Handboltinn og hesturinn

OrriPotÉg fór í útreiðatúr upp í Mosfellsdal með vinafólki í fagurri kvöldsól. Sonur sæll bað um far á leikinn. Hann var í stuðningmannaliðinu Rothoggið sem studdi hraustlega við bakið á liðinu. Um 200 manns klæddir rauðu voru berjandi potta, sveiflandi treflum í miðhluta stúkunnar.

Stemmingin var líka góð í Mosfellsdalnum. Mikið af fólki í útreiðum en þó var ekkert sem truflaði kvöldkyrrð og fagurt sólarlag. Fór á tveimur fimm vetra trippum, Sælu og Vilja, sem eru að verða fulltaminn eftir veturinn upp undir Laxnes og hring i dalnum.

Kom heim um miðnættið og skömmu síðar mætir "rotarinn" ánægður með árangurinn. Smellti einni mynd af karlinum. Þar sem að hann var mættur í rauða jakkanum og búin að rústa pottinum í látunum. Það bíður morguns að vita hvort það vekur lukku hjá móðurinni.

OrriBoardStrákurinn er í frjálsum og er mikill áhugamaður um bretti. Nú er klukkan nýorðin miðnætti og þá er komin maí. Kennslan búin hjá mér og prófin fram undan. Í þessum mánuði verður hann sextán ára. Þá eru menn orðnir alvöru .... !

Hin myndin er af gaurnum þ.s. hann er í brettagallanum nýkomin úr skiðareisu frá Akureyri nú rétt fyrir páskana. Ánægður með þennan strák og ég vona að þeir fjölmenni í Garðabæinn.


mbl.is Afturelding burstaði Stjörnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband