þá þarf EKKI sendiráð út um allan heim, fullt af ráðuneytum, 63 þingmenn + aðstoðarmenn. Virkar nefndir á vegum ráðuneyta voru síðast þegar ég vissi 725 talsins!

Þetta er ekkert annað en flottræfilsháttur af bestu gerð!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.4.2009 kl. 14:18

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, þarna er mikið hægt að spara. "Back to basics". Veit ekki hvort það er hægt að kenna ESB um mikið af þessu. Man eftir því að mikið var rætt um stöðlun á smokkastærðum sem eitthvað slæma miðstýringu. En mér finnst það einmitt að öryggið sé sett á oddinn  með því að gefnar séu út skýrar reglur sem skapa rökrænt umhverfi fyrir framleiðendur og neytendur.

Mér finnst heldur ekkert vandamál að um alla Evrópu sé það viðmið út frá öryggi í umferðinni að atvinnubílstjóri hvíli sig eftir 4,5 klukkustundar akstur. Hinsvegar skil ég með engu móti þetta hreindýramál. Reyndar finnst mér að hreindýr líkt og önnur bráð, fugl eða fiskur, eigi að vera hlunnindi jarða.

Þannig að þessi hreindýrskálfur hafi verið hluti af afurðum jarðarinnar og því hafi jarðareigendur fullan rétt á að höndla með kálfinn sem sína eign. Finnst þessi túlkun með smitsjúkdóma milli sauðfjár og hreindýra langsótt. Þetta er fyrst og fremst tilburðir stofnunar að sýna vald sitt. Hefur ekkert með umhverfið, náttúruna eða skilning á henni að gera.

Gunnlaugur B Ólafsson, 16.4.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Hlédís

Hreindýr leita oft til byggða í harðindum og eru þá komin á búfjár'sýkt'  land. Rök um nýja sýkingarhættu í þessu tilviki væru ekki mjög sterk.

Hlédís, 16.4.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband