29.4.2009 | 00:09
Samvinnustjórn - S V O B
Skýrustu skilaboð kjósenda voru þau að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera utan landstjórnar næstu fjögur árin. Verkefnin framundan eru gríðarleg og reyna á að leita eftir sátt og samlyndi innan þings og meðal þjóðar. Það er áhugi meðal almennings á eflingu lýðræðis og bent er á þörfina á þjóðstjórn við þessar aðstæður sem ríkja í landinu.
Það var sameiginlegur tónn meðal S, V, O, og B lista að vonast eftir samstarfi til vinstri. Þörfin fyrir að áherslur nýrra valdhafa verði á heilbrigði og heildarsýn. Efla atvinnuástand og skapa grunn fyrir heimilin og fyrirtækin að lifa af þrengingarnar. S og V hafa meirihluta og það er eðlilegt að út frá félagslegum áherslum vinni þessir flokkar að enduruppbyggingu í landinu.
En gleymum ekki kröfunni um lýðræði, skilvirkni, gegnsæi og árangur. Þó að vinstri flokkarnir hafi meirihluta þá endurspeglar hann ekki þann meirihluta sem er í þinginu að óska eftir aðildarviðræðum að ESB og taka á þeim mikla vanda sem að krónan skapar efnahagslífinu, allri áætlanagerð í ferðaþjónustu og útflutningsgreinum.
Vonandi leiðir Jóhanna Sigurðardóttir stjórnarmyndun inn á samvinnu S V O B. Við megum ekki eyða mikilli orku í innnanbúðarátök og flokkaríg. Með því að mynda slíka breidd í bakland ríkisstjórnarinnar næst að endurheimta virðingu fyrir Alþingi. Leyfum okkur að hugsa út fyrir flokkslínur og meirihluta. Finnum samnefnara.
Slík stjórn væri með Samfylkingu og Vinstri græna sem burðarás undir vagninum, en með samstarfi við hina flokkana tvo yrði farið í átt að kröfunni um þjóðstjórn, en þó þannig að einnig er tekið tillit til þeirrar meginniðurstöðu kosningana að Sjálfstæðisflokkurinn verði í orlofi næstu misserin.
Margir leita til kirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Líst vel á þessa hugmynd!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.4.2009 kl. 01:12
Mér líst vel á þjíðstjórn sem vinnur saman. Ef einhver flokkur vill ekki vera með í slíkri stjórn þá má allveg skilja hann útundan.
Offari, 29.4.2009 kl. 10:11
Athyglisverð humynd. En verður hún nokkurn tímann að veruleika? Er borgarahreyfingin stjórntæk?
Jón Halldór Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 13:52
Þjóðstjórn er stjórn án stjórnarandstöðu og þar með án upplýstrar gagnrýni og án lýðræðislegrar upplýsingaveitu til almennings sem umræðan og átökin milli stjórnar og stjórnarandstöðu á að skapa. Þjóðstjórn er aðför að lýðræðisskipulaginu enda hvergi til hennar gripið nema þar sem stríðsástand skapar þær aðstæður að ekki er hægt að veita upplýsingar með opinni umræðu og ádeilu frá stjórnarandstöðu.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.4.2009 kl. 21:29
Gunnlaugur hugmyndir um þjóðstjórn eru yfirleitt settar fram við þær aðstæður að hættuástand ríki, og það sé mikilvægt að eins lítil orka fari í pólitískan núning og mögulegt er. Ein rökin fyrir slíkri stjórn þrátt fyrir að fyrir liggi að einhverjir flokkar nái saman, sé ljóst að taka þurfi það erfiðar ákvarðanir að sitjandi stjórn muni tapa umtalsverðu fylgi í næstu kosningum. Það er einmitt slíkt ástand nú. Verði kosið t.d. samhliða ESB aðild og Sjálfstæðisflokkur verði einn í minnihluta má búast við stórsigri hans í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkur á hins vegar mjög erfitt með að neita þáttöku í þjóðstjórn við þessar aðstæður.
Sigurður Þorsteinsson, 30.4.2009 kl. 00:06
Mér finnst mikilvægt að sú hefð þróist að vinstri flokkarnir S og V vinni saman eftir sé það mögulegt að mynda starfhæfa stjórn. Ég er ekki sannfærður um að samskiptin milli VG og S séu nægjanlega vel smurð. Sennilega í lagi hjá yngra fólkinu sem að ólst upp við Röskvu í háskóla og Reykjavíkurlista í borginni.
Helgi ég hef fulla trú á að Sjálfstæðisflokkur geti haldið uppi stjórnarandstöðu. Ég held að upplýst gagnrýni eigi að koma frá hverjum þingmanni ef að hann fylgir sannfæringu sinni af einlægni en er ekki matreiddur á skoðunum sem hver annar flokkshundur. Til þess að þessi gagnrýni sé uppbyggjandi gæti það verið ákveðin kostur að formgera vilja til samstarfs með því að Sigmundur Davíð verði ráðherra og þingmaður Borgarahreyfingar verði í forystu nefndar.
Sigurður ég óttast ekki að þó Sjálfstæðisflokkurinn væri formlega einn í stjórnarandstöðu að þá myndi hann vinna kosningasigur í framhaldi af óvinsælum aðgerðum. Þetta snýst um að vinna á lýðræðislegan hátt með fólkinu. Málin séu reifuð á upplýsandi hátt og af gegnsæi. Á endanum snýst þetta allt um árangur og heilindi. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 30.4.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.